Lækur

Lækur er í Gljúfri og er gegnt innganginum þeim megin.

Beinn síminn inn á Læk er 441-5212

Litur Lækjar er rauður og er hann vinadeild Hlíðar.

Á Læk eru 12 börn, 10 fædd árið 2021 og 2 fædd árið 2022

 

Starfsfólkið á Læk

 

Ása Lind - Háskólamenntaður starfsmaður. Deildastjóri: asalind@kopavogur.is

Sara - Leiðbeinandi

Stefanía Arna - Leiðbeinandi

Aniela - Háskólamenntaður starfsmaður 


Vikan 16.-20.janúar 2023

Heil og sæl kæru foreldrar

Deildin okkar hefur verið frekar tómleg þessa vikuna vegna veikinda hjá krílunum okkar. Vonum að allir séu að ná sér eftir veikindin og komi hressir og kátir eftir helgi. Hápunktur vikunnar var dagurinn í dag, börnin settu á sig víkingahjálmana og mættu í Gaman saman þar sem við sungum nokkur Þorralög eins og Ó hangikjöt, Nú er frost á fróni og fleiri lög. Síðan var boðið upp á þorramat í hádeginu. Allir borðuð mjög vel og sumum fannst hákarlinn mjög góður og fengu sér aftur. Í vikunni lékum við okkur með Playmo, Lego, Blockaroo segulkubba og fleira skemmtilegt. Æfðum okkar að klippa, teikna og púsla og enduðum svo vikuna á dansi.

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Ss,  í næstu viku er svo málhljóðið Oo

Blæstund: knúsuðum Blæ, æfðum okkur í því sama og í síðustu viku. Tökum svo fyrir nýtt efni í næstu viku.

Fóru í leikvang á fimmtudaginn þar sem þau æfðu sig að ganga upp halla, hoppa og klifra.

Í smiðjutímanum kláruðu þau víkingahjálmana sem þau byrjuðu á í síðustu viku.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Starfsfólkið á Læk


Vikurnar 3.-13.janúar 2023

Heil og sæl kæru foreldrar

Nýtt ár fer vel af stað, börnin mættu hress og kát eftir hátíðarnar og sum eftir langt frí. Í síðustu viku kvöddum við jólin með öllum hinum börnunum á leikskólanum. Við komum saman inn í matsal þar sem við sungum nokkur jólalög og síðan voru ljósin á jólatrénu slökkt. Við héldum líka upp á fyrsta afmælið á deildinni í síðustu viku og í dag áttum við svo annað afmælisbarn. Haldið var upp á það með því að sitja saman í samveruhorninu okkar, afmælissöngurinn sunginn og síðan buðu afmælisbörnin upp á ávexti og ber. Við óskum afmælisbörnunum okkar hjartanlega til hamingju með afmælið 😊  Í þessari viku byrjaði svo skipulagt starf þar sem farið var í Lubbastund, Blæstund, leikvang og hópstarf. Við höfum nánast ekkert farið út í margar viku, aðeins þau elstu á deildinni hafa aðeins kíkt út í smá tíma einn og einn morgunn. Vonandi fer aðeins að hlýna og minnka snjórinn svo þau geti gengið um garðinn og leikið sér.

Lubbastund: málhljóð vikunnar er Ss,  í næstu viku er svo málhljóðið Ii

Blæstund: knúsuðum Blæ, æfðum okkur að gera og segja STOPP, hlustuðum á stopp lagið og fleiri lög.

Hópastarf: í þessari viku héldum við áfram að klappa nafnið okkar í atkvæði, segja hvað við heitum, fara yfir Bínu reglurnar, lesa bók og skoða litina.

Leikvangur: þau elska að fara til Hinriks að hoppa, príla, skríða gegnum göng og fleira.

Smiðja: Sara fór með börnin í smiðju í þessari viku og byrjuðu þau á víkingahjálmunum sínum sem þau svo klára í næsta smiðjutíma.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Starfsfólkið á Læk


Vikan 12.-16. desember 2022

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Vikan hefur verið róleg og notaleg, við lögðum lokahönd á allt jólaskraut og pakkarnir til foreldra fóru heim á fimmtudaginn. Við hlustuðum mikið á jólalög, sungum og dönsuðum og höfðum það virkilega gaman. Það er búið að vera mjög kalt í vikunni og fórum við því ekkert út, vonum að það fari aðeins að hlýna og vonandi fer smá snjór að láta sjá sig svo við getum farið út og rannsakað hann aðeins.

Á miðvikudaginn voru litlu jólin hjá okkur og voru allir svo flottir og fínir. Yngri gangur hélt litlu jólin saman og dönsuðu allir í kringum jólatréð. Stúfur kom svo í heimsókn til okkar og dansaði aðeins með okkur, við misgóðar undirtektir. Sum börnin urðu pínu hrædd og þá var gott að komast í fangið og finna öryggið þar. Þegar við vorum búin að dansa með Stúf fórum við inn á deild og settumst í samveruhornið okkar. Stúfur kom svo til okkar og færði okkur gjafir, hann var ekki eins ógnvekjandi þá og tóku allir spenntir á móti sinni gjöf.  Í hádeginu borðuðum við hátíðarmat á langborði inn á deild sem búið var að leggja dúk á og gera huggulegt. Skemmtilegur dagur þar sem allir nutu sín í botn.

Á fimmtudaginn fóru þau í leikvang til Hinriks sem eins og alltaf er mikið stuð.

Í dag föstudag var síðasta aðventu Gaman saman, öll erindin í aðventulaginu voru sungin og kveikt var á síðasta kertinu, og síðan sungum við fleiri jólalög. 

 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Sara, Sóley, Ágústa og Sharifa


Vikan 5.-9. desember 2022

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Góð vika senn á enda, það smá fjölgar í barnahópnum eftir töluverð veikindi síðustu vikurnar. Ekkert var bloggað í síðustu viku vegna veikinda og verður því stiklað á stóru hér hvað gert var. Vikan byrjaði á jólaleikriti í boði foreldrafélagsins sem vakti almennt mikla lukku hjá börnunum í leikskólanum, Lækjarbörnin voru þó sum pínu smeyk og vildu fara inn á deild. Við héldum áfram að vinna í jólagjöfum og ýmsu því tengdu ásamt því að klára jólatrésskrautið.  Í samveru sungum við nokkur jólalög eins og  „Í kofanum stóð kofi einn“ og „Adam átti syni sjö“.

Í þessari viku hengdu börnin upp jólaskrautið sem þau kláruðu í síðustu viku. Jólatréð inn í matsal vakti mikla lukku og þeim fannst æði að fá að setja skrautið sitt á það. Í smiðju á þriðjudaginn máluðu þau sitt eigið jólatré og ætla svo að skreyta það í næstu viku.  

Hópastarf var með hefðbundnu sniði, klappa nafnið okkar í atkvæði, spila smá, lesa, skoða litina og telja.

Í samveru erum við að syngja jólalög og svo koma þau líka með óskir um lög sem þau vilja syngja og er Apalagið og Litalagið enn ofarlega á vinsældarlistanum ásamt Nammilaginu.

Málhljóð vikunnar er Gg og sungum við lagið um hanann og hænuna. Frá deginum í dag fer Lubbi í jólafrí og því ekki fleiri málhljóð fyrr en á nýju ári.

Það er búið að vera frekar kalt í vikunni og því hefur farið lítið fyrir útiveru.


Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Sara, Sóley, Ágústa og Sharifa.


Vikan 21.- 25. nóvember 2022

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Við viljum byrja á því að þakka þeim sem komust í piparkökukaffið í gær,  því miður eru ansi mörg börn búin að vera veik í vikunni eða í fríi og því vantaði þó nokkuð marga af þeim sökum.  Börnin glöddust mjög að geta boðið foreldrum upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem þau gerðu sjálf á miðvikudaginn.  

Hópastarfið var á sínum stað á mánudaginn þar sem þau voru að kubba, telja og lita. Í samveru hlustuðum við síðan á öll lubbalögin sem við erum búin að læra og æfðum okkur á lagi vikunnar, en málhljóðið að þessu sinni var Uu.

Smiðja var á sínum stað á þriðjudaginn, þá máluðu þau jólamynd. Á miðvikudaginn bökuðu þau piparkökur fyrir hádegi sem þeim fannst mjög gaman, hlustuðum á jólalög og áttum notalega stund. Leikvangur var á sínum stað á fimmtudaginn auk þess sem við skreyttum jólatrésskrautið sem við gerðum í síðustu viku með glimmeri.

Í morgun var svo fyrsta aðventu gaman saman hjá okkur, en þá komu öll börnin í leikskólanum saman á yngri gangi og sungu fyrsta erindið í laginu Við kveikjum einu kerti á, auk þess sem við sungum fleiri jólalög og önnur lög sem þau völdu sjálf.  

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Kveðja starfsfólkið á Læk


Vikan 14-18.nóvember 2022

Heil og sæl kæru foreldrar 😊


Skemmtileg vika að baki, erum búin að hafa það virkilega gaman. Í hópastarfi á mánudag var unnið með marglitar kúlur sem þau þræddu á pinna, þau lituðu, flokkuðu dýr eftir litum og fleira skemmtilegt. Rauði hópur fór í stutta vettvangsferð sem gekk vel.

Á þriðjudaginn fórum við í smiðju þar sem þau bjuggu til jólatrésskraut sem þau munu hengja á jólatréð sem verður sett upp inn í matsal.

Miðvikudagurinn var stuðdagur, en þá var afmæli leikskólans og Lubba. Þau byrjuðu á að hitta öll hin börnin á leikskólanum í matsalnum þar sem þau sungu saman nokkur lög. Síðan var boðið uppá flæði á yngri gangi, en þá gátu börnin farið inn á Lind og Laut líka. Við á Læk vorum með danspartý fyrir þau sem vildu og var það vel sótt, hver hefur ekki gaman af því að dansa 😉 Í hádeginu fengu þau svo pizzu og í kaffinu smá kökubita. Fórum ekkert út þennan dag þar sem það rigndi hressilega eftir hádegi. Það var svo skipulagsdagur á fimmtudaginn og því enginn leikskóli þá.

Í dag föstudag kom Blær bangsi til okkar frá útlöndum, öll börnin tóku vel á móti sínum bangsa, þau knúsuðu hann vel og innilega og síðan fór hann í húsið sitt sem þau bjuggu til í síðustu viku. Það var gaman að fá pakka í leikskólann og við fengum líka bréf. Á næstu vikum ætlum við að kynnast Blæ betur og vera dugleg að knúsa hann og læra af honum.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris, Sóley og Anna María


Vikan 7-11.nóvember 2022

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Frábær vika senn á enda, á þriðjudaginn var „vináttudagurinn“ (dagur eineltis).  Þá komu unglingar úr Salaskóla í heimsókn til okkar. Nokkrir komu með okkur í listasmiðju meðan aðrir voru inn á deild að leika við hina hópana sem voru búnir að fara, síðan buðum við þeim að vera með okkur í samveru þar sem við kenndum þeim apalagið. Heimsóknin setti skemmtilegan brag á daginn.  Í smiðju máluðu þau hús sem er hugsað fyrir Blæ sem við ætlum að kynna til leiks í næstu viku.

Hópastarf gekk vel í vikunni, á mánudaginn fóru rauði og guli hópur í vettvangsferð með 2021 börnum af Laut og er þetta fyrsta skrefið í að leyfa þeim að kynnast utan deildarinnar. Ferðin gekk vel, við gengum að Salalaug og kíktum á gluggana þar sem innilaugin er og komumst að því að það var enginn í sundi. Á leiðinni til baka sáum við fullt af gæsum á fótboltavellinum sem var alveg tilvalið að skoða aðeins betur. Það gekk mikið á þegar allur fuglahópurinn flaug svo af stað. Á leiðinni til baka hlupum við fram og til baka á hlaupabrautinni við Ærslabelginn. Grænn og blár hópur fóru í könnunarleikinn, tóku Lubbastund, lásu bók og fleira skemmtilegt. Á miðvikudaginn snérist þetta svo við nema hvað græni og blái hópur fóru ekki í vettvangsferð en léku saman úti og gulur og rauður voru inni í könnunarleik og borðvinnu.

Leikvangur var á sínum stað á fimmtudaginn, þau eru svo dugleg að klifra í rimlunum, hoppa á trampólíninu og leika sér þarna inni og öll sem eitt skemmtu sér frábærlega.

Í samveru á mánudaginn fórum við í Lubbastund en málhljóð vikunnar var Hh og sungum við um hestana Skjónu og Blesa, í næstu viku er málhljóð vikunnar Ee.

Nýjustu lögin í samveru eru Nammilagið og Bangsi lúrir ( þá leggjumst við á gólfið, syngjum lagið og síðan þykjumst við hrjóta smá stund og síðan bjóðum við góðan daginn og allir setjast upp.)

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris, Sóley og Anna María


Vikan 31.okt.-4.nóv.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Góð vika senn á enda, uglutréð okkar er næstum því tilbúið, það vantar enn nokkrar uglur. Lestrarátak Lubba gengur vel,  nokkur bein komin á vegginn okkar góða, gaman að sjá hvað þið foreldrar eruð dugleg að lesa fyrir börnin ykkar. Í leikskólanum lesum við líka mikið, við lesum yfirleitt alltaf í ávaxtastund en líka í hópastarfi og bara þegar við viljum. Flest börnin setjast í kringum mann þegar maður tekur sér bók í hönd og sest á gólfið, þannig að áhugann vantar ekki.  Eins elska þau að syngja, við syngjum ekki bara í samveru við syngjum oft á dag uppáhalds lögin okkar sem eru núna Litalagið og Uglulagið. Í gaman saman í dag lærðu þau að syngja Nammilagið og það fór ekki milli mála að þeim fannst það mjög skemmtilegt svo við bætum því örugglega við lagalistann okkar.

Tíminn í leikvang var á sínum stað í gær og var mjög gaman.

Í smiðju byrjuðum við á jólagjöfunum þannig að ekki verður upplýst um verkefni vikunnar að þessu sinni.

Hópastarfið í vikunni var hefðbundið Rauði hópur fór í vettvangsferð á mánudaginn og lá leiðin á Hvammsvöll. Þeim fannst mjög gaman að prófa leiktækin sem þar er að finna. Hinir hóparnir fóru í könnunarleikinn, borðvinnu og frjálsan leik. Í hópastarfi á miðvikudaginn þá fóru grænn og blár hópur út að leika. Meðan gulur og rauður fóru í borðvinnu og í könnunarleikinn.  Framvegis ætla guli og rauði hópur að fara saman út á mánudögum og ætlum við smá saman að fjölga vettvangsferðum. Grænn og blár fara út á miðvikudögum þau eru ekki alveg tilbúin að fara í vettvangsferðir enn, en það  styttist í það.

Við vorum með Lubbastund í samveru á mánudaginn þá skoðuðum við bókina, knúsuðum Lubba og sungum saman lag vikunnar. Málhljóð vikunnar var Jj og sungum við um jeppann sem missti eitt dekkið.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris, Sóley og Anna María


Vikan 23.-28.október.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Skemmtileg vika senn á enda, við erum að vinna í að gera stórt uglutré inná deild hjá okkur sem vonandi verður komið upp á vegg í lok næstu viku. Öll börnin gera uglu sem þau síðan finna stað fyrir á trénu góða. Að föndra og mála er svo skemmtilegt og þau svo áhugasöm. Bangsa- og náttfatadagurinn setti skemmtilegan blæ á vikuna, allir mættu í náttfötum og með bangsa og nutu sín vel. Fórum svo með bangsana í Gaman saman þar sem við sungum afmælislagið fyrir Blæ bangsa.

Leikvangur: allur hópurinn fór saman í leikvang í gær, mjög gaman að hlaupa, klifra og skríða.

Hópastarf: höldum áfram með útinám, könnunarleikinn, klappa nafnið okkar í atkvæði, spila, lesa og margt fleira. Vinnum mikið með tölur og liti en einnig erum við að vinna með líkamann okkar, við bendum á augu, eyru, maga og fleiri staði á líkamanum.

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Vv,  og sungum við lagið um vindinn. Í næstu viku er málhljóð vikunnar Jj.

Samverustund: Erum að syngja sömu lög og áður, syngjum daglega Litalagið og Kalli könguló.

Lestur: í vikunni höfum verið að lesa söguna „Öll í hóp á einum sóp“ eftir Juliu Donaldson og byrjuðum á bók eftir sama höfund um risa sem gaf nýju fötin sín. Við munum lesa enn meira á næstunni því framundan er Lestrarátak Lubba.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris, Sóley og Anna María


Vikan 17.-21.október.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Mjög góð vika senn á enda, aðeins betri mæting hjá krílunum okkar í þessari viku 😊 Þessi vika var mjög hefðbundin, leika, púsla, leira, lesa bækur, lita og margt fleira.

Smiðja: Sara fór með börnin í smiðju á þriðjudaginn og gerðu þau skemmtilega handamynd.

Leikvangur: í gær fóru börnin í leikvang til Hinriks þar sem þau gerðu ýmsar æfingar.

Hópastarf: með svipuðu sniði og áður. Rauði hópur fór út eftir smá borðvinnu bæði á mánudag og miðvikudag, gáfum okkur góðan tíma í fataherberginu til að æfa okkur að gera sjálf. Hinir hóparnir voru inni að leira, í könnunarleik og fleira skemmtilegt.

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Úú, við sungum lagið um  Úllu sem hrópar ú,ú ú og ugluna sem segir ú-hú-hú. Í næstu viku er málhljóð vikunnar Vv.

Samverustund: Í þessari viku sungum við „Litalagið“, „Ding dong sagði grænn lítill froskur“, „Það er krókódíll í lyftunni“og að sjálfsögðu er alltaf beðið um „Apalagið“ og „Tombai“.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris og Sóley


Vikan 10.-14.október.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Góð vika senn á enda, listsköpun hefur átt frekar stóran sess í starfi vikunnar. Við sulluðum með málningu og vatn í litlu bökkunum sem við erum með inn á deild, síðan gerðum við haustverkefni þar sem við límdum laufblöð sem við fundum úti um daginn á blað. Við prófuðum að mála með fingramálningu sem er alltaf skemmtilegt. Gaman að skoða hendurnar þegar þær eru allar útataðar í málningu.

Smiðja féll niður í vikunni.

Leikvangur féll líka niður hjá Hinrik en Íris og Dísa fóru með hópana í staðinn. Að venju skemmta sér allir vel í leikvang.

Hópastarfið er í grunninn alltaf svipað, förum yfir Bínu bálreiðu reglurnar, lesum í bókinni um Bínu, skoðum myndir af Bínu æfa sig. Lubbastund tekin, klöppum nafnið okkar í atkvæði, skoðum liti og teljum. Á miðvikudaginn léku græni og blái hópur auk þess með numicon og fóru í könnunarleikinn meðan guli og rauði fór í vettvangsferð. Ferðinni var heitið á leiksvæðið fyrir neðan Björtusali. Leiktækin þar henta ekki fyrir þennan aldur en þau nutu þess að fara upp og niður hólana sem þar eru. Það þarf ekki alltaf flott leiktæki til að skemmta sér því þau hlógu og skríktu meðan þau veltust um í brekkunni, dásamleg stund. 😊  Í dag föstudag slepptum við hefðbundnu hópastarfi en ákváðum þess í stað að hafa sulludag inni, gaman að brjóta upp föstudagana og gera eitthvað sem við gerum sjaldan. Allir nutu þess í botn að sulla í sullukarinu, hver elskar ekki að sulla aðeins. Gaman saman var svo á sínum stað rétt fyrir hádegismatinn.  

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Íí-Ýý, við sungum lagið um  Írisi sem skemmtir sér við að kalla í-í-í, meðan Ívar botnar ekkert í þessu. Í næstu viku er málhljóð vikunnar Úú.

Samverustund: Ný lög sem við æfðum fyrir gaman saman eru: „Hesturinn minn“, „Hreyfum litla fingur..“ og Fífusalalagið.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris og Sóley


Vikan 3.-7.október.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Heilsuvikan gekk vel, vorum með ávaxta og grænmetisdag á miðvikudaginn. Gaman hvað börnin komu með ólíka ávexti og grænmeti þannig að skálin okkar varð fallega litrík. Allir mjög duglegir að smakka það sem var í boði.  Töluverð veikindi hafa verið hjá börnunum okkar í vikunni sem varð til þess að við sameinuðum gula og rauða hópinn og svo græna og bláa í hópastarfinu á miðvikudag.

Í dag föstudag var íþróttastund á ganginum hjá okkur þar sem öll börn á yngri gangi sameinuðust og léku sér á dýnum, með hringi og fleira sem búið var að raða upp. Börnin hittust svo öll í Gaman saman rétt fyrir hádegismat þar sem þau sungu nokkur hreyfilög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær, Hægri hönd og vinstri hönd og fleiri skemmtileg lög.

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Dd, eins og áður þá tókum við Lubbastundir í hópastarfinu. Sungum lagið um dropana sem eru að detta, skoðuðum myndirnar í bókinni og knúsuðum Lubba. Í næstu viku er málhljóð vikunnar Íí

Smiðja: börnin fóru í smiðju á þriðjudaginn, þar fengu þau að leika á ljósaborðinu með mismunandi lituð form. Skoðuðu hvað gerist þegar mismunandi litum er raðað ofan á hvorn annan.

Leikvangur: mættu í leikvang til Hinriks á fimmtudaginn, alltaf jafn gaman að hoppa, hlaupa og klifra.

Hópastarf: í vikunni einkenndist hópastarfið af heilsuvikunni, sumir hópar tóku starfið úti, aðrir inni. Gulur og rauður hópur prófuðu yoga stellingar meðan grænn og blár fór út að sulla. Allir hóparnir fóru yfir Bínu reglurnar og tóku Lubbastund. Erum líka alltaf að spá í litina og æfa okkur að telja.

Samverustund: Alltaf jafn gaman í samverustund, lögin sem við sungum í vikunni voru auk þeirra sem við höfum verið að syngja síðustu vikunnar: „Við erum vinir“, „Hesturinn minn“ og „Höfuð, herðar, hné og tær“.

Lestur: Í vikunni lásum við meðal annars: "Brúni björn hvað sérðu í dag" og Emmu og Tuma bækur.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris og Sóley


Vikan 26.-30.september.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Góð vika senn á enda, eins og áður þá er ýmislegt brallað.

Lubbastund: málhljóð vikunnar var Nn, eins og áður þá tókum við Lubbastundir í hópastarfinu.

Smiðja: börnin fóru í smiðju á þriðjudaginn þar lituðu þau með vatnslitablýöntum sem þeim fannst mjög gaman.

Leikvangur: þau eru alltaf mjög spennt að fara með Hinrik í Leikvang, þar ríkir alltaf mikil gleði og þau skemmta sér mjög vel að príla, hoppa og skríða í gegnum göng.

Hópastarf: við erum að æfa okkur eins og Bína að sitja kyrr og passa hendurnar. Við klöppum nafnið okkar í atkvæði, teljum, skoðum litina og margt fleira. Elstu börnin prófuðu að spila Krummaspilið í einfaldri útgáfu. Eins hafa sumir hóparnir tekið hópastarfið úti, þar sem þau skoðuðu og týndu laufblöð, fengu að prófa að nota stækkunargler sem var mjög gaman. Í dag föstudag fóru 2 hópar út að sulla, létum vatn renna úr krana og var mikið sport að fylla fötur og hella svo niður, hoppa síðan aðeins í pollunum sem mynduðust.

Samverustund: Erum byrjaðar að bæta við lagalistann, í vikunni sungum við Litalagið. Í dag föstudag var svo Gaman saman í fyrsta skipti á yngri gangi, þá koma allar þrjár deildarnar saman á ganginum og syngja saman. Verð að segja að sú stund gekk vonum framar, öll sátu og fylgdust með og sum tóku fullan þátt sérstaklega með hreyfingarnar sem fylgja lögunum.

Lestur: við lesum oft í hópastarfi en í vikunni tókum við upp á því að lesa meðan þau eru í ávaxtastund sem gekk mjög vel, flest sátu og fylgdust með.

Í næstu viku er heilsuvika í leikskólanum og mun starfið snúast að miklu leiti um hreyfingu. Á miðvikudaginn er börnunum okkar á Læk velkomið að koma með grænmeti og/eða ávexti að heiman. Við munum svo enda vikuna á hreyfidegi.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris og Sóley



Vikan 12. – 16.september.

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Skipulagða starfið er komið á fullt, þau fóru í smiðju, leikvang og tvisvar í hópastarf í vikunni. Börnunum er skipt í að minnsta kosti tvo hópa í frjálsa leiknum og er gaman að sjá hvað þau eru strax orðin dugleg að rétta hvort öðru dót og skila þegar þau hafa gleymt sér og tekið af öðrum. En í hópastarfi erum við að vinna mikið með leikinn, en með litla hópa er frábær vettvangur til að efla félagsfærni og samleik milli barnanna, við fylgjumst náið með samskiptum þeirra og veitum leiðsögn ef þarf. Með tímanum læra þau að eiga góðan leik saman, skiptast á leikföngum og taka tillit til hvors annars.

Smiðja: smiðjukennarinn okkar var ekki í vikunni þannig að Nanna fór með börnin í smiðju, sum máluðu möppuna sína en þau sem voru búin máluðu litla mynd. Sum voru að fara í fyrsta skipti en það gekk mjög vel, öllum fannst gaman að mála.

Leikvangur: börnin fóru í Leikvang til Hinriks og eru þau flest orðin mjög örugg þar inni og njóta sín í botn.

Hópastarf:  við vorum með Lubbastundirnar okkar í hópastarfinu en einnig átti könnunarleikurinn stóran þátt. Þau voru ótrúlega dugleg að skoða það sem var í boði í könnunarleiknum og finna út hvað hægt var að gera með þá hluti. Keðjurnar voru langvinsælastar og helst að setja þær í flöskur eða önnur ílát. Í dag fóru svo guli og rauði hópur í smá vettvangsferð í staðinn fyrir að taka hópastarfið inni, en til stendur að hver hópur fari út einu sinni í viku þar sem þau skoða nánasta umhverfi leikskólans, en einnig munum við leggja áherslu  á sjálfshjálp í fataklefanum. Fyrst með að sækja skóna sína og annað sem okkur sýnist þau ráða við og síðan með aukinni getu bætist við það sem þau gera sjálf.

Lubbi finnur málbein: í Lubbastund þá knúsuðu þau Lubba bangsa, skoðuðu málbeinið hans sem var Mm í þessari viku, myndirnar í bókinni skoðaðar og sungið lagið um músina sem vill meiri ost.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi 😊

Nanna, Dísa, Sara, Íris og Sóley


Vikan 5.september – 9.september

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Skipulagt starf hófst á mánudaginn og erum við byrjaðar að innleiða það sem settum upp fyrir september. Við förum rólega af stað því við erum enn að kynnast og aðlagast. Þessa vikuna tókum við fyrir málhljóðið Aa, skoðuðum myndirnar í bókinni og sungum vísuna um Aa. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Mm.

Leikvangur:  Á fimmtudaginn fóru öll börnin í leikvang til Hinriks þar sem þau skemmtu sér mjög vel.

Útivera: í vikunni hefur verið frábært veður og börnin notið sín í leik úti.

Smiðjan hefst þriðjudaginn 13.september og byrjum við á að fara í mjög litlum hópum.

Á fimmtudaginn kom Sara aftur til okkar á Læk eftir fæðingarorlof og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til baka.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Nanna, Dísa, Íris, Sara og Sóley


Vikan 22.ágúst – 26.ágúst

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Góð vika að baki, þessa vikuna höfum við brallað ýmislegt. Við nýttum smiðjutímann okkar á þriðjudaginn  í að teikna með tússlitum og  búa til leir og leira svolítið.  Á fimmtudaginn mættu þau í fyrsta skipti í leikvang til Hinriks. Þar voru þau að sprengja sápukúlur, hoppa á trampolíni, leika með bolta og margt fleira skemmtilegt. Annað skipulagt starf eins og Lubbastund og hópastarf  byrjar svo 5.september. Smiðjan byrjar aðeins seinna en þangað til reynum við að fara einu sinni í viku þangað inn að mála, teikna eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Í dag föstudag breyttum við aðeins til í samverunni og spiluðum á trommur og hristum hristur. Síðan dönsuðum við aðeins í lokin, mikið fjör.

Aðlögun á deildinni gengur mjög vel og eru þau tíu sem eru komin ótrúlega dugleg, þau eru örugg og sýna okkur mikið traust, koma til okkar og leita í faðma okkar þegar þau vilja. Veðrið hefur leikið við okkur og höfum við notið þess að vera bæði úti fyrir og eftir hádegi. Einnig höfum við átt góðan leik inn á deild, en mikið er af spennandi leikföngum sem gaman er að skoða og handfjatla.

Í næstu viku byrja 4 ný börn á deildinni okkar sem við hlökkum til að taka á móti og kynnast.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bestu kveðjur Nanna, Dísa, Íris og Sóley



Vikan 15.ágúst – 19.ágúst

Heil og sæl kæru foreldrar 😊

Frábær vika senn á enda, þessa vikuna komu fjórir nýir vinir í aðlögun til okkar og er búið að vera mikil gleði og gaman. Aðlögunin hefur gengið mjög vel og hlökkum við mikið til að kynnast og tengjast á næstu vikum.

Útivera: Fórum út bæði fyrir og eftir hádegi alla daga nema miðvikudag þá var svo slæmt veður að við vorum inni allan daginn. Úti eru börnin dugleg að leika og ríkir alltaf mikil eftirvænting að komast út.

Samverustund:  Þá syngjum við lög eins og Tombai, apalagið, upp á fjall, hægri hönd og vinstri hönd og fleira skemmtilegt. Samverustundirnar eru ekki langar fyrst um sinn heldur aðeins sungin 4-5 lög og endum síðan samveruna á að syngja um hvað sé í matinn og hvert maturinn eigi að fara. Síðan erum við að æfa okkur í að ganga frá mottunum sem við sitjum á.

Frjáls leikur: í vikunni höfum við verið að leika með kubba, eldhúsdót, bíla og fleira. Í leiknum erum við að æfa okkur í að taka ekki af öðrum heldur skiptast á og bíða. Eftir hvíld þá leikum við frammi í dúkkukrók með Lindar- og Lautarbörnum.


Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bestu kveðjur Nanna, Dísa, Íris og Sóley



Vikan 8.ágúst - 12.ágúst 2022 

Heil og sæl kæru foreldrar 😊 

Þá er frábær vika senn á enda hjá okkur á Læk og er óhætt að segja að aðlögunin hafi gengið vel. Við höfum brallað ýmislegt þessa vikuna eins og að fara í smiðju og mála með vatnslitum, leika okkur með form og liti á ljósaborði, skoða Numicon kubba og fleira. Börnin eru hrifin af samverustundunum þar sem við syngjum um apana, dýrin í dýragarðinum, Tombai og fleiri lög. Apalagið er þó í sérstöku uppáhaldi hjá þeim.  

 

Eigið góða helgi og við hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn. 

Bestu kveðjur frá okkur á Læk, Nanna Lilja, Íris, Dísa og Sóley 



Vika 19

Vikan 9.maí – 13.maí 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þá er vetrarstarfi leikskólans að ljúka eftir frábært, skemmtilegt, lærdómsríkt og innihaldsríkt skólaár. Nú leggjum við til hliðar hópastarf, Blæ og Lubbastundir, smiðju og leikvang. Við tekur sumarstarf í næstu viku með mikilli útiveru, vettvangsferðum, leik og gleði.

En aðeins af vikunni sem er að líða, við höfum notið lífsins bæði inni og úti, þó mest úti en frábært veður hefur verið þessa vikuna. Farið var í leikvang með Kollu sem hefur verið einn af hápunktum tilverunnar hjá Lækjarhópnum í vetur en síðasti tíminn var í gær. Þó hópastarf sé komið í sumarfrí þá ætlum við að halda í hópanna okkar þegar innivera er og njóta þá frjáls leiks, lestrarstunda, listsköpunar og fleira.

Senn líður að flutningi Lækjarhópsins (2018 og 2019) yfir á eldri gang. Hóparnir hafa markvisst farið í heimsóknir á eldri gang í allan vetur og síðdegishressinguna höfum við tekið í matsal frá byrjun apríl. Við erum ótrúlega ánægðar hve vel hefur tekist til, börnin sýna mikið öryggi og gleði þegar eldri gangur er heimsóttur. Á næstu vikum fara þau svo í markvissar heimsóknir á sínar deildir, hitta og kynnast kennurum sínum sem þar verða. Aðlögunarplan er í vinnslu og það fáið þið sent heim í næstu viku.

Lubbastund/samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn síðasta málhljóðið að þessu sinni sem var mjúka Gg. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið - mjúka Gg. Einnig höfum við sungið, trallað, leikið með hljóðfæri og tekið nokkur dansspor.

Blæstund: Við slógum upp Blæ balli og dönsuðum í takt við vináttulög sem við höfum hlustað á í allan vetur.

Vettvangsferð: Við tókum góðan hring um okkar nánasta umhverfi, enduðum á Hvammsvelli og lékum okkur þar dágóða stund áður en haldið var tilbaka í leikskólann.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

 

Vika 18
 Vikan 2.maí – 6.maí 2022

Heil og sæl kæru foreldrar:)
 Við höfum hreyft okkur mikið þessa skemmtilegu heilsuviku. Við fléttuðum m.a. markvisst hreyfingu inn í samveruna okkar alla daga, fluttum leikvang út sem var hin mesta skemmtun. Fórum í góða kraftgöngu og hoppuðum á ærslabelgnum hér við hliðina á leikskólanum. Við höfum verið mikið úti þessa vikuna, bæði f.h. og e.h. og hafa börnin notið þess að hlaupa um svæðið í góðum leik með vinum sínum. Vikuna enduðum við svo á stöðvastuði í morgun, en þrautabraut var sett upp á útisvæði leikskólans.  

Börnin borðuðu ávexti sem þau komu með að heiman og boðið var upp á boost í síðdegishressingunni í dag í tilefni heilsuvikunnar.
 Í gær fimmtudag komu til okkar gestir frá skólahljómsveit Kópavogs sem spiluðu nokkur lög fyrir börnin í Fífusölum.

Lubbastund/samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið AU au. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið AU au. Málhljóð næstu viku er mjúka Gg.

Hópastarf: Við slepptum hópastarfi þessa vikuna vegna heilsuvikunnar.

Blæstund: Við áttum góða Blæ stund, ræddum um vináttu, rifjuðum upp hvað það er að vera góður vinur. Alla daga leggjum við áherslu á að kenna börnunum að vera góður félagi, sýna virðingu, standa með sjálfum sér og öðrum. Stundina enduðum við á að gefa Blænum okkar knús og sungum nokkur vinalög.

Leikvangur: Farið var út með leikvang í tilefni heilsuvikunnar.

Smiðja: Börnin sáðu fræjum í lítil plastbox. Nú fylgjast þau grannt með sínum boxum og bíða eftir að eitthvað gerist, svo mikið  spennandi.

Vettvangsferð: Farið var í kraftgöngu um nánasta umhverfi leikskólans, enduðum við gönguna á ærslabelgnum, hoppuðum þar og skemmtum okkur í dágóða stund.

 Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.
 Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 17

Vikan 25. – 29.apríl 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Flott vika að klárast á Læk. Eins og endra nær höfum við haft í nægu að snúast. Við höfum átt frábærar stundir í öllu starfi leikskólans, farið í vettvangsferð, smiðju, leikvang, hópastarf, 2018 og 2019 árgangur farið í heimsóknir á eldri gang, lesið, hlustað á tónlist, sungið, dansað svo fátt eitt sé nefnt. Alltaf líf og fjör hjá okkur á Læk. Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur og höfum við verið dugleg að leika úti. Þessa vikuna hafa elstu strákarnir okkar fæddir 2018/2019 sem ekki sofa farið út kl. 12:30 til 13:30 og eru þeir heldur betur að njóta þess. Í gær fengu þeir svo að borða síðdegishressinguna sína úti í sól og blíðu. Spennandi var það og komum við til með að endurtaka þann leik fljótlega aftur þegar veður leyfir til.

Hópastarf

Guli hópur: Fór með fullt nafn – klappaði í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Unnið var með stafateppi og stafaspjöld frá námsefninu "Lærum og leikum" fundnir stafir hvers og eins. Hópurinn spilaði Krummaspil. Heimsókn/aðlögun á eldri gang – frjáls leikur – útivera.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra – klappað í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Heimsókn/aðlögun á eldri gang - frjáls leikur - útivera.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt - klappaði í samstöfur/atkvæði - farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Heimsókn/aðlögun á eldri gang – frjáls leikur – útivera.

Lubbastund/samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Óó. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Óó. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið AU au.

Blæstund: Áttum góða Blæstund í vikunni, rifjuðum upp mikilvæga punkta varðandi vináttu og ræddum m.a. um hvað það er að vera góður vinur. Við enduðum stundina á að syngja Stopp lagið okkar vinsæla og gefa bangsanum okkar innilegt knús.

Leikvangur: Kolla bauð upp á þrautabraut og leiki.

Smiðja: Börnin kláruðu fiskaverkefnin sín.

Vettvangsferð: Farið var með allan hópinn í vettvangsferð á mánudaginn og þannig verður það framvegis. Gengið var að þessu sinni að leiksvæði við hlið Lindarkirkju og áttum þar góða leikstund í dásamlegu veðri. Við sáum margt og mikið á þessari leið okkar m.a. bíla, lítil hús, stór hús, krana, hund, heyrðum í krumma og öðrum fuglum. Einnig æfðum við umferðarreglur á leið okkar yfir bílagöturnar eins þau orðuðu það. Það er svo mikið af spennandi hlutum í okkar nánasta umhverfi sem kveikir á forvitni þeirra um lífið og tilveruna.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 14

Vikan 4. – 8.apríl 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Dásamleg vika er senn á enda hjá okkur á Læk. Dagarnir okkar hafa verið notalegir með jógastundum, samveru, páskaföndri, hópastarfi, frjálsum leik, smiðju, leikvangi og vettvangsferð. Alltaf nóg um að vera í leik og starfi. Við áttum sem endranær flotta “Gaman saman” stund í morgun, það var sungið og trallað, mikið fjör á yngri gangi. Útivera hefur verið með mesta móti og hefur sólin skinið skært á okkur þessa dagana, ekki amalegt útiveður fyrir börnin að njóta í góðum leik með vinum sínum. Á mánudaginn byrjuðum við að borða síðdegishressinguna okkar í matsal leikskólans. Þetta er ansi mikil breyting fyir börnin en þau tækla þetta frábærlega vel.

Hópastarf

Guli hópur: 

Fór með fullt nafn og klappaði í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Blæ stund/lesin var bók um tilfinningar og skoðaðar myndir þvi tengdu. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang – frjáls leikur 

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sinna – klappað í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang - frjáls leikur - útivera.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt - klappaði í samstöfur - farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang – frjáls leikur.

Lubbastund/samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ei ei – EY ey. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins, sungum vísuna og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ei ei – Ey ey. 

Blæstund: Alla daga leggjum við áherslu á að kenna börnunum okkar að vera góður félagi og sýna öðrum vináttu. Þessa vikuna unnum við markvisst með vináttuspjald sem sýndi vini í góðum leik. Flottar umræður urðu út frá myndaspjaldinu og voru þau öll með á hreinu hvað það það þýðir að vera góður vinur. Eins og alltaf fékk Blær umhyggju og ástúð frá eigundum sínum meðan við hlustuðum á vináttusönginn “Bangsi minn”.

Leikvangur: Þessa vikuna bauð Kolla hópunum þremur upp á þrautabraut og skemmtilegheit.

Smiðja: Páskaföndur með Nönnu.

Vettvangsferð: Gengið var með eldri hópinn upp á Hvammsvöll í frábæru veðri. Þar var leikið í dágóða sund áður en haldið var tilbaka í leikskólann. Við sáum margt og mikið á leiðinni í ferðinni okkar, við veittum m.a. tölum og formum í umhverfinu okkar mikinn gaum. Einnig sáum við fullt af drasli sem lá á víð og dreif allt í kringum okkur og var ákveðið að taka stóran ruslapoka í næstu vettvangsferð til að hreinsa upp rusl í umhverfinu okkar.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 13

Vikan 28.mars – 1.apríl 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þá er enn ein vikan flogin frá okkur og nú styttist heldur betur í páskana. 

Við höfum verið dugleg að föndra fyrir páskana þessa vikuna og ætlum að halda því áfram í komandi viku. Veðrið hefur verið gott síðustu dagana og hafa börnin notið sín í botn í góðum leik á útisvæðinu okkar. Hóparnir (2018/2019)hafa farið í heimsóknir á eldri gang leikið þar og trallað, alltaf jafn spennandi að fara þangað og leika. Í næstu viku ætlum við að bæta um betur og færa síðdegishressinguna frá deildinni fram í matsal, en það er einn liðurinn í aðlögun hópsins yfir á eldri gang. Já það er í nægu að snúast hvað varðar aðlögun Lækjarhópsins, enda er markmiðið okkar að aðlaga hópinn sem allra best þannig að hver og einn finni til öryggis og vellíðunar. Við höfum verið dugleg að lesa sem endranær, elskum að eiga gæða lestrarstundir í litlum hópum, ræða um innihald bókarinnar og finna út hvað sum erfið orð þýða. Einnig höfum við átt góðan leik inni á deildinni okkar með m.a. kubba, bíla, perlur, plús plús kubba, púsl, spil, holy block kubba, segulkubba, dýr, playmó, dúkkur, verkfæri og fleira.

Hópastarf

Guli hópur: Fór með fullt nafn og klappaði í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang – útivera - frjáls leikur.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sinna – klappað í samstöfur/atkvæði – farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Lékum okkur með samsett orð, rím og æfðum okkur að hlusta eftir fyrsta hljóði í orði. Lásum örsöguna um málhljóðið Ææ og svöruðum nokkrum spurningum úr sögunni. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang - útivera - frjáls leikur.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt - klappaði í samstöfur - farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Páskaföndur – heimsókn/aðlögun á eldri gang – útivera - frjáls leikur.

Lubbastund/samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ææ. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ææ. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið EI/ei - EY/ey. Við erum komin í sumarskap og erum byrjuð að æfa vor og sumarsöngva. Einnig ætlum við að taka inn í söngsamveruna okkar hin ýmsu hljóðfæri og æfa okkur að spila í takt við sönginn.

Blæstund: Við áttum góða Blæ samveru í vikunni, þar minntum við börnin á mikilvægi þess að vera góður félagi og passa upp á hvort annað. Við tókum fram vináttuspjald sem sýndi öll gildin fjögur  - vináttu – virðingu - umhyggju og hugrekki og áttum við góðar umræður um það sem við sáum. Börnin fengu Blæinn sinn, hann fékk sitt vikulega knús, enduðum stundina á að syngja Stopp lagið, en ekki hvað😊

Leikvangur: Boðið var upp á þrautabraut og leiki þessa vikuna.

Smiðja: Páskaföndur.

Vettvangsferð: Farið var með allan hópinn í vettvangsferð. Gengið var að Salaskóla, þar léku börnin sér í dágóða stund áður en haldið var áleiðis tilbaka í leikskólann.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 12

Vikan 21. – 25.mars 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þessi vika hefur verið okkur ansi hliðholl hvað veður varðar, dásamlegt loksins að geta hlaupið út í leik með vinum eftir síðdegishressingu. Dagurinn í dag kannski ekki eins góður veðurlega séð og ákváðum við því að vera inni í hlýjunni og njóta góðs leiks með vinum okkar. Við áttum “Gaman saman” stund í morgun á yngri gangi, þar er alltaf mikil gleði og gaman. Við höfum verið ansi fámenn þessa vikuna vegna veikinda barna á deildinni, en ljótur barkahósti, hiti og uppköst hafa hrjáð börnin okkar. Sendum öllum bataknús og hlökkum til að sjá alla hress og káta á mánudaginn.

Hópastarf:

Guli hópur: Fór með fullt nafn og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar að venju. Hópurinn æfði sig að pússla saman dýr út frá tölustöfum og para saman form. Börnin fóru í heimsókn/aðlögun á eldri gang og léku sér í dúkkukrók og holyblock kubbum. Í lokin var boðið upp á könnunarleik inni á deild.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sinna – klappaði í samstöfur/atkvæði. Lékum okkur með samsett orð, rím og æfðum okkur að hlusta eftir fyrsta hljóði í orði, mjög spennandi. Unnum með numicon – stærðfræðikubba, verkefnið var að para saman tölu og numiconform sem gekk svona ljómandi vel hjá þeiml. Lesin var enn ein sagan úr bókinni “Vinátta í leikskólanum”. Einnig lásum við örsöguna um Ðð, skoðuðum myndirnar, fiskurinn lúðan náði athygli þeirra og sóttum við ipadinn til að skoða þær nokkrar. Við spiluðum spil þar sem unnið er markvisst með afstöðuhugtök, upp á, inn í, undir og fleira. Einnig lékum við okkur með tölur og æfðum klippifærni okkar. Hópurinn fór í heimsókn á eldri gang og áttu góðan leik í hlutverkakróknum – einnig var farið inn á Hól og leikið þar með bíla.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt - klappaði í samstöfur og farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Leikið var með litina og fékk hópurinn þar til gerðar tréperlur sem þau áttu að raða eftir ákveðnum litum af spjaldi. Farið var í heimsókn/aðlögun á eldri gang og í lokin var boðið upp á könnunarleik.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ðð. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ðð. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Ææ.

Við nutum Blæ stundar sem endra nær, börnin fengu Blæinn sinn sem fékk innilegt knús og nudd frá eigundum sínum. Vináttutónlist var í bakgrunni og sungu börnin “Stopp lagið” eins og þeim einum er lagið.

Leikvangur: Kolla bauð hópunum upp á spennandi þrautabraut.

Smiðja: Hóparnir byrjuðu á páskaföndri þessa vikuna.

Vettvangsferð: Þennan mánudaginn fórum við með allan hópinn í vettvangsferð, gengið var að Lindarkirkju og tilbaka. Við sáum margt og mikið á leið okkar m.a. lítinn hund og eiganda hans sem gaf sér góðan tíma í að spjalla og sýna okkur hundinn sinn. Börnin voru mjög áhugasöm um hundinn og vildu fá að vita hvað hann héti og hvað hann borðaði.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 11

Vikan 14. – 18.mars 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þessa vikuna höfum við verið mikið inni vegna slæms veðurs. En við höfum notið góðra stunda inni og höfum haft í nægu að snúast í leik, starfi og námi. Við vinnum mikið með litla hópa alla daga, hvort sem það er hópastarf, smiðja, leikvangur eða frjáls leikur. Frjálsi leikurinn er rauði þráðurinn í starfinu okkar alla daga og vinna með hann í litlum hópum gefur okkur kennurum frábæra innsýn í leikheim hvers barns fyrir sig. Einnig er þetta gæðastundir til að vinna með og efla ýmsa þætti sem koma að þroska þeirra eins og t.d. félagsfærni.

Guli hópur – hópastarf/föstudagur: Fór með fullt nafn og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar að venju. Boðið var upp á könnunarleik og áttu þau frábæran leik með þennan spennandi efnivið. Hópurinn spiluðu saman tvö skemmtileg og krefjandi spil, markmið þessara spila var að efla þau í formum/litum og afstöðuhugtökum. Einnig var dans/hreyfistund í boði. Frjáls leikur í lokin í dúkkukrók.

Rauði og græni hópur - hópastarf/föstudagur: Fóru út og léku og skemmtu sér konunglega í snjónum. Dásamlegt að komast loksins út eftir alla þessa inniveru.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Rr. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Rr.  Í næstu viku tökum við fyrir Ðð.

Við áttum skemmtilegt Blæ ball á fimmtudaginn, börnin fengu Blæinn sinn og dansað var við vináttutónlist.

Gaman saman stund var í morgun á yngri gangi, þar var sungið af hjartans lyst, mikil gleði og gaman.

Leikvangur: Kolla bauð hópunum upp á spennandi þrautabraut og leiki.

Smiðja: Hóparnir máluðu falleg listaverk með vatnsmálningu.

Vettvangsferð: Enn einu sinni þurftum við að aflýsa vettvangsferðinni okkar vegna slæms veðurs síðasta mánudag.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 10

Vikan 7. – 11.mars 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þessi vika hefur verið okkur góð þrátt fyrir mikil covid - veikindi starfsfólks. Allt hefur verið á sínum stað nema smiðjan þessa vikuna, þannig að við kvörtum ekki. Hópurinn hefur leikið og notið sín vel í öllu okkar starfi, gleði og gaman alla daga. Við höfum ekki komist eins mikið út eins við hefðum viljað en vonandi fer veðrið að verða okkur hliðhollara næstu dagana. Leikfangadagurinn gekk frábærlega og var gaman að sjá hvað þau voru dugleg að skiptast á og lána leikföngin til vina sinna.

Hópastarf.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sína – og klappaði í samstöfur. Unnið var með hljóðkerfisvitund - leikið með samsett orð, hér heyra börnin tvö orð - setja það saman og búa til eitt orð, dæmi karfa+bolti= körfubolti. Við lásum örsöguna um Þþ og drengirnir svöruðu nokkrum laufléttum spurningum úr sögunni. Einnig áttum við góðar umræður eftir sögulestur úr bókinni “Vinátta” sem við höfum verið að lesa síðustu vikurnar. Boðið var upp á verkefni þar sem áhersla var lögð á bókstafaþekkingu og hreyfingu. Hópurinn æfði sig í að klippa beint, það getur stundum verið pínu erfitt, en æfinginn skapar meistarann. Einnig gerðum við sporunarverkefni og æfðum blýantsgripið okkar í leiðinni.Farið var í heimsókn/aðlögun á eldri gang og leikið þar í frjálsum leik í hlutverkakrók, með risaeðlur, kubba og playmó.

Guli hópur: Fór með nafn sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Leikið með orð, fjaðrir og hreyfingu. Þessa vikuna var bókin “Græni kötturinn” lesin. Hópurinn fékk sporunarverkefni og æfði blýantsgripið sitt. Boðið var upp á spilastund og heimsókn á eldri gang, börnin áttu góðan hlutverkaleik og skemmtu sér svo vel að þau vildu alls ekki til baka á Læk.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn spilaði sniglaspil og átti gæða Blæstund. Einnig æfðu þau sig í að flokka liti á þar til gerð litaspjöld. Bókin “Farið til læknis” og “Leiktu við Fibba” var lesin þessa vikuna. Hópurinn átti góða heimsókn/aðlögun á eldri gangi.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Þþ. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Þþ.  Í næstu viku tökum við fyrir Rr. Blær kom í heimsókn að venju og áttum við góða stund saman, sungum “Stopp lagið” og gáfum bangsanum okkar knús. Í morgun áttum við áttum við “Gaman saman stund” á yngri gangi, sungum nokkur vel valinn hreyfilög og skemmtum okkur konunglega.

Leikvangur: Þessa vikuna var boðið upp á spennandi þrautabraut sem reyndi vel á litlu kroppana.

Smiðja: Féll niður vegna veikinda starfsfólks.

Vettvangsferð: Farið var með yngri hópinn á listasýningu Fífusala í Salalaug. Við skoðuðum sýninguna og nutum þess að skoða umhverfið okkar á leiðinni tilbaka.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna.

 

Vika 8 

Vikan 21.–25.febrúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Við erum búin að eiga góða litaviku á Læk og gaman að sjá gullmolana ykkar í öllum regnbogans litum þessa vikuna. Við lukum svo vikunni með regnbogaballi í morgun þar sem börn og kennarar skemmtu sér konunglega í dansi og söng. Loksins komumst við út á miðvikudaginn eftir ansi margar óskemmtilegar veðurlægðir. Mikill snjór er á útisvæðinu okkar og hafa börnin átt frábæran leik með vinum sínum, mikil gleði og gaman í snjónum. Því miður er enn ein veðurlægðin að ganga yfir, þannig að við ætlum ekki út í dag eftir síðdegishressingu, bara njóta inni og hafa gaman. Guðný sellóleikari kom í morgun og átti frábæra tónlistarstund með 2019 árganginum en þessi stund var sú síðasta hjá okkur að þessu sinni. Þökkum við henni vel fyrir.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sína – og klappaði í samstöfur. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Risaeðlubækurnar vinsælu voru skoðaðar enn eina ferðina og farið yfir heiti á þeim mörgum. Þessa vikuna lásum við eina sögu upp úr bókinni “Vinátta í leikskóla” en hún fjallaði um vini sem áttu góða og innihaldsríka matarstund. Eins lásum við örsöguna um Öö í Lubba bókinni, skoðuðum Öræfajökul á youtube sem og aðra jökla. Frjáls leikur með risaeðlur á ljósaborði. Boðið var upp á verkefni sem fléttaði saman stærðfræði og hreyfingu – hér var unnið með liti, tölur og jafnvægi. Hópurinn æfði sig í að klippa bæklinga og það er gaman að sjá hve miklar framfarir hafa orðið í fínhreyfingum þeirra, bæði blýantsgripa,- og klippifærni. Farið var í heimsókn/aðlögun á eldri gang og leikið þar í frjálsum leik í hlutverkakrók.

Guli hópur: Fór með nafn sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar og myndaspjöldin skoðuð. Hópurinn fékk flott verkefni í hendurnar þar sem þau æfðu sig í að klippa blað með útlínum, einnig æfðu þau sig í að lita myndir og tölustafi.  Bókin "Tilfinninga Blær" og "Pétur og Úlfurinn"var lesin þessa vikuna. Tónlistin úr verkinu "Pétur og Úlfurinn  fékk að hljóma í bakrunni. Farið var í heimsókn/aðlögun á eldri gang og kíkt í heimsókn á Hæðina. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn lék sér með skemmtilegt spil þar sem áhersla var lögð á talningu og liti, einnig æfðu þau sig í að klippa. Bókin “Emma og litli bróðir” og “Fróði sóði”voru lesnar þessa vikuna. Hópurinn fór í heimsókn/aðlögun á eldri gang og átti góðan leik í hlutverkakrók og á bókasafninu. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Öö. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Öö.  Í næstu viku tökum við fyrir Áá. Við tókum góða Blæ umræðu og minntum okkur á hvað það er að vera góður félagi sem hjálpar öðrum, einnig áttum við spjall um hvað það þýðir að taka tillit til annarra og bera virðingu fyrir öðrum. Nýttum okkur nokkur vináttuspjöld sem við þekkjum vel frá í fyrra, skoðuðum spjöldin og spjölluðum um það sem við sáum. Í lokin fékk Blærinn knús sem endranær.

Leikvangur: Þessa vikuna var boðið upp á spennandi þrautabraut og leiki.

Smiðja: Gerð voru verkefni út frá litavikunni okkar.

Vettvangsferð: Farið var með helminginn af hópnum á listasýningu Fífusala í Salalaug. Börnin skoðuðu listaverkin og alla Gerplu bikarana, ekkert smá spennandi fannst þeim. Listaverkin okkar verða svo tekin niður á mánudaginn kemur.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa, Nanna og Karen.

 

Vika 7

Vikan 14.– 18.febrúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Enn ein flott vikan að klárast. Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur á Læk, bæði í leik og námi. Við höfum það gott saman, endalaus spennandi verkefni í hópastarfi, söngur og gleði í samveru, Blæ og Lubbastundir, bókalestur, kubbaleikur, hlutverkaleikur, heimsóknir/aðlögun á eldri gang, leikur inni og úti – eintóm gleði og gaman alla daga😊

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sína – og klappaði í samstöfur. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar og forsetningar Lubba. Hópurinn æfði sig í stærðfræði þar sem lögð var áhersla á tölurnar 1-10, leikið var með Numicon stærðfræðikubba og tölur, kubbaplötur og form. Við erum mjög upptekinn af bókinni “Vinátta í leikskóla” og lásum þessa vikuna tvær áhugaverðar sögur um vini í leikskóla og þeirra ævintýri. Hópurinn útbjó skemmtilegt risaeðlu listaverk, skoðuðu risaeðlubækur og myndband um risaeðlur á youtube. Farið var í heimsókn/aðlögun á eldri gang og leikið þar í frjálsum leik.

Guli hópur: Fór með nafn sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn lék sér með Numicon stærðfræðikubba og æfði sig í að flokka formin, talið var upp í 20 og tölurnar skoðaðar. Hópurinn fór í heimsókn/aðlögun á eldri gang og naut sín vel þar í góðum leik. Unnið var með markvisst með málörvun – klappað var í samstöfur og leikið með málhljóð Lubba. Boðið var upp á útinám, lesin var bókin um “Krummakróm” og unnið og leikið með form og tölur í snjónum.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Þessa vikuna var bókin “Halló Kata könguló” lesin. Hópurinn æfði sig í að lita og klippa. Boðið var upp á útinám, náttúran skoðuð, leikið í snjónum og hlustað eftir fuglahljóðum. Frjáls leikur í hlutverkakrók og í holyblock kubbunum. Hópurinn fór í heimsókn/aðlögun á eldri gang og naut sín í góðum leik á Hæðinni.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Kk. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Kk.  Í næstu viku tökum við fyrir Öö. Við áttum ljúfa Blæstund, lásum bókina “Tilfinninga Blær” sem er fræðslubók um tilfinningar og áttum góðar umræður í kjölfarið. Við syngjum mikið og áttum frábæra “Gaman saman stund” í morgun með öllum vinum okkar á yngri gangi.

Leikvangur: Boðið var upp á skemmtilega þrautabraut.

Smiðja: Bolluvendir tilbúnir fyrir bolludaginn.

Vettvangsferð: Engin vettangsferð var farinn þennan mánudaginn vegna óveðurs.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 6 

Vikan 7.– 11.febrúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Dagarnir eru fljótir að líða þegar það er gaman og þessi vika hefur svo sannarlega flogið áfram. Við Lækjargrúppan höfum haft það gott, notið þess að læra, upplifa og leika í frjálsum leik, hópastarfi, samveru, í jóga, leikvangi, smiðju og útiveru. Guðný sellóleikari kom í morgun og átti æðislega tónlistarstund með 2019 árgangnum okkar. Við eigum von á henni aftur í næstu viku og hlökkum mikið til þess.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sína – og klappaði í samstöfur. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar og forsetningar Lubba. Þessa og síðustu viku höfum við verið mjög upptekinn af risaeðlum, skoðað bækur og myndir í ipadinum okkar því tengdu. Hópurinn litaði sína risaeðlu og æfði blýantsgripið sitt í leiðinni, lék með risaeðlur á ljósaborði, þau sköpuðu sína eigin risaeðlu úr einingarkubbum og efnivið frá könnunaleiknum, og síðast en ekki síst voru risaeðlurnar teknar með út í morgun og leikið með þær í snjónum, það fannst þeim ekki leiðinlegt. Þetta skemmtilega og spennandi þema ætlum við að vinna með út febrúarmánuð. Einnig æfðum við okkur í að klippa og gerðum verkefni þar sem áhersla var lögð á hreyfingu og stafa og málhljóðaþekkingu. Boðið var upp á sögustund á eldri gangi en við héldum áfram að lesa bókina "Vinátta í leikskólanum" en hún er hluti af vináttu/forvarnarverkefni Barnaheilla og fjallar um þau Friðrik og Katrínu sem leysa ýmsa árekstra í leikskólanum sínum. Frjáls leikur með playmó.

Guli hópur: Fór með nafn sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn fór í könnunaleik og skemmti sér vel með efniviðinn. Boðið var upp á markvissa málörvunarstund – æfð málhljóð í gegnum appið “Lærum og leikum”. Unnin voru verkefni tengd tölum, litum og formum. Hópurinn æfði sporun og spiluðu saman. Bókin “Greppi barnið” og "Greppikló" var lesin þessa vikuna. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Græni hópur:Fór með nafnið sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Þessa vikuna voru bækurnar “Finnur finnur rúsínu” og "Vala vill leika" lesin. Hópurinn fór í könnunarleik og lék sér með þennan skemmtilega efnivið. Boðið var upp á leik með Numicon stærðfræðikubba – þau skemmtu sér vel við að pússla formum á þar til gerða kubbaplötur. Hópurinn æfði sig í sporun með frábærum árangri. Frjáls leikur með eldhúsdót.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Tt. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Tt.  Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Kk. Blær bangsi og vináttuverkefnin hans voru á sínum stað og er gaman að sjá hvað Lækjarhópurinn er orðin meðvitaður um sínar eigin tilfinningar og hve dugleg þau eru að orðin að stjórna þeim í leik með vinum sínum, nú eru þau mörg farin að finna sjálf lausnir á árekstrum sem koma upp í leik og starfi dagsins.

Leikvangur: Boðið var upp á þrautabraut og leiki. Í þessum tímum fá þau einnig æfingu í að fara eftir fyrirmælum og fara eftir leikreglum.

Smiðja: Haldið var áfram með bolluvendina. Einnig fengu þau að þæfa ull, bláa að lit fyrir litaviku sem framundan er.

Vettvangsferð: Engin vettangsferð var farinn þennan mánudaginn vegna óveðurs.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 5 

Vikan 31.janúar– 4.febrúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Þessi flotta vika var helguð tannvernd og höfum við lært mikið um góða tannhirðu og tannheilsu. Farið var yfir mikilvægi þess að tannbursta sig kvölds og morgna og fá mömmu og pabba til að hjálpa. Einnig höfum við átt góðar umræður og verið með fræðslu um það sem er gott og slæmt fyrir tennurnar okkar. Nýttum við okkur myndir af hollum og óhollum mat sem hafa verið börnunum sýnileg alla daga inn á deild. Þessum myndum hafa þau sýnt mikinn áhuga og þá sérstaklega óhollu myndunum, eitthvað eru þær meira spennandi. 

Í hópastarfi unnum við markvisst með þetta þema en þar fengu börnin m.a að æfa sig að tannbursta tanngóm með rafmagnstannbursta, einnig æfðum við okkur hvernig á að nota tannþráð, en þetta tvennt er jú mjög mikilvægt fyrir góða tannheilsu. Tanngómana og tannbursta fengum við frá Tannlæknastofu Elfu Guðmundsdóttur sem staðsett er á Salavegi 2. Þökkum við henni vel fyrir.

Í samveru áttum við góðar umræður um tannhirðu, hlustuðum á söngva þessu tengdu og kíktum aðeins á Karíus og Baktus. Við skoðuðum tennurnar okkar í spegli og notuðum stækkunargler til að sjá þær betur, við tókum myndir af tönnum Lækjarhóps og var ótrúlega gaman að sjá hve vel þau þekktu sig á munnsvipnum og tönnunum einum saman.

2018 árgangur hefur fengið að njóta og upplifa þriggja skemmtilegra tónlistartíma með Guðnýju Jónasdóttur sellóleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópurinn hefur fengið að kynnast hr. selló, leikið með hin ýmsu hljóðfæri og æft sig í að halda takti. Einnig var unnið með röddina sem er okkar einstaka hljóðfæri og leikið með hækkun og lækkun raddarinnar. Þökkum við henni vel fyrir😊

Rauði hópur: Fór með fullt nafn og nafn foreldra sína – nöfnin klöppuð í samstöfur/atkvæði. Reglurnar um Bínu bálreiðu teknar fyrir og myndir af Bínu í ýmsum aðstæðum skoðaðar. Tannheilsa – fræðsla – verkefni, sjá myndir á facebook. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Guli og græni hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í samstöfur/atkvæði. Farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn fór í könnunaleik og átti góðan og uppbyggilegan leik í góðri samvinnu við hvort annað. Tannheilsa – fræðsla –verkefni, sjá myndir á facebook. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Pp. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Pp.  Í næstu viku tökum við fyrir Tt, einnig áttum við góða stund með Blæ og nutum tónlistar um vináttu. Gaman saman var á yngri gangi í morgun með söng og gleði sem endranær.

Leikvangur: Þessa vikuna var boðið upp á skemmtilega þrautabraut og leiki.

Smiðja: Bolluvendir fyrir bolludaginn útbúnir.

Vettvangsferð: Á mánudaginn fór eldri hópurinn í vettvangsferð. Gengið var að Lindarkirkju og kíkt á heimili nokkurra tuga gæsa sem lágu á snjónum þar fyrir neðan. Ein af gæsunum gekk til okkar og vorum við handviss að hún væri svo mikið svöng, litla skinnið. Ákveðið var að taka með okkur brauðmylsnu í næstu vettvangsferð til að gefa gæsunum.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 4 

Vikan 24.– 28.janúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Við á yngri gangi byrjuðum vikuna í sóttkví en mættum að nýju í leikskólann á miðvikudagsmorgni öllum til mikillar ánægju😊 Nú vonum við innilega að þessum óskemmtilega covid -tíma, sem varið hefur síðustu tvö árin fari nú að ljúka. 

En af okkur á Læk er allt ljómandi að frétta, við höfum haft það ansi gott saman þessa þrjá daga, leikið mikið bæði inni og úti, við sköpuðum falleg listaverk fyrir dag leikskólans sem er framundan, fórum í vettvangsferð með allan hópinn, lásum bækur og margt fleira.

Hópastarf féll niður þessa vikuna hjá okkur.

Í næstu viku hefst leikvangur hjá Kollu og smiðja hjá Nönnu að öllu óbreyttu.

Tannverndarvika verður Fífusölum í næstu viku og ætlum við að flétta þessu þema inn í hópastarfið okkar, við ætlum að lesa bækur og skoða myndir af hollum og óhollum mat. Einnig ætlum við að skoða og æfa okkur að tannbursta plastgóma/tennur sem við fáum að láni frá tannlæknastofu Elvu sem er hér í nágrenninu. Hlustum á söngva þessu tengdu, skoðum tennurnar okkar í spegli og með stækkunargleri, spennandi stundir og upplifun framundan.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Oo. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Oo. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Pp. Einnig áttum við góða stund með Blæ og sungum vináttusöngva.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 3 

Vikan 17.– 21.janúar 2022

Heil og sæl kæru foreldrar J

Enn ein flott vikan að klárast á Læk, alltaf að nóg um að vera bæði í leik, starfi og námi barnanna ykkar. Við höfum það mjög gott og allir glaðir með sitt. Útivera þessa vikuna hefur verið með mesta móti og höfum við notið þess að leika, hlaupa, hjóla, drullumalla, renna, róla og fleira til sem útivera hefur upp á að bjóða. Við áttum yndis jóga stund í morgun, hlustuðum á rólega tónlist og æfðum okkur að anda í gegnum nef og út um munninn. Í dag fögnuðum við bóndadegi með þorrablóti í hádeginu og voru börnin ótrúlega dugleg að smakka það sem var í boði.

Hópastarf:

Guli hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Bínu bálreiðu reglurnar teknar fyrir og myndir skoðaðar. Hópurinn fór í könnunarleik og naut sín sem endra nær. Unnið var markvisst með málhljóð vikunnar Ii - Yy og hljóðkerfisvitund hópsins efld með æfingum í að klappa stutt og löng orð í atkvæði. Talning upp í 20 var æfð, leikið með Numicon stærðfræðikubba þar sem unnið var með liti, tölur og form kubbana. Þessa vikuna voru bækurnar “Finnur finnur Rúsinu” "Kroppurin minn" og “Greppikló” lesnar. Hópurinn spilaði Yatzi, lék sér með hreyfispjöld og átti góðan frjálsan leik með kubba.

Rauði hópur: Fór með fullt nafn, nöfn foreldra sinna og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar en hópurinn er duglegur að að æfa sig í Bínu reglunum sem eru: að hlusta, bíða, gera til skiptis, setja sig í spor annarra, hafa stjórn á hegðun sinni, taka eftir og muna. Við lásum bókina “Fjölskyldan mín” en þessi bók segir frá ólíkum fjölskylduformum og fagnar fjölbreytileikanum. Einnig lásum við örsöguna um málhljóðið Ii - Yy í Lubbabókinni okkar og skoðuðum myndir sem tilheyrðu sögunni. Fórum yfir litina og æfðum okkur að tengja saman liti, í leiðinni æfðum við blýantsgripið okkar. Einnig æfðum okkur í talningu og gerðum nokkur stærðfræðiverkefni. Frjáls leikur í hlutverkakrók, holy block kubbum, segulkubbum og í leikvangi.

