Sími 441 5200

Dagbók

14. september

Kæru foreldrar,

Á mánudaginn fórum við út að leika fyrir hádegi. Það voru rímhópar hjá Jónínu og eftir matinn var smiðja

Á þriðjudaginn löbbuðum við, já eða hlupum eiginlega á Lindasafnið að hlusta á sögu, tókum strætó til baka við mikinn fögnuð eins og venjulega. Vorum úti eftir hádegið og í lok dags

Á miðvikudaginn fór hinn helmingur barnanna á bókasafnið í Hamraborg. Vorum úti eftir hádegið.

Í gær var leikvangur hjá öllum og svo kom Slökkviliðið kl. 13. Þeir báðu börnin að athuga bæði heima og í leikskólanum nokkra hluti og þau tóku hlutverk sitt mjög alvarlega. Þau horfðu á mynd um Loga og Glóð og í vetur fara þau í vesti og labba um skólann og athuga hvort hlutirnir séu í lagi

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica