Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 29. júní- 3. júlí

Kæru foreldrar

Á mánudaginn fórum við í vettvangsferð, skiptum hópnum eldri/yngri. Eldri börnin fóru með strætó í heimsókn í leikskólann Baug og léku sér þar á leikvellinum góða stund. Við löbbuðum til baka og þau sáu margt á leiðinni sem gladdi augað, litla lóuunga og alls konar plöntur sem þau höfðu áhuga á að skoða. Yngri börnin fóru styttri ferð hér í kring.

Við höfum verið mjög mikið úti alla dagana enda veðrið mjög gott.

Í gær varð María Kristín 5 ára og bauð öllum uppá saltstangir. Hún bjó til kórónu og fékk að velja sér dúk, disk og glas í hádeginu. Við óskum Maríu Kristínu til hamingju með afmælið.

Í morgun kom Götuleikhúsið til okkar og sýndi skemmtilegt leikrit um prinsessu og prins, þetta var nútímauppfærsla og einhverskonar blanda af ýmsum ævintýrum. Börnunum þótti þetta skemmtileg sýning og sátu mjög prúð og fylgdust með.

Í dag er síðasti dagur Kristínar hér í Fífusölum. Við þökkum Kristínu innilega fyrir gott samstarf á undanförnum árum og vonum að hún hafi það sem allra best.

Næsta vika er síðasta vikan fyrir sumarfrí og viljum við enn og aftur minna ykkur á að leikskólinn lokar kl 13:00 föstudaginn 10. júlí. 

Náttúran og næruhverfið sjálfbærniverkefnið er komið á heimasíðuna, linkur er hér fyrir neðan.

https://kopfifusalir.eplica.is/media/skjol/sjalfbaerniverkefni.pdf

Gullkorn vikunnar:  Af hverju eru skúffurnar okkar í þessari röð? Nú af því að þær eru í Star Wars röð- af hverju eru þær í Star Wars röð? Geta þær ekki verið í Frozen röð…

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica