Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 23-27 febrúar 2015

 

Kæru foreldrar,

Í morgun fórum við með elstu börnunum á Hóli, Hlíð og einnig elstu börnunum frá leikskólanum Rjúpnahæð  út á Salaskólalóð til að hitta fyrstu bekkinga.  Það voru fagnaðarfundir eins og alltaf þegar þau hittast og voru þau í góðum leik í rúman klukkutíma.

Yngri hópurinn hjá okkur fór í val ásamt jafnöldrum sínum af Hæðinni og þau voru svo í útiveru eftir hádegi. Það voru tímar hjá öllum í smiðju og leikvangi á þriðjudag og fimmtudag og á miðvikudaginn fóru elstu stelpurnar í hópastarf (skólahóp).

Minni á ávaxta- og grænmetisdag á þriðjudaginn í næstu viku.

Áframsendi hérna póst frá grunnskóladeild Menntasviðs Kópavogs:

Hinir árlegu innritunardagar 6 ára barna í grunnskólana verða dagana 2. og 3. mars n.k. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Bestu kveðjur

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica