Sími 441 5200

Dagbók

22-26 júní 2015

Kæru foreldrar,

Allt hefur gengið vel í vikunni og börnin hafa verið mjög mikið úti í góða veðrinu.  Sumarhátíðin sl. miðvikudag heppnaðist mjög vel og  það var gaman að sjá hversu margir foreldrar gátu mætt, þökkum góða mætingu J

Í gær fóru eldri börnin í vettvangsferð með Gullu upp í útikennslustofu. Þar borðuðu þau nesti og léku sér í móunum góða stund eða klifruðu í trjánum.

Bestu kveðjur og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

Viljum minna á sumarlokuna frá kl. 13:00 föstudaginn 10. júlí- kl. 13:00 mánudaginn 10. ágúst.

Það er skipulagsdagur hjá okkur mánudaginn 24. ágúst og leikskólinn því lokaður. Þetta vefsvæði byggir á Eplica