Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 23-27 nóvember

Sælir kæru foreldrar

Það var mikil spenna hjá okkur að fara út í morgun og leika í snjónum, renna sér á rassaþotum, búa til engla, klifra og allt mögulegt.

Á mánudag var skipulagsdagur. Guðrún Bjarnadóttir, leikskólaráðgjafi hélt fyrirlestur fyrir hádegi sem fjallaði um leikinn. Eftir hádegið voru deildafundir, gangafundir og starfsmannafundir.

Á þriðjudag varð Hulda Henný 5 ára. Hún bauð öllum uppá popp og saltstangir í tilefni dagsins. Við óskum Huldu innilega til hamingju með afmælið. Eldri börnin fóru í Gerplu eftir hádegi og á meðan föndruðu yngri börnin jólaskraut.

Á miðvikudag fórum við með Blika- og Krummahóp í vettvangsferð  yfir í Hádegishóla þar sem Búddha líkneskið er. Þetta var skemmtileg ferð, börnin voru mjög samstillt og ánægð og sungu hástöfum og léku sér öll saman í feluleik.

Í gær var leikvangur hjá Kollu sem er mjög vinsælt og gaman fyrir alla.

Í dag fóru allir út að leika í snjónum. Það var mikil gleði. Við vorum svo með gaman saman í fyrsta skipti nú í haust með Hlíð og Hæð, þar sem við kveiktum á fyrsta aðventukertinu (Spádómskertinu) og sungum saman jólalög.

Nú er Sara okkar komin í 50% vinnu þar sem það styttist í að barnið fæðist. Það er ekki alveg komið á hreint hver kemur í hennar stað en Júlíana (sem byrjaði í Fífusölum fyrir tveimur vikum) kemur til með að verða 50% á móti Söru, allavega til að byrja með.

Í næstu viku er mikið um að vera hjá okkur

·         Á þriðjudaginn verður ávaxta- og grænmetisdagur í leikskólanum

·         Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag verður piparkökubakstur á deildunum.

·         Það verður sund hjá okkur þriðjudag og miðvikudag. Krummahópur fer á þriðjudag og Blikahópur á miðvikudag.

·         Á miðvikudaginn förum við f.h. með Uglu- og Krummahóp á bóksafnið í Hamraborg á árlega Jólakattasýningu safnsins. Við leggjum af stað uppúr 09:30 þannig að ég bið alla að vera mættir á þeim tíma til þeir missi ekki af.

·         Á fimmtudaginn verður jólakakó fyrir ykkur foreldrana í boði foreldrafélagsins. Þá er  foreldrum boðið í kakó og piparkökur með börnunum. Vonandi sjá sem flestir sér fært að kíkja í smá stund til okkar (nánari tímasetning kemur eftir helgi).

 

Krummahópur-þriðjudagur                      Blikahópur- miðvikudagur

Dagur Andri                                                  Emma Ottisen

Elías Páll                                                        Ísabella Embla

Elísa Helga                                                    Jón Bjartur

Sigurbergur Einar                                          Júlía Rún

Þórey Birna                                                                    Kári

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica