Sími 441 5200

Dagbók

31. ágúst- 4. september

Kæru foreldrar,

Fyrsti ávaxta- og grænmetisdagur vetrarins var á þriðjudaginn  og börnin biðu spennt eftir ávaxtastundinni. Kári kom með tómata sem hann ræktaði heima hjá sér og vakti mikla aðdáun hjá börnunum J

Elísa Helga byrjaði á Hóli á þriðjudag. Við bjóðum Elísu Helgu velkomna á Hól J

Það hefur verið mikil útivera og við yfirleitt farið út tvisvar á dag, nema í gær í rigningunni, þá fórum við einu sinni en börnunum þótti gaman og voru að sulla í garðinum. Mörg tíndu rifsber til að Barbara gæti búið til rifsberjahlaup og voru mjög dugleg að tína.

Við komum til með að skipta börnunum í fjóra hópa, 2 eldri og 2 yngri sem koma til með að halda sér í leikvangi, smiðju, sundi og í hópastarfi. Þið fáið hópaskiptinguna senda í næstu viku og tímasetningu hvernær börnin eru í hvaða tímum.

Í næstu viku byrjar skipulagða starfið okkar. Allir hópar verða í smiðju á mánudögum og í leikvangi á fimmtudögum. Fimleikar fyrir börn fædd 2010 verða á þriðjudögum eftir hádegi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður elstu börnum leikskólans á tvær sýningar í haust og við ætlum að fara n.k. þriðjudag kl. 11 að sjá Maximús heimsækir hljómsveitina og á fimmtudaginn að sjá Ástarsögu úr fjöllunum. Við tökum strætó rúmlega 09:30 niður í Hörpu (Eldborg) svo það er gott að öll elstu börnin verði komin fyrir þann tíma svo þau missi ekki af þessum frábæru sýningum.

Endilega kíkið í þurrkskápinn þegar þið sækið í dag

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica