Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 7-11. september

Kæru foreldrar

Vikan hefur liðið mjög hratt hjá okkur enda nóg verið að gera J

Við höfum skipt börnunum í hópa og þau völdu sjálf nöfn á hópana. Eldri börnin eru í Blikahóp og Fílahóp og yngri börnin eru í Krummahóp og Ugluhóp.  Þið fáið sent hverjir eru í hvaða hóp á sérblaði.

Á mánudag fóru allir hópar í smiðju, þau gerðu listaverk með raksápu í mismunandi litum J

Á þriðjudaginn fóru 7 af eldri börnunum í fimleika í Gerplu. Þau voru til mikillar fyrirmyndar, stillt og góð J

Á fimmtudag fóru allir í leikvang, yngri hópar eru fyrir hádegi en eldri hópar eftir hádegi. Þau voru yfir sig spennt að byrja aftur í leikvangi og öllum þótti mjög gaman.

Blikar og Fílar unnu nokkur skólaverkefni, Þau höfðu misgaman af verkefnavinnunni, fannst pínu leiðinlegt að sitja svona lengi kyrr J

Börnin bíða mjög spennt eftir samverustundinni á eftir. Bóbó bangsi er kominn aftur eftir langa dvöl á Bahamas og ætlar að fara heim með einhverjum í dag og vera alla helgina J Það verður dregið um hver verður hinn heppni, að fá Bóbó með sér heim. Elsa bangsi (sem var hjá okkur í fyrra) skipti við Bóbó og er farin að hvíla sig á Bahamas J

Það verður ekki föstudagsval hjá okkur á haustönn, ætlum að sjá til eftir áramót.

Minnum á að koma með regnföt og hlýja sokka og vettlinga fyrir börnin og endilega kíkið í þurrkskápinn í dag.

Foreldraviðtöl: Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur um ykkar barn hef ég ákveðið að bjóða uppá foreldraviðtöl á næstu vikum, endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga á því og við finnum tíma sem hentar ykkur.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica