Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 9-13. 2015

Kæru foreldrar,


Það var nóg að gera hjá okkur í vikunni :) Á mánudag var hópastarf hjá yngri hópnum okkar en Leikvangur hjá eldri. Smiðjan féll því miður niður á þriðjudag vegna veikinda. Á miðvikudag fórum við út í Salaskóla með eldri börnin. Til stóð að fara í söngstund en því var frestað en í staðinn léku börnin sér í dægradvölinni, en það átti að vera í apríl- Söngstundin verður því í apríl í staðinn. Allir skemmtu sér vel í dægradvölinni og börnin farin að hlakka til að vera þar í sumarskólanum. Á fimmtudag var mjög gaman að leika úti annaðhvort að búa til snjókarla eða fara í snjóstríð :).  Eldri börnin fóru í Smiðju fyrir hádegi og yngri börnin í leikvang eftir hádegi. í gærmorgun var svo val fyrir alla á eldri gangi. 

Í næstu viku þurfum við aðeins að breyta sundhópnum þar sem það var skipulagsdagur eftir hádegi í gær og eins eru eldri börnin að fara í ferð næsta miðvikudag.  Þau eru að fara á sýninguna  Maximús í Hörpu kl 11 (í boði Sinfó) og við verðum líklega ekki komin til baka tímanlega fyrir sundtímann.  Bið alla að vera komnir fyrir kl. 09:30 (með eldri) í leikskólann þar sem við þurfum að taka strætó tímanlega. Þetta er einungis í boði fyrir elstu börn leikskólanna þannig að hinir fara næsta ár :)
Sundhópar í næstu viku: Miðvikudagur
Hulda Henný
Ísabella Embla
Kári
Emma
Viktor Örn

Föstudagur:
Adrían Berg
Aníta Karen
Anna Lilja
Ásdís Erica
Bjarni

Það verður litavika í næstu viku  og væri mjög gaman að sjá  börnin mæta í fötum tengdum litaþema hvers dags. Á föstudaginn verður svo regnbogaball hjá okkur kl. 09:30 :)

Mánudagur: Gulur  

 Þriðjudagur: Rauður

  Miðvikudagur: Grænn

  Fimmtudagur: Blár 

  Föstudagur: marglitt


Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica