Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 7-10. apríl

Kæru foreldrar,


Börnin komu glöð og ánægð úr páskafríinu og skiptust á að segja hvert öðru hvað þau gerðu í fríinu og einhverjir hittust óvænt  t.d. á skíðum :)

Í gær fórum við með yngri börnin í gönguferð í leikskólann Baug, þau voru ótrúlega dugleg að labba og fannst gaman- börnin léku sér á leikskólalóðinni þar góða stund og svo tókum við strætó til baka.

Föstudagsvalið er á sínum stað í dag, alltaf jafn vinsælt og núna kl. 11 ætlum við að hafa Gaman Saman fyrir alla á eldri gangi. 


N.k. þriðjudag, 14. apríl verður dótadagur í Fífusölum.Hvert barn má koma með einn hlut að heiman, það væri mjög gott ef það heyrðist ekki mikið í því :) 

Takk fyrir vikuna og góða helgi
Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica