Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 14-18. september

Kæru foreldrar,

Öll börnin fóru í smiðju á mánudag. Þar teiknuðu þau mynd af sér/ hvað þau ætla að verða þegar þau eru orðin fullorðin. Svörin voru nokkur hefðbundin J flestir strákarnir ætla að verða löggur og margar stelpnanna hárgreiðslukonur, en svo komu nokkur öðruvísi svör inná milli.

Á þriðjudaginn fóru elstu börnin (fædd 2010) í Gerplu- öllum fannst gaman og þau voru stillt og dugleg í tímanum.

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð í góða veðrinu- Börnin spáðu mikið í allt ruslið sem lá út um allt og það eru nokkrir sem hafa mikið dálæti á bókinni um Ruslaskrímslið og gátu séð að þarna fengi það nóg að éta.

Sigurbergur Einar varð 4 ára á miðvikudaginn og fékk að velja sér dúk, disk og glas og bjó til flotta kórónu. Hann bauð öllum uppá popp í tilefni dagsins. Við óskum Sigurbergi Einari til hamingju með afmælið.

Í gær var leikvangur hjá Kollu og allir höfðu gaman af æfingunum þar og komu börnin sveitt og glöð úr tímanum.

Nú er Jónína komin aftur til starfa úr námsleyfi og byrjaði með hóptíma þar sem börnin vinna verkefni og spila og vinna í minni hópum.  Gulla var líka með hóptíma en þær skiptast á tímum.  Tímarnir hjá þeim verða á þriðjudögum og fimmtudögum.

Nú erum við búin að fá úthlutaða tíma í sundinu sem eru á þriðjudögum og miðvikudögum eftir hádegi. Reiknum með að við byrjum í október.

Í næstu viku er loksins komið að ferðum okkar í Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin býður öllum börnum fæddum 2010 á tvær sýningar.

Ástarsaga úr fjöllunum  er á þriðjudag og Maxímús músíkús heimsækir hljómsveitina á fimmtudag.

Vil biðja ykkur að koma ekki seinna en 9:20 með börnin (2010)

Bóbó bangsi skemmti sér konunglega með Elíasi Páli um síðustu helgi og í dag fer Bóbó heim með Katrínu Leu.

Minni á  Fésbókarsíðuna okkar -  Leikskólinn Fífusalir – Foreldar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Ásgerður, Ragnheiður Braga og Sara

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica