Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 14.-18. desember

Kæru foreldrar

Vikan hefur verið ósköp ljúf hjá okkur en jólaspenningurinn eykst dag frá degi hjá börnunum. Þó nokkuð hefur verið um veikindi, því miður.

Yngri hópurinn fór í vettvangsferð á miðvikudagsmorgun, tóku strætó niður á Hlemm og skoðuðu jólaljósin og löbbuðu svo niður Laugaveginn.

Í gær ætluðum við í kirkjuna er þar sem var svo mikil hálka ákvað presturinn að koma hingað. Börnin hlustuðu á jólasögu, sungu nokkur jólalög og að lokum var kveikt á aðventukransinum.

Í dag var jólaleikrit í boði foreldrafélagins sem heitir Strákurinn sem týndi jólunum og var það fyrrum starfsmaður, hann Ingi Hrafn sem lék ásamt vini sínum. Sameinuðust öll börn á yngri og eldri gangi og nutu þess að horfa á jólaleikritið saman.

Daníel Þór verður 5 ára á sunnudaginn og hélt uppá afmælið sitt í dag í leikskólanum og bauð öllum uppá snakk. Við óskum Daníel Þór innilega til hamingju með afmælið.

Í dag er síðasti dagur Söru á Hóli þar sem hún er að fara í fæðingarorlof. Við þökkum Söru fyrir samstarfið og óskum henni alls góðs í nýju hlutverki.

Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður.

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica