Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 8-12 júní

Kæru foreldrar,

vikan hefur liðið fljótt og vel hjá okkur. Næsta mánudag koma ný börn til okkar á Hól.  Þau koma af Lindinni sem er mjög gott því þau þekkja þau  börn sem komu til okkar af Lind í fyrra. Þau hafa verið hjá okkur í aðlögun þessa viku og allt hefur gengið vel. Berglind starfsmaður verður hjá okkur á Hóli í sumar en hún var á Lind áður. Daníel Máni er líka sumarstarfsmaður hjá okkur.

Í gær var síðasti dagur Adríans Bergs hér í Fífusölum. Við þökkum Adrían Berg kærlega fyrir samveruna og óskum honum alls hins besta í nýja leikskólanum.

Í dag er síðasti dagur eldri barna hér í Fífusölum því þau mæta beint í dægradvöl Salaskóla á mánudagsmorgun.  Það verður að viðurkennast að þetta er skrýtin tilfinning, ekki síst fyrir þá kennara sem ekki fara með þeim í dægradvölina. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir samveruna og allar gjafirnar og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni og vonumst til að sjá þau sem oftast :) :).

Nú erum við búnar að hengja óskilamuni uppá snúru á ganginum þannig að það er auðveldara fyrir foreldra að sjá hvort eitthvað leynist þarna sem börnin eiga.

 Við þökkum fyrir frábær viðbrögð við könnuninni okkar. Viljum taka það fram að hún verður opin til mánudags (15. júní 2015) ef þeir sem eiga eftir að svara hafa áhuga á því að gera það. Slóðin á hana er hér er að neðan https://docs.google.com/forms/d/1SCIl4uPuRQJF8dYm-xK8fJZUCCnt9D4-ZDCyBV-rWbo/viewform?usp=send_form

bestu kveðjur og góða helgi

starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica