Sími 441 5200

Dagbók

1. apríl 

Kæru foreldrar

Þetta var stutt en notaleg og skemmtileg vika hjá okkur,

Við höfum farið út tvisvar á dag þessa daga enda mjög fallegt og gott veður. Í gær og á mánudag voru tímar í Leikvangi og smiðju og eins fóru eldri börnin í fimleika í gær. 

Í dag var gulleggjaleit eftir hádegi. Börnin áttu að finna gula steina sem búið var að fela um skólalóðina og tóku allir þátt. Sumir fundu fleiri steina en aðrir en það höfðu allir mjög gaman að þessu.

Hvetjum ykkur til að skrá ykkur í foreldraviðtöl (þeir sem eiga það eftir). 

Við minnum á að það er ávaxta- og grænmetisdagur þriðjudaginn 7. apríl. 

Takk fyrir vikuna 

Gleðilega páska og hafið það gott í fríinu :) 

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica