Sími 441 5200

Fréttir

Vistunartími leikskólabarnanna - 10.9.2017

Sælir kæru foreldrar 

af gefnu tilefni VERÐIРþið að virða vistunartíma barnanna ykkar.

Hér eru því miður alltof margir að koma 5 til 25 mín of seint að sækja börnin sín.

Það  er engan veginn ásættanlegt vegna þess að það varðar öryggi barnanna ykkar.


Starfsfólki er raðað niður eftir vistunartíma barnanna og eins og þið vitið erum við líka fáliðuð.


Með von um gott samstarf

Erla Stefanía leikskólastjóri

Lesa meira

Sumarhátið og Heilsudagur 2017 - 17.8.2017

Leikskólinn í samvinnu við foreldrafélagið var með sumarhátið / Heilsudag í júní. Veðrið lék við okkur og virtust allir skemmta sér vel. Boðið var upp á hinar ýmsu stöðvar bæði inní leikskólanum sem og á leikskólalóðinni. Hér er að finna stutt myndband af gleðinni, endilega kíkið á það 

https://youtu.be/xLujIY0JUWs

Lesa meira

Hnetulaus Leikskóli - 7.8.2017


Frá og með 1. ágúst er Heilsuleikskólinn Fífusalir HNETULAUS

Í leikskólanum er barn með hnetuofnæmi og mikilvægt er að börn leikskólans komi ekki með neitt inn í leikskólann sem inniheldur hnetur sem og jarðhnetuolíu. 
Lesa meira