Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 20-24. apríl

Sælir foreldrar og gleðilegt sumar, takk fyrir veturinn.

Það er búið að vera mikið fjör hérna í föstudagsvalinu í morgun, allir hressir eftir frídag í gær og skiptust á upplýsingum um sumargjafir.

Það voru tímar í Leikvangi og Smiðju á mánudag og þriðjudag. Á miðvikudag fórum við með eldri börnin í Hörpu að sjá Dimmalimm kóngsdóttur og Svanavatnið. Þau höfðu flestöll mjög gaman að sýningunum og hegðuðu sér vel. Við vorum beðin um að útbúa hjarta með kærleiksboðskap til að fara með og hengja á kærleikstré sem stendur fyrir framan Eldborgarsalinn. Heimir Snorri tók að sér að teikna hjarta, klippa það út og lita þannig að hann fékk heiðurinn af því að hengja hjartað á tréð.  Sinfóníuhljómsveitin býður á hverju ári elstu börnum leikskólanna og grunnskólabörnum á sýningar þannig að yngri börnin fara að ári á sýningu J Setjum inn myndir úr Hörpunni í næstu viku.

Næsta vika:

Það fer einn hópur í sund nk. miðvikudag svo er frí nk. föstudag (1.maí) sendi ykkur nánari upplýsingar um hópana.

Verðandi skólabörnum er boðið í  heimsókn í dægradvöl Salaskóla á þriðjudagsmorgun 28/4 kl. 10:00 – vona að allir verðir mætti 09:30.

Myndataka verður á miðvikudag 29/4: Gunnar ljósmyndari í Núpalind kemur og tekur hóp- og einstaklingsmyndir af börnunum sem þið hafið svo val um hvort þið viljið kaupa eða ekki.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica