Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 5- 9. október

Kæru foreldrar,

Allt hefur gengið vel hjá okkur í vikunni, þó hafa nokkrir verið veikir á okkar deild sem og öðrum deildum.

Í smiðjunni á mánudag hlustuðu börnin á tónlist af ýmsum toga (sinfóníu, rokk, popp og vögguvísu) og teiknuðu svo blindandi á blað eftir hraða tónlistarinnar. Þau höfðu gaman að þessu og myndirnar komu skemmtilega út hjá þeim.

Á þriðjudag var ávaxta- og grænmetisdagur og börnin komu með fullt af ávöxtum og áttu notalega stund öll saman fyrir hádegið og borðuðu ávextina, úrvalið var mjög fjölbreytt.

Eftir hádegið á þriðjudag fór fyrsti sundhópurinn í sund, þetta voru yngri börnin og þau voru að fara í fyrsta skiptið með okkur í sund. Allt gekk vel og þau höfðu gaman af sundtímanum og hefðu viljað vera lengur.

Yngri hópurinn fór í sögustund á bókasafnið í Hamraborg á miðvikudagsmorgun og eftir hádegið fór Blikahópur í sundÍ gær var leikvangur hjá öllum hópum og kl. 13 komu tveir slökkviliðsmenn í heimsókn til elstu barnanna. Þau voru mjög spennt yfir heimsókninni og fannst gaman að hlusta. Annar slökkviliðsmannanna klæddi sig í búning til að sýna þeim hvernig hann þyrfti að vera ef hann væri að slökkva elda einhversstaðar.  Eftir að þeir höfðu talað við börnin og sýnt þeim búninga og grímur fóru þeir út að sýna þeim sjúkrabílinn, allir fengu að fara inn í hann að aftan, til að skoða. Það voru nokkrir sem voru pínu spældir yfir því að rauði slökkvibíllinn kæmi ekki eins og venjulega en hann var annarsstaðar í útkalli.

Sund á þriðjudag 13/10                                               Sund á miðvikudag – Fílahópur- 14/10

Dagur Andri                                                                      Hulda Henný

Elías Páll                                                                             Jakob Þór

Hólmfríður Katrín                                                           Lukas

Katrín Lea                                                                          María Kristín

                                                                                              Rakel Kara

 

Á miðvikudaginn kemur Lína langsokkur í heimsókn í boði foreldrafélagsins. Sýningin byrjar klukkan 09:30 þannig að gott væri að allir yrðu komnir í leikskólann kl. 09:00 á miðvikdagsmorguninn.

Í dag er síðasti dagurinn hennar Sigrúnar hér í Fífusölum. Við þökkum Sigrúnu kærlega fyrir samveruna og óskum henni alls góðs í framtíðinni.

Haukur Ingi fer heim með Bóbó bangsa í dag J

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica