Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 27-30 apríl

Kæru foreldrar,


 Það er búin að vera mikil útivera þessa dagana og börnin alsæl með að geta farið út í úlpu og strigaskóm.

Myndatakan (margauglýsta) var á miðvikudaginn og börnin mættu öll sæt og fín. Allt gekk vel og við látum vita þegar þið getið athugað með myndirnar hjá ljósmyndaranum. 

Á mánudag átti Aníta Karen 6 ára afmæli. Hún var aðstoðarmaður í matartímanum og eftir hádegið bauð hún öllum upp á popp og saltkringlur. Við óskum Anítu Karen innilega til hamingju með afmælið.

Elísabet sá um tímann í Leikvangi á mánudag þar sem Kolla var lasin en Kolla var svo komin aftur í gær. Á þriðjudag og fimmtudag var smiðja. Börnin voru að búa til bók og semja sögu. Að sögn Guðbjargar gekk þetta verkefni mjög vel og það urðu til margar sniðugar sögur.

Næsta vika:

Það verður ávaxta- og grænmetisdagur á þriðjudaginn.
Sund á miðvikudag og föstudag- læt ykkur vita síðar hverjir fara í hvorn tíma
Á þriðjudaginn fara eldri börnin út í dægradvöl Salaskóla í heimsókn (heimsókninni var frestað í síðustu viku)
Á fimmtudaginn er Heilsudagurinn okkar. Þá ætlum við kennarar og börn að gera okkur glaðan dag innan húss og utan (fer samt eftir veðri)

bestu kveðjur og góða helgi
starfsfólkið á Hóli


Þetta vefsvæði byggir á Eplica