Græni hópur: Fór með nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar og myndir skoðaðar. Hópurinn fór í könnunarleik og átti frábæra leikstund saman. Þessa vikuna var bókin “Svona stór og “Íslensku dýrin” lesin. Leikið var með grunnlitina gulan, rauðan, grænan og bláan og fékk hópurinn skemmtilegt verkefni í hendurnar þar sem litaspjöld, litlar eðlur og klípur komu við sögu. Hópurinn æfði talningu og æfði sig í að telja upp í 10. Eitt Vináttuspjald Blæs var tekið fyrir, spjaldið skoðað og rætt um hvað þau sáu. Einnig spiluðu þau lottó-, og minnispil. Frjáls leikur með eldhúsdót og segulkubba.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ii Yy. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ii Yy.  Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Oo. Við höfum æft þorralögin síðustu vikurnar og sungum hástöfum í “gaman saman” stundinni okkar í morgun. Þvílíka stuðið😊

Blæstund: Við áttum góðar samræður um vináttu og minntum á hvað það er að vera góður vinur. Eins og venjulega var “Stopp lagið” sungið og Blær fékk sitt vikulega nudd og knús.

Leikvangur: Boðið var upp á frjálsan leik í leikvangi.

Smiðja: Engin smiðja var þessa vikuna.

Vettvangsferð: Engin vettvangsferð var farin á mánudaginn vegna rigningar og roks.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 47

Vikan 22. - 26.nóvember 2021

Heil og sæl kæru foreldrar :)

Nú er dásamlegur tími að ganga í garð, við erum á fullu í jólaundirbúningi, bökuðum piparkökur á mánudaginn var og erum byrjuð að skreyta deildina okkar.

Markmið okkar næstu vikurnar er að njóta tímans vel sem framundan er, hafa það kósý saman, hlusta á og syngja jólalög og gera verkefni sem tengjast jólunum.

Í dag eftir síðdegisshressingu förum við út að leika og gæða okkur á piparkökum og heitu súkkulaði sem foreldrafélagið bíður upp á í tilefni dagsins. Við hlökkum mikið til að njóta stundarinnar með ykkur kæru foreldrar.

Hópastarf:

Guli hópur:Jólaundirbúningur/kósý og frjáls leikur.

Rauði hópur:Jólaundirbúningur/kósý og frjáls leikur.

Græni hópur: Jólaundirbúningur/kósý og frjáls leikur.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ll. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ll.

Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Gg.

Við áttum yndislega “Gaman saman” stund í morgun. Við kveiktum á fyrsta aðventukertinu sem heitir spádómskertið og sungum nokkur vel valinn jólalög.

Blæstund: Héldum áfram með Blæ spjald síðustu viku sem ber heitið “Að hjálpa vini sínum” En þessi mynd útskýrir líðan barna þegar þau hjálpast að og leika saman. Börnin eru glöð þegar þau brosa. Við ræddum um hjálpsemi og hvernig við getum hjálpað vinum okkar og verið góðir vinir. Nú ætlum við að taka hlé á spjöldunum og taka þau fram að nýju eftir áramót.

Leikvangur: Boðið var upp á skemmtilega þrautabraut. Börnin skemmtu sér konunglega sem endranær í leikvangi hjá Kollu sinni.

Smiðja: Jólaundirbúningur og notalegheit.

Vettvangsferð: Þessa vikuna var farið með eldri hópinn í vettvangsferð. Fórum við í góðan göngutúr um okkar nánasta umhverfi, skoðuðum jólaljósin, formin á umferðarmerkjunum, sáum flugvél sem var að fara til Reykjavíkur að þeirra sögn. Sáum tvo krumma sem sveimuðu yfir okkur, æfðum okkur í umferðinni og nutum góða veðursins.

Takk fyrir góða viku og megið þið eiga ánægjulega aðventu.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 46

Vikan 15. - 19.nóvember 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Flott vika að lokum komin, leikur og gleði alla daga, jafnt inni sem úti. 

Hápunktur vikunnar var 20 ára afmælisfagnaður Fífusala en þá mættu börn og starfsfólk í furðufötum/búningum. Dagskráin var ekki af verri endanum en hún hófst með samsöng á sal, Cirkus Ísland kom og skemmti börnunum og í lokin var boðið upp á flæði milli deilda á yngri gangi. Pizzuveisla í hádeginu og súkkulaðikaka í síðdegishressingunni toppaði svo þennan góða dag. 

Hópastarf:

Guli hópur:Sagði fullt nafn og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Farið var í könnnunarleik, farið yfir tölurnar frá 1-10. Hópurinn naut sín í leik með plús plús kubba en þeir eru frábærir fyrir fínhreyfingar og innlögn á litum. Frjáls leikur inn á deild.

Rauði hópur: Sagði nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Bókin “Fróði sóði” var lesin og fengum við til skemmtilegar umræður út frá myndunum. Hópurinn teiknaði á jólakort til foreldra sinna og spilaði minnisspil. Frjáls leikur í dúkkukrók, æfðum okkur að leika saman, skiptast á og vinna saman.

Græni hópur: Sagði nafnið sitt og klappað í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Jólaundirbúningur – hópurinn málaði jólakúlur sem fara á jólatréð okkar. Frjáls leikur inn á deild.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Uu. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Uu. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Ll.

Vináttusöngvar út frá Blæ hefur átt sinn sess í samveru sem endranær og er “Stopplagið” mjög vinsælt þessa dagana.

Blæstund: Blæ spjald vikunnar “Að hjálpa vini sínum” Þessi mynd/spjald útskýrir líðan barna þegar þau hjálpast að og leika saman. Rætt var um hjálpsemi og hvernig við getum hjálpað vinum okkar og verið góðir vinir.

Leikvangur: Engin leikvangur var þessa vikuna vegna skipulagsdags kennara.

Smiðja: Engin smiðja var þessa vikuna.

Vettvangsferð: Engin vettvangsferð var farin þessa vikuna.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 45

Vikan 8. - 12.nóvember 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Gleði og notalegheit, frjáls leikur, nám í leik og starfi hefur einkennt þessa góðu viku okkar á Læk. Lubba lestrarátakið gengur eins og í sögu, allir svo duglegir að koma með bein að heiman, en átakinu lýkur þriðjudaginn 16.nóvember á sjálfum afmælisdegi Fífusala. Nú styttist heldur betur í jólin og erum við þegar byrjuð að undirbúa ýmislegt tengt þessum yndislega tíma😊

Hópastarf: 

Guli hópur:Sagði fullt nafn og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Farið var í könnnunarleik, rætt um tilfinningar og vináttu út frá Blæ verkefninu góða. Hópurinn litaði myndir, lék með plús plús kubba, fóru yfir stærðir/liti og vann verkefni því tengdu. Þessa vikuna var bókin “Ég vil vera sjóræningi” lesin. 

Rauði hópur: Sagði nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Bækurnar “Þegar leikskólakennarnir hurfu” og “Hvernig passa á afa” lesnar. Áhersla þessa vikuna var lögð á form og liti, spilað var skemmtilegt samstæðuspil með formum og litir sorteraðir. Frjáls leikur í hlutverkakrók. Hópurinn fór út og týndi upp rusl í garðinum okkar, áttum við góðar umræður um hvert ruslið ætti að fara, og voru allir sammála því að það mætti alls ekki henda rusli á jörðina okkar, ruslaföturnar væru gerðar til þess. Við gáfum fuglunum brauð og rætt var um breytingarnar sem hafa átt sér stað í náttúrunni okkar.

Græni hópur: Sagði nafnið sitt og klappað í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Boðið var upp á könnunarleik, hópurinn æfði sig í að klippa og teikna. Bækurnar “Bína bálreiða” og “Hvar er Depill” lesnar þessa vikuna. Frjáls leikur inn á deild.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ee. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Ee. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Uu.

Við áttum skemmtilega “Gaman saman” stund í morgun, en stundin var helguð degi “Eineltis” Blær bangsi var tekin fram og áttum við yndis vináttustund öll saman.

Blæstund: Héldum áfram með Blæ spjald síðustu viku sem var “Að fá ekki að vera með í leik”. Ræddum mikið um hvað hægt er að gera þegar við sjáum að það er verið að gera það og hvort við höfum verið skilin útundan. Eins ræddum við um það hvað hægt er að gera ef við viljum fá dót sem einhver annar er með. Voru allir sammála um að vera góð við hvort annað, leika saman og skiptast á leikföngum. Við erum mjög upptekinn af að vinna með vináttuna í öllum stundum leikskólastarfsins okkar. Blærinn og spjöldin sem honum fylgir hefur verið okkur mikilvægt verkfæri í að vinna með félagsfærni barnanna og sjáum við mikla þróun í samskiptum þeirra á milli.

Leikvangur: Boðið var upp á þrautabraut og leiki. 

Smiðja: Jólaundirbúningur.

Vettvangsferð: Farið var í vettvangsferð með yngri hópinn í morgun. Við tókum góðan hring um okkar nánasta umhverfi. Sáum margt og mikið á leið okkar, Salaskóla, sundlaugina, flugvél, fugla og margt fleira.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 43

Vikan 25.– 28. október 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Góð vika að klárast með gullmolunum ykkar. Við vinnum hvern dag með vináttu og jákvæð samskipti okkar á milli, fáum Blæ bangsa í heimsókn og skoðum spjöldin sem honum fylgir. Við lærum margt og mikið í gegnum leikinn, lærum ný orð og hugtök á hverjum degi, æfum Lubba málhljóðin, fínhreyfingar og grófhreyfingar, lesum og skoðum myndir, syngjum, dönsum, förum í leikvang, smiðju og leikum mikið bæði inni og úti. Við áttum notalegan náttfata og bangsadag, allir alsælir með daginn. Yngri gangur kom saman og söng fyrir Blæ bangsa en hann fagnaði 5 árum blessaður kallinn þennan sama dag.

Veikindin á Læk virðast engan enda taka og höfum við verið ansi fá síðustu tvær vikurnar. Sendum við þeim sem heima eru stórt bataknús og vonumst til að fá alla hressa og káta eftir helgina.

Hópastarf:

Guli hópur:Sagði nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar að venju. Hópurinn fékk að leika með litla trékubba og byggðu þau sér sér hús, götur og fleira. Einnig voru teknir fram plús plús kubbar en þeir eru frábærir fyrir fínhreyfingarnar. Unnið var með tilfinningar og hafðar myndir til hliðsjónar. Boðið var upp á sporunarverkefni þar sem þau þurftu að fylgja eftir línum með tússpenna. Bækurnar “Gerðu eins og ég” “Hvati og dýrin”og “Fiskabókin” voru lesnar fyrir hópinn. Boðið var upp á perlur og frjálsan leik í hlutverkakrók.

Rauði hópur: Sagði fullt nafn og klappaði í atkvæði. Bækurnar “Múmínsnáðinn og vorundrið” og “Farið til læknis” lesnar og myndir skoðaðar. Farið var yfir form, liti og tölur. Við lékum okkur með Numicon – stærðfræðiform og kubba, höfðum til hliðsjónar tölur frá 1-10. Unnum skemmtileg sporunarverkefni og æfðum blýantsgripið okkar í leiðinni. Farið var yfir á eldri gang þar em við fengum að taka þátt í spennandi flæði á milli deilda í tilefni bangsadagsins.

Græni hópur: Sagði nafnið sitt og klappað í atkvæði. Haldið var áfram að leika og vinna með litina, perlurnar voru einnig teknar fram og er hópurinn orðin ansi flinkur að perla. Boðið var upp könnunarleik og nutu þau sín vel í þeim leik. Bókin “Vala fer í húsdýragarðinn” og “Fílafjölskyldan” var lesin þessa vikuna. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Samvera: Nú var það leitin af Lubba málbeini sem þessa vikuna var málhljóðið Jj. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Jj. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Hh. Söngur, dans og “Gaman saman” á yngri gangi, allt á sínum stað að venju.

Blæstund: Héldum áfram með Blæ spjald síðustu viku “Æ – þetta er myndin mín” Miklar umræður sköpuðust og mörg þeirra með reið svör á höndum hvað best væri að gera í þessum óskemmtilegu aðstæðum. Í lok stundarinnar hlustuðum við á “Stopp lagið” og knúsuðum vin okkar Blæ bangsa. Hér eftir tökum við tvær vikur í sama Blæspjaldið, það er svo mikið sem þarf að ræða.

Leikvangur: Þrautabraut og leikir. Alltaf jafn gaman að fara í Leikvang til Kollu og í nægu að snúast þar. Börnin klifruðu í rimlunum, gengu á pönnukökum, hoppuðu á dýnu, léku með hringi og keilur og margt fleira.

Smiðja: Jólaundirbúningur hjá Nönnu.

Vettvangsferð: Farið var í vettvangsferð með yngri hópinn í morgun, stutta en góða göngu.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 42

Vikan 18.– 22. október 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Við höfum átt góðar, spennandi, skemmtilegar og lærdómsríkar leikskólastundir þessa vikuna. Alltaf gaman og nóg um að vera hjá okkur, hópurinn sýnir mikla gleði í öllu í því sem við réttum að þeim. Þau er fróðleiksfús, forvitinn og alltaf til í tuskið. Gaman saman stund áttum við í morgun, fórum yfir Lubba málhljóðið þessa vikuna, sungum vísuna og aðra skemmtilega söngva.

Hópastarf:

Guli hópur:Sagði nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Boðið var upp á könnunaleik, verkefnavinnu tengt litum, formum, tölustöfum og talningu. Hópurinn lék sér með Numicon – kubba og hafði gaman að. Þessa vikuna var sagan úr Blæ bókinni “Bangsinn hennar Birnu” og “Felustaðirnir hans Hermanns” lesin. Hópurinn æfði sig í að klippa með skærum, æfði blýantsgripið sitt og sköpuðu flottar myndir með litum. Frjáls leikur í lokin.

Rauði hópur: Sagði fullt nafn og klappaði í atkvæði. Teknar voru fram fjölskylduhúsin og farið yfir hvað mamma, pabbi, afi og systkini heita. Leikið var með form, farið yfir heiti þeirra og spilað forma – bingó. Unnum með litina og æfði hópurinn sig í að tengja saman t.d. rauðan í rauðan og o.s.frv. ótrúlega skemmtilegt verkefni. Einnig lékum við okkur með tölur/talnaspil, hver og einn fékk að draga sér spil, segja töluna á spilinu sínu og taka til sín jafnmörg lituð dýr og talan þeirra sagði til um. Þessa vikuna var síðasta sagan í Blæ bókinni lesin “Gríslingur og afmælisveislan” og einnig lásum við örsöguna um Vv í Lubba bókinni. Frjáls leikur í hlutverkakrók á eldri gangi.  Ætlunin er að heimsækja eldri gang á miðvikudögum hér eftir.

Græni hópur: Sagði nafnið sitt og klappaði í atkvæði. Unnið var með grunnlitina, gulan,rauðan, grænan og bláan, notuð voru litaspjöld sem þau fengu að skoða og leika með. Einnig voru teknar fram stórar perlur sem þau þræddu upp á snæri, frábær fínhreyfiæfing. Þessa vikuna var lesin bókin “Bína bálreiða fer í leikskólann” og farið yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Samvera: Nú var það leitin af Lubba málbeini sem þessa vikuna var málhljóðið Vv. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Vv.Í næstu viku tökum við svo fyrir málhljóðið Jj.Það er sungið mikið í samveru að venju, en uppáhaldslagið okkar þessa dagana er “Upp á grænum grænum himinháum hól” og “Siggi datt í kolakassann hæfadderí”

Blæstund: Blæ spjald vikunnar heitir “Æ – þetta er myndin mín” Áttum við góðar umræður um hvað væri að gerast á spjaldinu. Börnin sáu fljótt að drengurinn í bláa röndótta bolnum var að teikna á blaðið hjá drengum í græna bolnum. Við ræddum um hvernig þeim báðum liði. Hópurinn er orðin ansi flinkur að lesa úr spjöldunum og koma orðum á tilfinningar sínar og annarra. Í lok stundarinnar hlustuðum við á vinalagið og knúsuðum Blæ bangsa.

Leikvangur: Þrautabraut og leikir.

Smiðja: Féll niður þessa vikuna. Farið var út í fallega haustveðrið með allan barnahópinn og nutum við okkar vel í góðum leik með vinum okkar.

Vettvangsferð: Farið var í vettvangsferð með eldri hópinn í morgun. Við tókum okkur góðan hring í okkar nærumhverfi, skoðuðum breytingarnar sem orðið hafa á náttúrunni og hlustuðum eftir allskyns hljóðum. Hópurinn var ótrúlega duglegur í gönguferðinni og blés ekki úr nös þegar í leikskólann var komið.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 41

 Vikan 11.– 15. október 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Það er alltaf nóg um að vera á Læk bæði í leik, starfi og námi barnanna ykkar. 

Við höfum það mjög gott, börnin stækka og þroskast hratt þessa dagana, tíminn er alltof fljótur að líða.

Bleikur dagur var í dag og gaman að sjá hve margir mættu í bleika litnum og með eitthvað bleikt á sér. Einnig áttum við “Gaman saman” stund á yngri gangi, sungum nokkur lög og höfðum það svo gaman öll sem ein. 

Hópastarf:

Guli hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Fjölskyldumyndirnar voru teknar fram og farið yfir hvað mamma og pabba heita. Blæ spjald vikunnar var skoðað og mikið rætt um vináttu. Í kjölfarið var lesin bókin “Lítil bók um stórar tilfinningar”. Farið var yfir stærðir og liti. Hópurinn lék sér í Holy-block kubbum, farið var yfir hin ýmsu form og leitað eftir þeim í umhverfinu okkar. Einnig léku þau sér með stafinn sinn og málhljóð en verkefni dagsins var að finna og æfa stafinn/málhljóðið sitt og setja hann á þar til gert stafateppi. Frjáls leikur í lokin.

Rauði hópur: Æfði sig í að segja og klappa fullt nafn. Lásum skemmtilega bók um líkamann, skoðuðum myndir og áttum góðar umræður um hina ýmsu líkamsparta. Hópurinn fékk líkamsmynd í hendurnar og æfði sig í að setja hár, munn, augu, nef og fleira á hana, við æfðum blýantsgripið okkar í leiðinni. Lásum söguna “Adam og eldri börnin” sem tilheyrir vináttuverkefninu okkar um hann Blæ. Héldum áfram að að flétta saman nöfn – málhljóð – hreyfingu – stafateppi og er hópurinn orðin ansi flinkur að finna nafnið sitt, segja hljóð fyrsta stafsins síns og finna því réttan stað á stafateppinu. Hópurinn fór í könnunarleik og átti frábæran leik með þennan skemmtilega efnivið. Einnig rifum við niður pappír sem við svo límdum á blað. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Græni hópur: Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt. Leikið var með liti og form, tekið var fram litabingó sem þau höfðu mjög gaman af að spila. Farið var yfir líkamann og lögð inn orð og hugtök því tengdu. Boðið var upp á könnunarleik sem er alltaf jafn skemmtilegur og spennandi. Tvær bækur voru lesnar þessa vikuna “Snjókarlinn” og “Takk fyrir að vera vinur minn”. Frjáls leikur í Holy block kubbum.

Samvera:Nú var það leitin af málbeininu Úú sem þessa vikuna var málhljóðið Úú. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Úú Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Vv. Í samveru  þessa vikuna var boðið uppá söng, hreyfidansa og vináttutónlist með hljóðfæraslátti.

Blæstund: Blæ spjald vikunnar heitir “Pabba og mömmuleikur – með hundi” - við ræddum um spjaldið og hvað er að gerast á því og fengum til góðar umræður. Í lokin var Blær bangsi knúsaður og nuddaður.

Leikvangur: Þrautabraut og leikir.

Smiðja: Boðið var upp á leik með soðið spagettí og unnið verkefni tengt haustinu.

Vettvangsferð: Vettvangsferð var farin með yngri hópinn í stutta en góða göngu. Við skoðuðum umhverfið okkar, hlustuðum eftir hljóðum og fylgdumst með fuglum í loftinu, sáum líka hund sem var svarftur og hvítur. 

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 40

Vikan 4.– 8. október 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Góð vika að lokum komin sem tileinkuð var heilsu og hreyfingu. Við fléttuðum markvissri hreyfingu inn í allt okkar starf þessa vikuna, m.a. í samveru, hópastarf og útiveru. Lögðum inn hugtök og orð sem tengdust þessu þema, og fórum markvisst yfir líkamsheiti og fleira. Enduðum við svo þessa frábæru viku á íþróttastund á yngri gangi þar sem sett var upp skemmtileg þrautabraut fyrir börnin. 

Hópastarf: 

Guli hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar/umræða í hópnum um hvað Bína kennir okkur. Tekið var fram skemmtilegt kubbaspil þar sem hópurinn byggði eftir fyrirmyndum. Farið var yfir form, liti og æfðar fínhreyfingar. Þessa vikuna var“Greppikló”lesin. Boðið var upp á markvissa hreyfingu í hópastarfi, dans og teknar nokkrar Latabæjarhreyfingar. Frjáls leikur í lokin.

Rauði hópur: Boðið var upp á þrautabraut í litla garði, hlaup, jafnvægisslá, hopp og sprell sem féll vel í kramið hjá hópnum. Eftir góða hreyfingu var svo farið yfir í stóra garð og týnd upp laufblöð og fleira. Við settum laufblöðin inn í tímarit til pressunar og ætlum að gera okkur laufblaða/listaverk í næstu viku. Hópurinn fór í heimsókn á eldri gang og átti góða stund og leik með börnum þar á bæ. Einnig æfðum við okkur í að setja saman litla plús plús kubba.

Græni hópur: Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt. Unnið var með litina og fékk hópurinn að spreyta sig á litabingói. Bækurnar “Bangsi er týndur” og “Ég er ekki þreyttur” lesnar þessa vikuna. Frjáls leikur í lokin.

Samvera: Nú var það leitin af málbeininu nr. 6 sem þessa vikuna var málhljóðið Ýý. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Íí-Ýý. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Úú. Í samveru þessa vikuna var boðið m.a. upp á markvissa hreyfingu, Latarbæjarhreyfingar/tónlist, dans og yoga.

Blæstund: Blæ spjald vikunnar heitir “Allir eru góðir í einhverju” - við ræddum um spjaldið og hvað er að gerast á því og fengum til góðar umræður. Í lokin var Blær bangsi knúsaður og nuddaður.

Leikvangur: Þrautabraut, yoga og leikir. Í þessum tímum fá þau einnig æfingu í að fara eftir fyrirmælum, fara eftir ákveðnum reglum og standa í röð.

Smiðja: Þessa vikuna fengu börnin að mála listaverk á trönum.

Vettvangsferð: Engin vettvangsferð var farin þennan föstudaginn vegna íþróttastundar á yngri gangi.

Takk fyrir góða heilsuviku með leik og gleði, markvissri hreyfingu bæði inni og úti, íþróttastundar, ávaxtapartýi og notalegheitum. 

Eigið yndislega helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 39

Vikan 27.september – 1.október 2021

Heil og sæl kæru foreldrar J

Ansi fámennt hefur verið af börnum á Læk vegna veikindahrinu sem dunið hefur á okkur síðustu tvær vikurnar. Mikill hósti, hiti, augnsýking og nú hand,- munn og fótasýki, allt virðist vera í gangi. Vonandi fer þessu nú að linna og að við fáum að sjá öll börnin okkar fullfrísk á mánudaginn. Heilsuvika er framundan og hlökkum við mikið til hennar. Miðvikudaginn 6.október verður ávaxtapartý í tilefni heilsuvikunnar og mega börnin koma með einn ávöxt eða grænmeti að heiman. Íþróttadagur á yngri gangi verður svo föstudaginn 8.október.

Hópastarf: 

Guli hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar og skoðuðu myndir sem þeim fylgir. Boðið var upp á könnunarleik þar sem frábær samleikur og gleði einkenndi leikstundina. Hópurinn fór yfir fjölskylduspjöldin sín, en hér er unnið markvisst í að efla þau í orðum og hugtökum sem tengist þessu þema okkar. Hópurinn æfði sig í að klippa eftir beinni línu, ótrúlega flink orðinn “Æfingin skapar meistarann”. Frjáls leikur í hlutverkakrók. Á miðvikudaginn var boðið upp á útinám. Farið var út á útisvæðið og náttúran upplifuð í öllu sínu veldi, laufblöð, könglar og fleiri hlutir týndir og settir í poka og talin þegar inn var komið.  Hópurinn hlustuðu eftir hljóðum í umhverfinu og hoppuðu í pollum.

Rauði hópur: Æfði sig í að segja og klappa í samstöfur, fullt nafn, einnig nafn mömmu og pabba. Við skoðuðum fjölskylduspjöldin og fórum yfir Bínu bálreiðu reglurnar, alltaf gott að minna sig á. Rímið átti einnig hug okkar og er hópurinn orðinn ansi lunkinn í að ríma. Verkefni mánudagsins var: hreyfing – nafnasúpa/þekkja nafnið sitt – fara með tákn stafsins síns – leggja nafnið sitt á stafateppi. Við áttum góðan könnunarleik og fengum til frábæran samleik, allir unnu sem einn og nutu sín sín í hópnum. Þessa vikuna lásum við örsöguna um Dd í Lubbabókinni, en sagan fjallar um hana Diljá sem dreymdi að hún væri komin á fiskidaginn mikla á Dalvík. Einnig lásum við fyrstu söguna í bókinni “Bangsinn hennar Birnu”og skoðuðum Blæspjald vikunnar. Frjáls leikur í hlutverkakrók, en hópurinn er mjög upptekinn af tröllaleik þessa dagana.

Græni hópur: Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt. Leikið var með litina, skoðaðar myndir því tengdu, því næst var boðið upp á perlur þar sem fínhreyfingar voru æfðar sem og klippifærni. Börnin skoðuðu fjölskylduhúsið sitt og nutu sín góðum leik með spennandi efnivið. Frjáls leikur í hlutverkakrók og með bíla.

Samvera: Nú var það leitin af málbeininu nr. 5 sem þessa vikuna var málhljóðið Dd. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Dd. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Íí-Ýý.

Blæstund: Blæ spjald vikunnar. Í umræðunni í gær var rætt um, að það geta allir leikið saman og hvað sé hægt að gera ef einhverjum líður illa eða kemst ekki inn í leikinn. Við skoðuðum svipbrigði krakkana á myndinni og veltum fyrir okkur hvernig þeim liði. Í lokin var Blær bangsi knúsaður og nuddaður.

Leikvangur: Í leikvangi var boðið uppá þrautabraut og leiki.

Smiðja: Þessa vikuna kláruðu börnin þæfingarverkefni sitt.

Vettvangsferð: Farið var með eldri hópinn í vettvangsferð í morgun. Tókum góðan hring og sáum margt og mikið á leið okkar. Yngri hópurinn átti góða leikstund á útisvæðinu okkar.

Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 38

Vikan 20.- 23.september 2021

Heil og sæl kæru foreldrar!

Að venju höfum við haft í nægu að snúast á Læk. Leikur og gleði alla daga.

Hópastarf:

Guli hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn naut sín vel í könnunarleik. Markvisst var unnið með litina, skoðaðar voru litamyndir og þau æfðu sig í að para saman dýr, mat og fleira. Leikið var með stafina og farið yfir málhljóð þeirra. Bækurnar “Engan asa Einar Áskell” og “Stafakarlarnir” var lesin fyrir hópinn þessa vikuna. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Rauði hópur: Æfði sig í að segja og klappa í samstöfur, fullt nafn. Kíkt var á fjölskylduspjöldin en þau eru alltaf jafn vinsæl. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar og Bínumyndirnar skoðaðar. Við lékum okkur með form og liti. Tókum fram bingó spil/form og áttum frábæra spilastund. Hópurinn spreytti sig á skemmtilegu verkefni, við kölluðum það nafna-málhljóðs-hreyfi verkefni. En verkefnið byrjaði á því að nöfn drengjana var sett í nafnasúpu og átti hver og einn að finna nafnið sitt, við hjálpuðumst svo að við að fara með hljóð stafsins og tákn. Síðan tóku við nokkrar hreyfingar með nafnið í hendinni og að lokum var nafnið lagt á þar til gert stafateppi. Þetta fannst þeim rosalega spennandi og skemmtilegt. Hópurinn æfði sig í að klippa myndir úr leikfangabæklingum og áttu góðan samvinnuleik með einingakubba og efnivið frá könnunarleiknum okkar. Þessa vikuna var örsagan um Nn í Lubbabókinni lesin, en sagan fjallar um hann Nóa frá Neskaupstað. Einnig var bókin um “Ævintýri Músadrekans”lesin. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Græni hópur: Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt. Farið var yfir grunnlitina og endað á að spila litaspil. Börnin skoðuðu fjölskylduhúsið sitt og markvisst lögð inn orð og hugtök sem viðkom fjölskyldunni. Börnin teiknuðu og æfðu sig í að klippa. Sagan um hana "Dúnu" var lesin og myndirnar skoðaðar. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Samvera: Nú var það leitin af málbeininu nr. 4 sem þessa vikuna var málhljóðið Nn. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins, lásum söguna og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Nn. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Dd. Eins og alltaf njótum við þess að hafa það gaman í samveru, erum að æfa ný lög og skemmtilega vísu sem heitir “Haustvísa”

Blæstund: Í dag ræddum við um spjald vikunnar/klípusögu. Áttum góða umræðu um það sem var að gerast á myndinni. Þarna voru þrír krakkar að leika með alla kubbana og einn sem ekki fékk að vera með í kubbaleiknum. Þetta fannst þeim ekki nógu gott og hentum við fram og tilbaka hugmyndum hvað best væri að gera í þessum aðstæðum. Í lokin var Blær bangsi knúsaður og nuddaður.

Leikvangur: Í leikvangi var boðið uppá þrautabraut með trambólíni, hringjum á gólfi og fleira.

Smiðja: Þessa vikuna útbjuggu börnin skrímslamynd úr akrýl -litum.

Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða langa helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 

Vika 37

Vikan 13.-17.september 2021
Við höfum átt góða viku saman í leik og starfi, inni jafnt sem úti. Alla daga leggjum við mikla áherslu á að börnin læri að eiga í góðum og jákvæðum samskiptum við hvort annað, læri að deila hlutum, geti sett sig í spor annarra, geti leyst ágreining með farsælum hætti, fundið lausnir og náð málamiðlun.Hér kemur Blær sterkt inn en við vinnum með hans góðu gildi í öllu okkar starfi með börnunum.
Hópastarf:
Guli hópur:
Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar og "Bína í leikskóla" lesin. Einnig voru lesnar vísur úr vísnabókinni "Köttur og mús". Boðið var upp á könnunarleik, leikið með rím, unnið markvisst með liti og tölur, numiconkubba og spjöld. Hópurinn æfði samvinnu sín á milli og kubbuðu saman litlum kaplakubbum. Blær kom í heimsókn og fengu börnin að nudda bangsann sinn og skoða spjald vikunnar. Frjáls leikur í hlutverkakrók.
Rauði hópur:
Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt í samstöfur. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar en bækurnar um Bínu er frábær til að efla og styrkja boðskiptafærni hjá ungum börnum. Við héldum áfram að vinna og leika okkur í stærðfræði, lékum okkur með tölur frá 1-10, numiconform og spjöld. Á miðvikudaginn var boðið upp á útinám/stærðfræði. Við fundum okkur góðan stað á útisvæðinu þar sem hægt var að leggja tölustafi á jörðina. Hver og einn fékk svo að velja sér tölu og finna jafnmarga hluti í náttúrinni og leggja á töluspjaldið sitt. Ótrúlega skemmtilegt og allir svo áhugasamir og duglegir. Þessa vikuna lásum við örsöguna um málhljóðið Bb í Lubbabókinni, en sagan fjallaði um hann Benedikt sem langaði að sjá blöðrusel busla í fjöruborðinu. Blöðruselurinn vakti mikla athygli þeirra og í kjölfar þess var ákveðið að sækja Ipadinn til skoða fleiri blöðruseli. Við lásum bókina "Vertu þú!" en þetta eru skemmtilegar sögur af fjölbreytileikanum. Frjáls leikur í hlutverkakrók.
Græni hópur:
Æfði sig í að segja og klappa nafnið sitt. Lagðir voru inn grunnlitirnir í gegnum leikinn og í framhaldi þess var lesin bókin um "Litina". Börnin skoðuðu fjölskylduhúsið sitt og fóru í könnunarleik. Frjáls leikur í hlutverkakrók.
Samvera:
Nú var það leitin af málbeininu nr. 3 sem þessa vikuna var málhljóðið Bb. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins, lásum söguna og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Bb. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Nn. Við höfum einnig sungið og trallað, dansað, hlustað á tónlist og margt fleira.
Blæstund: Í Blæstund vikunnar tókum við fyrir fyrstu klípusöguna. Við ræddum um hvað var að gerast á myndinni og áttum við góðar umræður. Einnig ræddum við aðeins um "hugrekki" að vera hugrakkur og standa með öðrum börnum og láta vita þegar einhver fær ekki að vera með. Hlökkum til næstu stundar.
Leikvangur: Boðið var upp á skemmtilega þrautabraut, börnin fengu að klifra í rimlunum, æfðu sig að fara í kollhnís, hoppuðu á milli hringja og léku sér með hringi og keilur.
Smiðja: Í smiðju þessa vikuna fengu börnin að þæfa ull.
Vettvangsferð: Engin vettvangsferð var farin þennan föstudag vegna leikfangadagsins í dag.
Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða helgi.
Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.
 
 
Vika 36
Vikan 6. - 10.september 2021
Við höfum haft mikið gaman þessa vikuna í leik og starfi. Við höfum púslað, teiknað, leikið með bíla, trékubba, segulkubba, leir, pleymó, leikið með dýr, litaslæður, farið í hlutverkakrók frammi á yngri gangi og leikið í holukubbunum.
Leikskólalífið er svo spennandi og skemmtilegt, alltaf nóg að gera hjá okkur alla daga.
Hópastarf:
Guli hópur:
Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar og sagan "Bína bálreiða fer í leikskóla" lesin. Bína bálreiða kennir okkur hvernig á að sitja kyrr, passa hendurnar, hlusta og skiptast á, bíða og muna. Einnig fengu þau að heyra söguna "Viltu vera vinur minn". Hópurinn fór í könnunarleik og naut sín vel í frjálsum leik með þessum spennandi efniviði. Skoðaðar voru myndir sem ríma saman. Æfðar voru fínhreyfingar - púslað og teiknað. Leikið var með litina og fengu þau ögrandi verkefni því tengdu. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur:
Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Leikið var með tölustafi frá 1-10. Við spiluðum tölusamstæðuspil og fékk hver og einn að taka til sín jafnmarga litapeninga og talan þeirra sagði til um. Numcon stærðfræðikubbar voru teknir fram og fékk hópurinn að leika sér frjálst með formin, kubbana og spjöldin. Við rýndum í fjölskylduhúsin okkar og skoðuðum margar mömmurnar, pabbana og fleiri fjölskyldumeðlimi. Í könnunarleiknum var í boði margvíslegur efniviður sem hópurinn sýndi mikinn áhuga og úr varð frábær leikur. Bækurnar "Nói og amma Bíbi" og "Nói og Hvalurinn um vetur" voru lesnar að þessu sinni. Frjáls leikur í lokin.
Græni hópur:
Æfði sig í að teikna með trélitum- og unnið var markvisst með litina í leiðinni. Einnig var leikið með litlar litaðar risaeðlur og litaspjöld. Börnin skoðuðu fjölskylduhúsið sitt, þau fóru í könnunarleik og nutu sín í vel í þeim leik. Bókin "Viltu vera vinur minn" var lesin fyrir hópinn. Frjáls leikur í lokin.
Samvera:
Nú var það leitin af málbeininu nr. 2 sem þessa vikuna var málhljóðið Mm. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins, lásum söguna og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Mm. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Bb. Einnig hefur söngur og dans verið á dagskrá sem endranær.
Blæstund: Í Blæstund vikunnar áttum við gott spjall um hvað það er að vera góður vinur. Góður vinur kemur okkur til hjálpar ef eitthvað bjátar á og gefur knús ef okkur líður illa. Sagan "hjálpast að" var lesin en hún snýst um að hjálpa öðrum (eldri hjálpa þeim yngri). Í lokin var Blær bangsi knúsaður og nuddaður.
Leikvangur: Þrautabraut og leikir.
Smiðja: Guli og græni hópur teiknuðu með trélitum.
Rauði hópur æfði sig í að klippa með skærum.
Vettvangsferð: Farið var með yngri hópinn í vettvangsferð í morgun. Á leið sinni sáu þau gröfu og enduðu svo ferðina á hlaupabrautinni við hliðina á leikskólanum. Eldri hópurinn var á útisvæði leikskólans í góðum leik.
Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða helgi.
Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

Vika 35

Vikan 30.ágúst – 3.september 2021

Heil og sæl kæru foreldrar!

Þá er skipulagt starf hafið og allir ánægðir með að vera komnir í gömlu góðu rútínuna að nýju. Við höfum brallað margt skemmtilegt þessa vikuna og notið þess að leika saman, farið í hópastarf, leikvang, vettvangsferð, skoðað bækur, hlustað á sögur og tónlist, sungið, dansað svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur útiveran verið á sínum stað með hjólarúntum, sandkassaleik, frjálsum leik, hoppum og hlaupum um svæðið.

Samvera: Lubbastundir eru hafnar að nýju og var það leitin af fyrsta málbeininu sem þessa vikuna var málhljóðið Aa. Við sögðum saman málhljóðið, fórum með tákn hljóðsins, lásum söguna og hjálpuðum Lubba að finna málbeinið Aa. Við skoðuðum einnig nokkra hluti sem áttu málhljóðið Aa. Enduðum stundina á að setjar myndir af þeim börnum sem áttu staf vikunnar á Lubbaspjaldið okkar. Í næstu tökum við svo fyrir málhljóðið Bb.

Blæstund: Í dag áttum við góða Blæ samveru. Við minntum börnin á mikilvægi þess að vera góður vinur og passa upp á hvort annað. Sungum svo vinalagið “Við erum góð, góð hvert við annað” Í vetur ætlum við að bæta við tilfinningaspjöldum/klípusögum í Blæstundina okkar sem við ætlum að skoða saman og eiga umræður um. Fyrsta Blæ klípisagan tökum við fyrir fimmtudaginn 9.september.

Leikvangur með Kollu: Þrautabraut og leikir.

Smiðja með Nönnu: Féll niður þessa vikuna.

Vettvangsferð: Farið var með helminginn af hópnum í vettvangsferð og tókum við góðan hring í okkar nánasta umhverfi. Sáum margt spennandi í ferðinni þar á meðal hlaupahjól og gröfu. Einnig áttum við gott spjall um náttúruna sem er að taka breytingum þessa dagana.

Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Dísa og Nanna.

 
Vika 32

Vikan 9.-13.ágúst 2021

Heil og sæl kæru foreldrar 

Mikið var gaman að sjá hvað barnahópurinn var glaður og sæll að vera kominn í leikskólann að nýju eftir gott sumarfrí, allir svo spenntir að hitta vini sína og kennara. 

Þessa vikuna höfum við notið þess að leika úti en veðrið hefur svo sannarlega leikið við okkur og höfum við eingöngu farið inn til að borða og hvílast. Börnin eru dugleg að leika sér og dunda á útisvæðinu okkar, þar er alltaf nóg að gera, skoða, rannsaka og uppgötva.

Í gær fimmtudag áttum við skemmtilega hreyfistund á hlaupabrautinni við hliðina á leikskólanum, við fórum í allskyns hreyfileiki, sungum hástöfum “Höfuð, herðar, hné og tær” lékum okkur á ærslabelgnum og lékum okkur með fótbolta á stóra vellinum. Svo gaman að leika og vera saman. 

Nýr starfsmaður byrjar á Læk á mánudaginn, hún heitir Herdís og mun taka við stöðu Laufeyjar okkar sem vinnur út næstu viku á Læk. Laufey verður áfram hjá okkur í Fífusölum bara í minnkuðu starfshlutfalli og á annarri deild.

Takk fyrir þessa frábæru viku og eigið góða helgi.

Sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Inga Sif, Íris, Laufey og Nanna.

 
Vika 21
 
Vikan 17.- 21.maí 2021
 
Heil og sæl kæru foreldrar
Þá fer vetrarstarfi leikskólans að ljúka eftir gott og viðburðarríkt skólaár. Það hefur verið frábært að fylgjast með gullmolunum ykkar síðasta árið þroskast, vaxa og dafna. Þau eru sjálfstæðari, öruggari og farin að þróa góð tengsl við jafnaldra sína, vinátta þeirra á milli verður sýnilegri og sterkari með hverjum deginum. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri þróun næstu mánuðina. Þeim líður vel, sýna mikla gleði og hafa blómstrað í leik, starfi og námi vetrarins. Við erum endalaust heppnar að fá að vera kennarar barnanna ykkar og þátttakendur í þeirra leikskólalífi¿¿
Við hlökkum mikið til skemmtilegs tíma sem framundan er, en í næstu viku byrjar sumarstarf leikskólans með útiveru, vettvangsferðum og leik og gleði. Einnig verður boðið upp á útinám með Kollu og Nönnu, það verður spennandi.
Aðeins að vikunni sem er að líða, en við höfum heldur betur notið veðurblíðunnar, verið mikið úti að leika fyrir og eftir hádegi. Við höfum verið mjög dugleg síðustu vikurnar að leika í stóra garðinum og verður hópurinn öruggari þar með hverjum deginum sem líður. Frjálsi leikurinn hefur verið í hávegum hafður inn á deild, leikur með eldhúsdót, bíla, dupló kubba, holy-block kubba, segulkubba, slæður, pússl svo eitthvað sé nefnt.
Aðlögun nýrra barna - Við eigum von á fimm nýjum vinum sem byrja í aðlögun á Læk 15.júní n.k. Þetta eru allt drengir, fjórir fæddir 2018 og einn 2019. Hlökkum við mikið til að fá þá í hópinn okkar.
Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið mjúka G g, æft tákn hljóðsins, skoðað myndir í Lubba bókinni og sungið vísuna um mjúka G g, svolítið skrítið og erfitt málhljóð að segja en að sjálfsögðu náðum við því. Nú er Lubbi kallinn og Blær bangsi komnir i sumarfrí og mæta þeir aftur galvaskir þegar vetrarstarfið hefst að nýju. Söngur, tónlist og dans hefur einkennt samverunna okkar þessa vikuna, alltaf jafn gaman að vera saman og njóta.
Leikvangur: Kolla bauð upp á skemmtilega og ögrandi þrautabraut þennan fimmtudaginn og skemmtu börnin sér konunglega eins og alltaf.
Smiðja: Börnin fengu að leika með vatn og liti í sullukeri. Það var skemmtileg og spennandi upplifun fyrir þau.
Við áttum afmælisprinsessu í dag og bauð hún bauð hún vinum sínum í ávaxtapartý. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku vinkona og takk fyrir okkur.
 
Takk kærlega fyrir vikuna og njótið vel hvítasunnuhelgarinnar.
 
Kveðja frá okkur á Læk.
 

Vikan 20

Vikan 10.- 12.maí 2021
 
Heil og sæl kæru foreldrar
Við byrjuðum vikuna á skemmtilegu stöðvastuði, en þar var boðið upp á ýmsar skemmtilegar stöðvar sem voru á víð og dreif um leiksvæðið. Börnin okkar nutu þess að vafra um svæðið, kíktu aðeins á stöðvarnar, en að leika var það sem heillaði mest, sandkassinn, hjólin, rennibrautin og rólur alltaf vinsælastar. Í síðdegiskaffinu sama dag var boðið upp á dásemdar Boost sem rann ljúflega niður. Flottur dagur og allir ánægðir.
Nú er aðeins örfáir dagar eftir af vetrarstarfi leikskólans og hefst sumarstarf í Fífusölum þann 25.maí, útivera verður í hávegum höfð og vonum við að veðrið leiki við okkur fram að sumarlokun.
Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Au au, æft tákn hljóðsins, skoðað myndir í Lubba bókinni og sungið vísuna um Au au. Farið var yfir hin ýmsu líkamsheiti, sem er alltaf jafn spennandi. Töldum saman upp í 10 og sungum að sjálfsögðu og trölluðum.
Hópastarf þriðjudag og miðvikudag.
Rauði hópur: Fór í könnunarleik. Æfðu afstöðuhugtök; fyrir framan, aftan, upp á, inn í og fl. Farið var yfir formin og leikið með kubba í öllum regnbogans litum. Lesin var bókin ¿Viltu vera vinur minn¿ við spjölluðum um vináttu og hvað það er að vera góður vinur. Lékum okkur með Numicon stærðfræðikubba, skoðuðum formin vel og töldum götin í þeim, hópurinn lék sér frjálst með kubbaplötur, kubba og form. Frjáls leikur í hlutverkakrók.
Guli hópur: Fór í könnunarleik. Hópurinn lék sér í Holy block kubbum og voru dugleg að byggja saman. Farið var yfir formin og farið í bingó spil því tengdu. Hópurinn fékk perlur og spjöld og æfðu sig í að perla. Lesin var bókin ¿Hvernig líður þér litli björn¿. Frjáls leikur með slæður og eldhúsdót.
Græni hópur: Fór í könnunarleik. Hópurinn spilaði spil þar sem ávextir voru í aðalhlutverki. Þau léku með perlur, kubba, form og liti. Farið var yfir afstöðuhugtök myndrænt og lesin var bókin ¿Hvernig líður þér litli björn¿ fyrir hópinn. Frjáls leikur í hlutverkakrók.
 
Við áttu afmælisprins í dag (á afmæli á morgun) sem bauð vinum sínum í ávaxtafagnað. Kóróna, söngur og gleði einkenndi þessa yndisstund. Til hamingju með daginn elsku vinur okkar og takk fyrir okkur.
 
Engin smiðja og leikvangur var þessa vikuna.
 
Takk fyrir þessa stuttu viku og njótið dagana sem framundan eru.
Sjáumst hress og kát á mánudaginn.
Kveðja frá okkur á Læk
 
Vika 19
Vikan 3.- 7.maí 2021
Heil og sæl kæru foreldrar
Við viljum þakka kærlega fyrir jákvæð viðbrögð vegna fjarveru starfsfólks eftir bólusetninguna í vikunni. Takk fyrir samvinnuna, hún skiptir svo miklu máli.
 
Við höfum átt frábæra heilsuviku saman með miklum leik, hreyfingu og útiveru. Þessa vikuna fluttum við nánast allt okkar starf út hvort sem það var smiðja, markviss hreyfing, frjáls leikur, Lubba,- Blæ, eða hreyfi/söngstundir. Enda ekki hægt annað því veðrið hefur aldeilis leikið við okkur, eingöngu var farið inn til þess að nærast og hvílast. Margt og mikið skemmtilegt hefur verið gert þessa vikuna eins og þið hafið séð á Lækjar facebook-síðunni okkar og hafa börnin verið alsæl í góða veðrinu og blómstrað í leik með vinum sínum. Við ætluðum að enda heilsuvikuna á stöðvastuði í morgun en vegna manneklu og lokaðra deilda verður það fært fram í næstu viku.
 
Við minnum á að það verður skipulagsdagur í leikskólanum föstudaginn 14.maí. En þann dag er leikskólinn lokaður.
 
Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.
Kveðja frá okkur á Læk.
 

Vika 18

Vikan 26.- 30.apríl 2021

Heil og sæl kæru foreldrar

Þá er síðasta vika þessa mánaðar að lokum komin. Vikan hefur verið góð og  margt hefur verið brallað bæði í leik, hópastarfi, samveru, útiveru, leikvangi og smiðju, alltaf fjör og gaman hjá okkur. Við höfum verið mikið úti, bæði f.h. og e.h. og notið veðurblíðunnar sem verið hefur. Á mánudaginn til að mynda borðuðum við síðdegishressinguna okkar úti, það fannst okkur þvílíkt spennandi og börnin voru alsæl í blíðunni. Við komum örugglega til með að gera þetta oftar næstu mánuðina og krossum fingur með veðrið😊

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið EI, ey, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Ó ó.  Það er alltaf sama fjörið í samveru hvern dag, söngur og tónlist með hljóðfæri í hönd, hlustað á barnavísur, nafnalagið sungið hástöfum og farið yfir líkamsheiti, dansað og farið í hreyfileiki.

Blær: Við áttum góða umræðu um vináttu í morgun, fórum vel yfir hvað það er að vera góður vinur. Börnin fengu Blæinn sinn sem fékk mikla  ástúð og umhyggju frá eigundum sínum. Enduðum stundina með að syngja nokkra vinasöngva.

Rauði hópur: Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar myndrænt, æfðum afstöðuhugtök: fyrir framan, aftan, upp á, inn í, við hliðina og fleira. Fórum yfir formin góðu og spiluðum bingó því tengdu. Teiknuðum og æfðum klippigripið okkar. Lásum bókina um hann Max sem fór á leikvöll til að leika. Hlutverkakrókur/frjáls leikur í lokin.

Guli hópur: Fór í könnunarleik, tóku nokkrar  dans og hreyfiæfingar. Skoðaðar voru bækur og mikið spjallað um myndirnar sem þar voru. Hópurinn æfði sig á stærðum og fengu verkefni því tengdu. Frjáls leikur í lokin með eldhúsdót og slæður.

Græni hópur:  Fór í könnunarleik, farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Hópurinn æfði sig í litum og formum, þau spiluðu bingó með formum. Bókin „Þrír kettlingar“ lesin fyrir hópinn. Frjáls leikur i lokin.

LEIKANGUR: Þessa  vikuna var boðið upp á skemmtilega þrautabraut og fengu börnin að hlaupa frjálst um svæðið. 

SMIÐJA: Á mánudaginn var kláruðu börnin hveitibatík myndirnar sínar. Falleg listaverk þar á ferð.

