Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 23-27. mars 2015

Kæru foreldrar

Dagarnir þjóta áfram hjá okkur og börnin bíða spennt eftir páskunum. Þau föndruðu páskaunga sem þau fara með heim í dag og eru alsæl með ungana sína sem þau gerðu alveg sjálf.

Við höfum heilmikið verið úti í vikunni. Á mánudaginn fórum við í smá gönguferð með Hlíðarbörnum, það er mjög sniðugt að blanda þeim svona til að þau kynnist betur J Það voru tímar fyrir alla bæði í Leikvangi og í Smiðju og málörvunartíma fyrir þá sem eru hjá Gullu.

Á miðvikudaginn komu tveir félagar í  Félagi íslenskra harmonikkuunnenda og spiluðu nokkur lög fyrir börnin. Börnin höfðu gaman af því að hlusta á harmonikkurnar og sungu með og sum dönsuðu líka J

Á miðvikudag byrjaði nýr afleysingastarfsmaður hjá okkur sem heitir Árni.  Hann hefur verið hjá okkur á Hóli síðustu daga og börnin alsæl með hann. Geri ráð fyrir að hann flakki á milli deilda og verði þar sem vantar hverju sinni.

Það eru nýjar myndir á flickr síðunni okkar - endilega kíkið á þær.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

 

nmálÞetta vefsvæði byggir á Eplica