Sími 441 5200

Atburðir

Fyrirsagnalisti

Bangsadagur 27.10.2017

í tilefni Alþjóðlega bangsadagsins ætlum við að bjóða böngsum í heimsókn til okkar. Börnin mega koma með bangsann sinn í leikskólann og njóta dagsins með honum. Enn og aftur minnum við á mikilvægi þess að merkja bangsana og fylgihluti þeirra vel. 

Lesa meira
 

Ávaxta og/eða grænmetisdagur 8.11.2017

Á þessum dögum mega börnin koma með ávöxt að heiman og gefa vinum sínum með sér. Rætt er um lit, lögun og bragð ávaxtanna og þau njóta þess að gefa með sér og smakka nýja ávexti.

Lesa meira
 

Afmæli leikskólans 16.11.2017

Í tilefni af 16. ára afmæli leikskólans verður ætlum við að gera okkur dagamun. Það verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Lesa meira
 

Piparkökubakstur 27.11.2017 - 29.11.2017

Jólaundirbúningur er hafinn í leikskólanum og í þessari viku ætlum við að baka piparkökur saman ásamt því sem við hlustum á falleg jólalög.

Hápunktur vikunnar verður þó þegar leikskólabörnin ætla að bjóða foreldrum og jafnvel systkinum að koma og gæða sér á piparkökum og heitu súkkulaði með rjóma :)
Lesa meira