Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 16-20. mars 2015

Kæru foreldrar

Nú er litavikan okkar senn á enda. Börnin hafa flest passað uppá að mæta í "réttum" lit m.v. litaþema dagsins. Það var mikið stuð á regnbogaballinu okkar áðan og nú er opið flæði milli allra deilda. Það fengu allir að kíkja út í morgun  (með sérstökum gleraugum) á sólmyrkvann og þetta var þvílík spenna :).  Erum líka með kveikt á ruv.is til að fylgjast vel með. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í vikunni. Sundið gekk vel sl. miðvikudag og svo fer annar hópur í dag. Eldri börnin fóru í Hörpuna sl. miðvikudag ásamt 11 strákum af Hlíð, að sjá Maximús. Þau höfðu öll gaman af og voru ótrúlega stillt og góð- til mikillar fyrirmyndar.  Öll börnin fóru í Smiðju og Leikvang. Nú fer að styttast í páska og við byrjuð á páskaföndri :).

Gullkorn vikunnar: nemandi: ég hef ofnæmi fyrir skorpu og má ekki borða!
 kennari: nú, við verðum að muna eftir að ræða það við foreldra þína!!
 nemandi: nei, bara grín- skorpa er uppáhaldsmaturinn minn :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi
Ragnheiður, Sigrún, Kristín og Sara


Þetta vefsvæði byggir á Eplica