Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 13-17. apríl

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið fljót að líða hjá okkur, veður verið með skásta móti og börnin hafa haft gaman af að leika sér úti. Því miður hafa ákveðin svæði í garðinum „vaðist“ upp þannig að brugðið var á það ráð að loka þessum hlutum með límbandi þangað til þetta lagast eitthvað.

Í morgun var val á eldri gangi við mikinn fögnuð barnanna og strax eftir hádegið fórum við með elstu börnin í kennslustund út í Salaskóla.  Þar settu kennararnir upp stöðvar þar sem börnin voru ákveðinn tíma á hverri stöð í mismunandi verkefnum. Þetta tókst vel og ekki annað að sjá en þau hafi haft mjög gaman að kennslustundinni. Það voru þó nokkur sem fannst þetta heldur stuttur tími og hefðu viljað vera lengur 

Leikvangur féll niður á mánudag en var í gær og tímar í smiðju voru á sínum stað, eins tímar hjá Gullu.

Á þriðjudag var dótadagur sem var mjög spennandi og börnin skiptust á að leika sér að því sem þau komu með. Að gefnu tilefni langar okkur þó að minna á að börnin komi ekki með dót í leikskólann almennt.

Yngri börnin fóru í vettvangsferð á fimmtudag og skemmtu sér mjög vel.  Á miðvikudagsmorgun var hópastarf hjá elstu börnunum og þau voru öll mjög dugleg og áhugasöm.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica