Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 5-8. janúar

Sælir kæru foreldrar,

gleðilegt ár og takk fyrir það liðna

Þessi fyrsta vika hefur liðið mjög hratt hjá okkur. Börnin voru mjög glöð að vera komin aftur í leikskólann og föðmuðust og kysstust þegar þau hittu hvert annað og nokkur töluðu um að þau hefðu saknað vina sinna enda hafa þau verið mjög dugleg að leika sér saman.

Það var ávaxta- og grænmetisdagur á þriðjudag og börnin höfðu notalega ávaxtastund, sátu og spjölluðu saman og fræddu hvert annað um jólagjafirnar J

Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alveg uppá á það besta á miðvikudaginn  héldum við  smá þrettándagleði  hér á lóðinni.  Kveiktum bál og sungum og þetta var skemmtileg stund.

Bóbó bangsi er kominn á stjá eftir jólafrí og fer heim með Þóreyju Birnu í dag

 Takk fyrir vikuna og góða helgi

Næsta vika:

Skipulagt starf þ.e. leikvangur, smiðja og hópastarf byrjar allt í næstu viku.  Kolla sem hefur séð um leikvang er í leyfi. Það byrjaði nýr starfsmaður í vikunni sem heitir Sigrún og sér hún um leikvang á meðan Kolla er í burtu.

Það ætti að skýrast á mánudag hvenær leikskólinn lokar í sumar. Allir fengu senda könnun í tölvupósti þar sem þeir geta komið með óskir um tímabil. Það sem flestir velja verður svo valið.

Föstudaginn 15. janúar er rafmagnslaus dagur hjá okkur. Öll börn mega koma með 1 vasaljós að heiman. Það væri ágætt að athuga hvort rafhlöður séu í lagi, þau verða svo miður sín ef þau eru með vasaljós sem virkar illa eða alls ekki.

Herrakaffið: þar sem börnin bjóða pöbbum og öfum í morgunmat, verður föstudaginn 22. janúar- það verður nánar auglýst síðar 

Bestu kveðjur og góða helgi,

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica