Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 26-29. maí

Kæru foreldrar,

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur þessa viku. Við höfum farið í ferðir á hverjum degi á sýningar sem eru á Ormadögum í Kópavogi. Börnin hafa skemmt sér vel þótt sumum hafi þótt sýningarnar misskemmtilegar. Á þriðjudag fórum við með yngri börnin í safnaðarheimilið Kópavogskirkju á Höfum gaman tónlistarstund: Tónlistarupplifun – hlustun, hreyfing og leikur í 30 mínútna fjörugum tónlistartíma fyrir 4-5 ára börn. Lögð var áhersla á hlustun, tónlist og hreyfingu. Börnin upplifðu tónlist í hreyfingu og leik og læra að þekkja á milli mismunandi tónlistar á skemmtilegan hátt. Í lok tímans er hlustað á rólega tónlist og farið í slökunarleik. Eftir það fórum við beint í bókasafnið á Ormadagskrá  þar sem börnin fengu fræðslu um orma á 1. hæð  og fóru svo upp á 3. hæð og hlustuðu á ormaævintýri í barnadeild Bókasafnsins. Sagan var um Lagarfljótsorminn og þau höfðu mjög gaman af.

Á miðvikudaginn fóru allir í Salinn að heyra og sjá söngtónleikana Ég sá sauð.

Kisa mín, Tengdamæðurnar, Æra-Tobbi, draugar og fleiri kynlegar verur lifna við á tónleikunum í líflegum flutningi Jóns Svavars Jósefssonar og Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur. Á sinn einstaka hátt kynna þau tónsmíðar Atla Heimis Sveinssonar, Karls Ottós Runólfssonar og Sigvalda Kaldalóns fyrir áheyrendum. Gömul og sígild lög í nýstárlegum fluningi.

Í gær fórum við aftur í Safnaðarheimilið ( allir) að hlusta á:  Íslensk þjóðlagatónlist er skemmtileg!                                       

Tökum þátt í gleðskap og kynnumst því hvað flutningur íslenskrar þjóðlagatónlistar getur veitt mikla gleði. Félagar úr þjóðlagahópi Tónlistarskóla Kópavogs munu leiða áheyrendur með söng og hljóðfæraleik, þar sem gestum Ormadaga gefst tækifæri á þátttöku m.a. í söng og leik. Gott er að rifja upp þjóðlögin Krummi svaf í klettargjá og Þorraþræl fyrir viðburðinn, auk hinna vinsælu laga; Maístjörnunnar og Kvæðisins um fuglana.              

 

Í morgun fórum við með eldri börnin í Tónlistarsafn Kópavogs á „…Dans Dans Dans”                                                    

Barnakór Kársnesskóra standa fyrir skemmtilegum og lifandi söng. Á efnisskránni má finna nýtt og gamalt dansandi lög en það er einmitt þema hátíðarinnar þetta árið. Þessi dagskrá er tengd sýningu Tónlistarsafnins um danstónlist á Íslandi.  Kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.

 

Anna Lilja er 6 ára í dag og bauð öllum uppá popp í tilefni dagsins. Við óskum Önnu Lilju innilega til hamingju með daginn. Hún býður svo öllum elstu börnunum uppá ís í kvöld því næstu nótt gista eldri börnin í leikskólanum og það hefur verið mikill spenningur hér í dag. Þau fara í ratleik kl. 17 og eftir hann fara þau að útbúa sína eigin pizzu. Eftir matinn hafa þau kósí stund og horfa á videó áður en þau fara að sofa. Foreldrar mæta svo hingað klukkan 9 í fyrramálið og borða morgunmat með börnunum áður en útskriftin hefst klukkan 10.

Af gefnu tilefni viljum við benda á að útskriftarbörnin mæta hingað í leikskólann aftur á mánudag. Þau fara í „sumarskólann í Salaskóla 15. júní.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica