Sími 441 5200

Dagbók

28. sept

Kæru foreldrar,

Vikan hefur þotið áfram hjá okkur og var með svipuðu sniði og venjulega J

Á mánudaginn voru allir inni fyrir hádegi á mismunandi stöðvum. Það fóru þrír rímhópar til Jónínu og eftir matinn var smiðja og þau máluðu eitt stórt sameiginlegt verkefni. Fórum út eftir kaffitímann.

Á þriðjudaginn vorum við inni fyrir hádegi, það fóru hópar til Jónínu og fórum svo út að leika eftir matinn

Á miðvikudaginn löbbuðum við stóran hring í hverfinu. Byrjuðum á því að stoppa á Salaskólalóðinni þar sem margir hittu systkini sín eða frændur/frænkur. Þau voru líka mjög spennt fyrir aparólunni en það voru ekki allir sem gátu prufað því að það voru svo margir úti í frímínútum og ekki æskilegt að vera þar á þeim tíma með svona stóran hóp. Komum við á minni róluvöllum í staðinn. Eftir matinn vorum við inni í föndri og ýmsum leikjum. Börnin hjálpuðust að við að búa til haustkrans á hurðina okkar. Á hann límdu þau laufblöð og ber sem þau höfðu tínt. Þau voru mjög ánægð með kransinn. Eftir kaffið sameinuðumst við Hlíð og Hæð og gátu þau sem vildu farið út að leika, hlustað á sögu eða leikið.

Á fimmtudaginn vorum við inni fyrir hádegi að leika. Það voru tímar hjá Jónínu og svo var leikvangur hjá Kollu. Þar byrjuðu þau á eltingaleik til að hita upp fyrir þrautabraut sem búið var að setja upp. Allir fóru út eftir hádegið og eftir kaffi var frjálst flæði á ganginum/Hæð og Hlíð ásamt öllum sem eru þar.

Í dag föstudag vorum við inni að leika fyrir hádegi. Rakel Anna hélt uppá afmælið sitt en hún verður 5 ára á morgun. Hún kom með jarðarber og saltstangir og bauð öllum. Fimleikarnir voru á sínum stað eftir hádegi og Steinunn María var mjög glöð að sjá systur sína koma ásamt fleirum að sækja hópinn en hún er aðstoðaþjálfari í Gerplu.

Við viljum enn og aftur biðja ykkur að virða vistunartíma barnanna. Leikskólinn lokar kl 16:30. Minnum líka á að passa hliðið og bæta fötum í aukafataboxin ef vantar. Það þarf líka að kíkja í þurrkskápinn, þar er eitthvað af óskila sokkum ofl.Þetta vefsvæði byggir á Eplica