Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 30 nóvember- 4. desember

Kæru foreldrar,

Börnin höfðu nóg að gera í vikunni. Við vorum fyrst í piparkökubaksturinn sl. mánudag, það þótti ekki leiðinlegt. Þau voru dugleg að búa til piparkökur og svo auðvitað að smakka deigið líka :). Á þriðjudag héldum við okkur inni vegna slæmrar veðurspár, það var smá svekk hjá þeim sem áttu að fara í sund þann dag en þau fara n.k. þriðjudag í staðinn. Allir höfðu nóg að gera inni, börnin komu með fullt af ávöxtum að heiman sem þau borðuðu eftir matinn. Svo föndruðu þau ýmislegt jólaskraut á jólatréð sem verður sett upp í næstu viku í matsalnum.

Á miðvikudag fóru yngri hóparnir (2011) á jólakattasýninguna í bókasafninu Hamraborg, urðu þó ekki vör við kisa og voru líklega hálffegin því einhver voru hálfhrædd þegar lagt var af stað í strætó. 

Á fimmtudag fóru allir í leikvang til Kollu áður en foreldrakaffið byrjaði sem var mjög gott því þau voru svo ótrúlega spennt. Þökkum frábæra mætingu foreldra í foreldrakaffið, þetta var ljúf stund og allir virtust ánægðir. Kór elstu barna leikskólans söng undir stjórn Salnýjar og þau voru flott og höfðu gaman að.

Í gær var gaman saman með Hlíð og Hæð þar sem kveikt var á öðru aðventukertinu og sungnir nokkrir jólasöngvar.

Næsta vika: 

SUND

Krummahópur-þriðjudagur                      

Dagur Andri                                                  

Elías Páll                                                        

Elísa Helga                                                    

Sigurbergur Einar                                          

Þórey Birna                                                                   

 

Á miðvikudaginn förum við með eldri börnin á jólakattasýninguna. Vinsamlegast verið komið fyrir 9:30 á miðvikudagsmorgun.

 

Á föstudaginn  verða litlu jólin okkar. Þá verður jólaball, jólamatur og jólasveinninn mætir í heimsókn til okkar. Gaman væri ef börnin myndu mæta í "betri/fínni" fötunum sínum þennan dag

takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

·          Þetta vefsvæði byggir á Eplica