Sími 441 5200

Dagbók

6. nóvember

Kæru foreldrar

Viðburðarrík vika á enda hjá okkur á Hól. Á þriðjudaginn var ávaxta- og grænmetis dagur á leikskólanum. Mikil fjölbreytni var af ávöxtum og grænmeti og áttum við góða stund saman fyrir hádegi. Eftir hádegi var haldið upp á 4 ára afmælið hjá Degi Andra, sunginn var afmælissöngurinn og bauð hann öllum upp á popp. 


Á fimmtudaginn fóru börnin í leikvang til Kollu. Veðrið var leiðinlegt þann daginn og bauð ekki upp á útiveru, fóru börnin því aftur í leikvang eftir kaffi og voru mjög sátt að fá að hreyfa sig eftir alla inniveruna. 

Í dag, föstudag fengum við heimsókn frá 48 nemendum úr 9. og 10. bekk úr Salaskóla í tilefni eineltisdagsins. Nemendurnir voru með börnunum í leik bæði inni og úti og enduðu síðan á því að syngja saman í gaman saman.  

Daníel Þór fer heim með Bóbó bangsa í dag og verður hann hjá honum um helgina. 

Minnum á skipulagsdaginn 23. nóvember en þá er leikskólinn lokaður

Kveðja, allir á Hól. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica