Sími 441 5200

Dagbók

9-13 nóvember

Kæru foreldrar,

Enn ein vikan búin og nóg að gera hjá okkur. Allir fóru í smiðju á mánudag. Á þriðjudag fór Fílahópur í gönguferð með Gullu og þau töluðu saman um trén og hvernig gróðurinn breytist og þau voru mjög áhugasöm og höfðu ákveðnar skoðanir á þessu öllu.

Á miðvikudag fóru eldri börnin í heimsókn á bókasafnið í Hamraborg og hlustuðu á tvær sögur. Því miður fengu þau smá skammir frá bókavörðunum vegna hávaða, en allir ætla að muna að hafa hljótt næst þegar við förum J

Þórey Birna varð 4 ára á miðvikudaginn. Hún var búin að búa sér til bleika kórónu og fékk að velja sér disk og glas og bauð öllum uppá popp. Við óskum Þóreyju Birnu innilega til hamingju með afmælið.

Það var mikið fjör hérna eftir hádegi í gær þegar fyrsti snjórinn féll og börnin renndu sér endalaust niður hólinn á rassaþotunum.

Eins hefur það verið í morgun. Það er gaman hjá þeim úti og þau una sér vel þrátt fyrir að það sé kalt.

Á mánudaginn verður rosa stuð hjá okkur. Leikskólinn á afmæli og í tilefni af því ætlum við að hafa búningadag. Allir mega mæta í búningum og það verður ball hér fyrir hádegi. Við fáum pizzu í hádegismat og köku í kaffitímanum J

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica