Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 2-6 mars 2015

Kæru foreldrar,

Í morgun fóru öll börn í val þar sem ekki viðrar vel til útiveru, þau höfðu úr nógu að velja og skemmtu sér vel.

Sl. sunnudag varð Rakel Ósk 6 ára og hélt uppá afmælið sitt hér í leikskólanum á síðasta föstudag og Reynir Máni verður 6 ára 11. mars en heldur uppá afmælið sitt í dag í leikskólanum. Við óskum þeim báðum til hamingju með afmælið

Börnin fóru öll í tíma í smiðju og leikvangi í vikunni og í tíma til Gullu þau sem eru hjá henni. Þau hafa líka verið dugleg að leika úti í alls kyns leikjum.

Ef þið viljið að börnin taki þátt í nefkoksrannsókninni sem ég sendi ykkur uppl. um í gær, endilega takið eyðublað á deildinni til að fylla út (nóg að skila á mánudag).

Í dag setjum við "óskilaföt" á borð á ganginum, bið ykkur að athuga hvort ekki leynist eitthvað sem ykkar barn á.

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica