Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 4- 8 maí

Kæru foreldrar

Veðrið er búið að vera gott þessa vikuna þótt það hafi verið pínu kalt. Börnunum þykir sérstaklega gaman að leika sér úti í sólinni ef þau klæða sig vel . Minnum á að tími flís- buxana og peysa er ennþá og gott  er að allir séu með hlý föt meðferðis.  Viljum biðja ykkur að bera sólarvörn á börnin áður en þau koma í leikskólann á morgnana.  

Á þriðjudagin var ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur í Fífusölum og það var svo mikið af ávöxtum/grænmeti að við héldum annan ávaxtadag á miðvikudag hjá okkur á Hóli J 

Sundið gekk mjög vel þrátt fyrir að það væru nokkuð stórir hópar sem fóru í vikunni.

Í gær, fimmtudag, héldum við heilsudaginn okkar hátíðlegan og byrjuðum á því að  flagga nýjum heilsufána  og syngja nokkur lög. Eftir það fórum við í vettvangsferð, það var nokkuð kalt en börnin höfðu mjög gaman af ferðinni.   Eftir hádegi var eldri gangur meðíþróttastöðvar. Þar var í boði langstökk, danspartý, listasmiðja, ganga með baunapoka á höfðinu, körfubolti, hlaupakeppni, hopp á dýnu og þrautabraut (hlaupa milli stanga). Börnin fengu svo öll stimpil á hendina fyrir þátttöku á hverri stöð og stóðu börnin sig frábærlega.   Börnin tóku öll þátt og höfðu gaman þrátt fyrir að það væri mjög kalt úti. Eftir íþróttastöðvarnar fóru börnin inn þar sem boðið var upp á heilsuboozt fyrir alla sem vildu.   

Nk. miðvikudag, 13. maí  lokar leikskólinn kl. 12  vegna námsferðar starfsmanna.  Mánudagurinn 18. maí  er skipulagsdagur og leikskólinn lokaður. Opnum aftur þriðjudaginn 19. maí.  

Að lokum  erum við svo með nokkrar ábendingar til ykkar kæru foreldrar: 

 - Nú fer að líða að sumarstarfinu og er þá alltaf eitthvað af skólafólki sem kemur til vinnu í leikskólanum yfir sumartímann.  Við viljum því biðja ykkur um, öryggisins vegna, að láta okkur alltaf vita ef einhver annar en foreldri kemur að sækja barnið ykkar. 

Ef það gleymist að láta vita munum við hringja í foreldri barnsins sem verið er að sækja til að fá staðfestingu. 

 - Við viljum enn og aftur minna ykkur kæru foreldrar á að virða vistunartíma barnanna. 

Skólatími nemenda.
Umsaminn skólatími tekur mið af komu- og brottfaratíma nemanda  í og úr skóla. Dæmi: Skólatími 8.30 – 15.30 miðast við að nemandi  komi ekki fyrr en kl. 08.30 og sé búinn að yfirgefa skólann kl.15.30.
Vinsamlegast virðið umsaminn skólatíma. 
                     
Börn sem eiga tíma frá 07:30 mæta í matsalinn.
 Börn sem eiga tíma frá kl. 8:00 mæta beint inn á deildar. Ef þið eruð mætt með börnin áður en deildar opna kl 8:00 þá vinsamlega bíðið eftir að starfsmaður komi og opni deildina eða að ykkur verði boðið í heimsókn á aðra deild.

 

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

·       

·        Þetta vefsvæði byggir á Eplica