Í næstu viku verður heilsuvika í leikskólanum.  Við á Læk ætlum að leggja mikla áherslu á hreyfingu jafnt inni sem úti. Farið verður í vettvangsferðir, kíkt á ærslabelginn sem er í okkar nánasta nærumhverfi. Ætlum svo að enda vikuna á stöðvastuði þar sem settar verða upp spennandi leikstöðvar á yngri gangi. Ef veðrið verður okkur hliðhollt þá færum við stöðvastuðið út. Þriðjudaginn 4.maí ætlum við hafa ávaxtadag sem þýðir að börnin mega taka með sér ávexti eða grænmeti með sér í leikskólann. 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Kveðja frá okkur á Læk😊

 

Vikan 17
 
Vikan 19.- 23.apríl 2021
Heil og sæl kæru foreldrar
Vikan hefur verið okkur góð í leik og starfi, allt gengið sinn vanagang. Við höfum átt góðan leik inni m.a. leikið í hlutverkakrók, leikið með bíla, dupló-kubba, litla trékubba, dýr, segulkubba, spilað lottó spil, teiknað og púslað. Einnig höfum við verið dugleg úti, við höfum rólað mikið, útbúið margar sandkökurnar, rennt okkur, hlaupið um svæðið í skemmtilegum og spennandi leikjum með vinum okkar. Það er svo gaman að leika úti ¿¿
Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Æ æ, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Við höfum hlustað á tónlist, sungið, dansað og haft gaman saman.
Rauði hópur: Fór í könnunarleik og var efniviðurinn sem í boði var þann daginn, skoðaður vandlega áður en alls kyns tilraunir hófust með hann. Það er svo gaman að sjá þróunina í leiknum þeirra og hvað þau eru orðin dugleg að finna úrlausnir á hinu og þessu til að hlutirnir virki sem skyldi. Flottir vísindamenn hér á ferð. Hópurinn lék sér frjálst með Numicon kubba og plötur, en þetta er mjög góð fínhreyfiæfing, innlögn á litum og mynstrum. Lásum bókina ¿Góða nótt Einar Áskell¿. Spiluðum lottó spil með faratækjum. Frjáls leikur í hlutverkakrók á yngri gangi.
Guli hópur: Fór í könnunarleik og naut sín í góðum leik. Þessa vikuna voru lesnar og skoðaðar bækurnar ¿Kötturinn Brandur¿ ¿Dýrin leitum og finnum¿ og ¿Litirnir¿. Hópurinn lék sér með hljóðfæri, það var mjög skemmtilegt og voru þau ansi dugleg að slá í takt við sönginn sinn. Þau teiknuðu og nutu frjáls leiks með litaðar slæður.
Græni hópur: Fór í könnunarleik, farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar myndrænt. Þau æfði sig í að handfjatla skæri og leikið var með form og liti. Hópurinn skoðaði myndir af ýmsum fatnaði og voru heiti þeirra lögð inn. Græni hópur fékk einnig að leika með hljóðfæri og nutu þau sín heldur betur í botn við þá iðju. Frjáls leikur með bangsa og brúður.
LEIKANGUR: Féll niður vegna sumardagsins fyrsta.
SMIÐJA: Í smiðju þessa vikuna æfðu börnin sig í að teikna og klippa. Einnig byrjuðu þau á hveitibatík myndum, mjög spennandi verkefni sem haldið verður áfram með í næsta smiðjutíma.
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Kveðja frá okkur á Læk¿¿

 

Vika 16

Vikan 12.-16.apríl

Heil og sæl kæru foreldrar

Flott vika að klárast á Læk. Eins og alltaf höfum við haft í nægu að snúast. Við höfum átt góðar stundir í öllu daglegu starfi leikskólans, við höfum leikið, lesið, sungið, dansað, hlustað á tónlist, farið í hópastarf, unnið með sköpun og hreyfingu og margt fleira. 

Veðrið lék aldeilis við okkur fyrstu daga vikunnar, nánast sumarveður og nutum við þess í botn að getað hlaupið út á peysunni einni saman. Upp rann svo fimmtudagurinn með rigningu og roki, það gerði lítið til því við nutum góðs leiks inni með vinum okkar. Í morgun fóru við öll út, yngsti hópurinn lék sér í litla garði meðan þau eldri fóru í vettvangsferð og týndu rusl við leikskólann okkar.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ð ð, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum fyrir Æ æ. Við höfum verið dugleg að æfa nýju söngvana okkar og eru börnin farin að taka undir.

Blær bangsi:  Alla daga leggjum við áherslu á að kenna börnunum okkar að vera góður félagi og sýna vináttu, virðingu og hugrekki og áttum við góða Blæ stund í dag sem endra nær. Börnin knúsuðu Blæinn sinn, en hann fær mikla ást og umhyggju frá þeim. Stundina enduðum við svo á að nudda hvort annað við rólega vináttu tónlist.

Rauði hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar, lesin var bókin „Hvernig passa á afa“ skemmtileg bók með stórum og litríkum myndum sem við skoðum fram og tilbaka. Skoðuðum tölur frá 1-10 og æfðum okkur saman í talningu. Púsluðum saman dýrapúsl þar sem börnin þurftu að finna og para saman dýr og afkvæmi t.d. hundur/hvolpur, Kú/kálfur og fl.

Guli hópur: Fór í könnunarleik og nutu þau sín vel og lengi í frábærum leik. Hópurinn æfði sig í að perla, frjáls leikur með slæðum, brúðum, böngsum og eldhúsdóti.

Græni hópur:  Átti góðan leik í könnunarleik, efniviðurinn gefur endalausa möguleika í að rannsaka og setja saman, alltaf jafn spennandi leikur. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar, hópurinn æfði sig í að lita og klippa. Farið var yfir grunn formin og leikið með þau. Frjáls leikur – eldhúsdót og slæður.

LEIKANGUR: Boðið var upp á þrautabraut, leiki og slökun í lokin.

SMIÐJA: Þessa vikuna fengu börnin að mála við málningatrönur, ótrúlega spennandi og skemmtilegt verkefni.

Vettvangsferð: Í morgun fór eldri hópur að týna rusl bakvið leikskólann, þar var mikið rusl, börnin voru mjög upptekinn við týnsluna. Við töluðum um að við þyrftum að vera dugleg að passa upp á umhverfið okkar og að ekki mætti henda rusli á jörðina, í ruslatunnuna skal það fara.

Við áttum flotta GAMAN SAMAN stund á yngri gangi rétt fyrir síðdegishressingu í dag. Sungin voru hinir ýmsu söngvar og höfðu allir sem einn gaman saman.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Kveðja frá okkur á Læk😊

 
Vika 15
 
Vikan 6.- 9.apríl 2021
Þá er flott vika með gullmolunum ykkar að lokum komin. Það var dásamlegt að fylgjast með hópnum þegar hann sameinaðist á þriðjudaginn eftir páskafrí og löng veikindi hjá þeim mörgum. Þau snerust í kringum hvort annað, hlógu og spjölluðu og gáfu hvort öðru knús. Skipulagt starf hófst á þriðjudaginn og erum við búin að hafa það gott í leik og starfi. Frjálsi leikurinn er rauði þráðurinn í gegnum allt okkar starf þar fer mesta námið fram og eflist félagsfærni þeirra með degi hverjum. Alltaf svo gaman saman.
Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið R r, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum fyrir Ð ð, pínu erfitt málhljóð en við leggjum það inn engu að síður. Við byrjuðum að syngja nýtt lag í vikunni, svokallað nafnalag, þar sem við syngjum nöfnin þeirra og gerum skemmtilegar handahreyfingar með, þetta finnst þeim ótrúlega spennandi. Talning upp í 10, klappa nöfnin okkar í samstöfur, farið yfir líkamsheiti, sungin lög og farið með þulur eru á dagskrá á hverjum degi. Nú ætlum við að fara að leggja inn ný lög til að syngja og taka hljóðfæri meira inn í söngstundina.
Blær bangsi: Blær bangsi kom í heimsókn, við spjölluðum um vináttu, hvað það er að vera góður vinur og hvað góðir vinir gera. Við sungum vináttu lagið okkar ¿Við erum góð, góð hvert við annað¿ og enduðum stundina á að nudda hvort annað.
Rauði hópur: Farið varyfir Bínu reglurnar. Bækurnar ¿Leikskólinn minn¿ og ¿Mýsla litla heldur veislu¿ lesinn fyrir hópinn. Börnin æfðu sig í stærðfræðihugtökum og fengu að spreyta sig á þar til gerðu verkefni. Spiluðum form/bingó, teiknuðum með stórum tússlitum og æfðu sig í að klippa. Frjáls leikur í lokin með eldhúsdót.
Guli og græni hópur sameinaðist þessa vikuna: Hópurinn fór í könnunarleik, hlutir voru rannsakaðir og settir saman á margann hátt, mikil vísindavinna sem hér fer fram. Leikið var með dýr, litir sorteraðir, leikur með tölur 1-5, púslað, bílaleikur og hlutverkaleikur í lokinn.
LEIKANGUR: Kolla bauð upp á skemmtilega þrautabraut.
SMIÐJA: Engin smiðja þessa vikuna.
Vettvangsferð: Farið var með yngsta hópinn í stutta en góða göngu, hringinn í kringum leikskólann. Það var mikið stoppað því það var margt sem greip augu barnanna og þá sérstaklega rafmagnshlaupahjól sem lá á gangstéttinni. Eldri hópurinn var inni og skemmti sér með slæður og dans.
Við áttum afmælisprinsessu sem hélt upp á afmælið sitt í dag en hún verður 2 ára á morgun. Hún bauð vinum sínum í góðan ávaxtafagnað í tilefni afmælis síns. Takk fyrir okkur elsku vinkona og innilegar hamingjuóskir með daginn þinn á morgun.
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 13

Vikan 22.- 26.mars 2021

Þá er þessi pínu skrítna vika að lokum komin. Mikil veikindi á barnahópnum okkar hefur einkennt þessa viku og svo hertar takmarkanir á leikskólastarfi okkar. Við vonum svo innilega að þessar aðstæður vari ekki lengi og hlökkum mikið til að fá alla hressa og káta i hús eftir langa veikindahrinu. Annars má segja að vikan hafi gengið sinn vanagang miðað við allt. Við höfum haft það gaman saman, notið stundanna með vinum okkar í leik og gleði, föndrað fyrir páskana og skemmt okkur vel í útiveru.
SAMVERA: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Þ þ, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Alla daga teljum við upp í 10 og klöppum nöfnin okkar í samstöfur/atkvæði. Einnig erum við dugleg að fara yfir hin ýmsu líkamsheiti hár, augu, enni svo eitthvað sé nefnt, en nýjastu líkamsheitin sem við erum að læra og æfa okkur í er olnbogi og hné ¿¿
HÓPASTARF:
Rauði hópur: Fór yfir Bínu reglurnar og ¿Bína bálreiða í leikskóla lesin. Boðið var upp á perlur og perluspjöld, frábær æfing fyrir fínhreyfingarnar okkar. Héldum áfram með litina og æfðum okkur að flokka lituð dýr á litaspjöld. Frjáls leikur með bíla inn á Hól, á eldri gangi.
Guli hópur: Lék sér með slæður og bolta í öllum regnbogans litum. Farið var yfir Bínu reglurnar og lesin bókin um ¿Bínu bálreiðu¿ Hópurinn skoðaði einnig spennandi litaspjöld og æfðu sig í flokkun lita með litlum litakúlum.
Græni hópur: Lék sér í könnunarleik, spiluðu litaspil og æfðu sig í að þræða kúlur upp á snúruband.
LEIKANGUR: Leikvangur féll niður þessa vikuna.
SMIÐJA: Börnin kláruðu að mála og líma á páskaungann sinn.
VETTVANGSFERÐ: Engin vettvangsferð var farin þessa vikuna.
 
Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.
Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.
 
  • Í næstu viku, Dymbilvikunni verða Lubbi og Blær í páskafríi, einnig verður ekkert hópastarf hjá okkur í þessari viku. Gott væri að fá að vita ef börnin ykkar verða í fríi þessa dagana upp á matarinnkaup og það magn sem þarf að elda í þeirri viku.
  • Minni að lokum á alla póstana frá Erlu og Birnu
 

Vika 12

Vikan 15.- 19.mars 2021

Við höfum átt góða viku saman á Læk. Hópastarf, frjáls leikur, samvera, smiðja, leikvangur hefur verið á sínum stað og allir sem einn notið sín í leik og starfi. Veðrið hefur verið okkur gott síðustu dagana og höfum við átt góða útiveru með vinum okkar. Í gær og í dag höfum við leikið í stóra garði eftir síðdegishressingu, en framkvæmdir standa nú yfir í litla garði. Lækjarhópnum hefur heldur betur líkað það vel og horfum við á þetta sem góða æfingu/aðlögun að leika í kringum þau eldri og upplifa og læra á  umhverfið í stóra garði.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Á á, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Þ þ. Í Blæ stundinni okkar í dag æfðum við okkur í að nudda hvort annað. Nuddið er leið til að skapa jákvæð tengsl á milli barnanna, efla einbeitingu og umburðarlyndi þeirra á milli. Nuddið getur einnig komið í veg fyrir að ágreiningur fái að þróast. Nuddið gekk vonum framar og þetta munum við vinna með og þjálfa þau í næstu vikurnar. 

Hópastarf þriðjudag

Rauði hópur: Farið varyfir Bínu reglurnar. Bókin „Vinátta“ var lesin fyrir hópinn og áttum við uppbyggilegar umræður. Lékum okkur með liti, börnin fengu spjöld og lítil dýr í ákveðnum litum og verkefnið var að sortera dýrin á litaspjöldin. Við höldum áfram að leggja inn forsetningar, fyrir framan, uppá, við hliðina, bak við og fl. Við æfðum okkur í að halda á skærum, það var pínu erfitt en við ætlum að vera dugleg að æfa okkur. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Guli hópur: Fór í könnunarleik. Börnin skemmtu sér vel við að lita Blæ bangsa, þau æfðu sig í að halda á skærum og spiluðu lottó spil. Bókin „Heimur barnsins og leikskólinn minn“ var lesin fyrir hópinn. Frjáls leikur með bolta.

Græni hópur: Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar myndrænt. Hópurinn naut sín vel við leirsköpun og líkamsheiti voru lögð inn og skoðaðar myndir því tengdu. Frjáls leikur í lokin með eldhúsdót.

LEIKANGUR: Þessa vikuna bauð Kolla hópnum upp á skemmtilega þrautabraut sem reyndi vel á litlu kroppana.

SMIÐJA: Börnin teiknuðu með trélitum og nutu sín í botn, einnig léku þau sér með ljósaborð sem staðsett er í smiðju, boðið var upp á skemmtilegan efnivið sem sett var á ljósaborðið og úr varð spennandi leikur og skemmtilegt uppgötvunarnám.

Vettvangsferð: Við höfum verið fá þessa vikuna á Læknum vegna veikinda og fría, var því farið með allan Lækjarhópinn að þessu sinni í stutta en góða vettvangsferð í kringum okkar nánasta umhverfi, börnin fengu að hlaupa um á hlaupabrautinni og enduðum við ferðina okkar á því að hlusta á vindinn hvína í trjánum í kringum okkur. 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 11

Vikan 8. - 12.mars 2021

Við höfum átt dásamlega litaviku og var gaman að sjá barnahópinn í þeim litum sem tilheyrðu hverjum degi. Í tilefni vikunnar ákváðum við að ráðast í skemmtilegt verkefni með Lækjarhópnum, við útbjuggum regnboga með litríkum höndum barnanna. Fallegt listsköpunarverkefni sem við límdum upp á vegg inn í hvíldarherberginu okkar. Vikuna enduðum við svo á regnbogafjöri, opið var á milli deilda og völsuðu börnin á milli og nutu í botn í leik og gleði. Einnig höfum við átt notalegar og lærdómsríkar stundir í hópastarfi, samveru, fataherberginu, frjálsum leik, útiveru og öðrum stundum í leikskólastarfinu okkar þessa skemmtilegu viku.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ö ö, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Á á. Við áttum góða Blæ stund þar  sem við minntum okkur á hvernig er að vera góður vinur, minntum á hve gott er að gefa knús ef vinur á erfitt. 

Hópastarf þriðjudag

Rauði hópur: Farið varyfir Bínu reglurnar og Bína bálreiða myndalottóið spilað. Þessa vikuna voru tvær bækur lesnar fyrir hópinn, sú fyrsta „Emma og litli bróðir“og sú síðari „Uppáhaldsform Depils“. Hópurinn átti skemmtilega Numicon stund þar sem þau léku sér með Numicon form, kubbaspjöld og  skemmtileg skapalón með bílum og bátum og fl. Lögð voru inn stærðfræðihugtök og fékk hópurinn spennandi verkefni því tengdu, þar sem þau þurftu að setja rétta stærð af blýöntum í rétt hólf. Fórum yfir litina og lögðum inn forsetningar, fyrir framan, uppá, við hliðina, bak við og fl. Könnunarleikur og frjáls leikur í hlutverkakrók.

Guli hópur fór í könnunarleik. Hópnum var boðið upp á spennandi hreyfileik þar sem þau fengu að kasta hreyfitening og æfingar gerðar sem komu upp hverju sinni. Leikið var með tölur, form og liti. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar myndrænt og lesin bókin um Bínu bálreiðu.  Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Græni hópur fór í könnunarleik, léku með liti, æfðu sig í teikna með trélitum. Farið var yfir Bínu bálreiðu reglurnar myndrænt. Bækurnar „Kát kríli 1,2,3“og „Ég er eins árs“ lesnar fyrir  hópinn. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

LEIKANGUR: Kolla bauð þeim upp á þrautabraut og slökun í lokin.

SMIÐJA: Verkefni tengt páskunum – þessa vikuna byrjuðum við á að mála páskaunga. 

Vettvangsferð: Engin vettvangsferð var farinn vegna regnbogafjörsins okkar í morgun. Ferðin bíður betri tíma.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 9

Vikan 22.- 26.febrúar 2021

Þá er enn einn föstudagurinn runninn upp. Vikan hefur góð og við höfum notið vel í samveru, hópastarfi, frjálsum leik, útiveru, leikvangi og smiðju. Við erum búin að leika og læra mikið og eiga góðar samverustundir með vinum okkar. Við höfum notið veðurblíðunnar síðustu daga, margir dásamlegir dagar með leik og gleði.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið T t, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið K k. Blær bangsi kom í heimsókn, við minntum okkur á hvað það er að vera góður vinur og höfðum tilfinningaspjöldin til hliðsjónar. Börnin gáfu böngsunum sínum innilegt knús og við sungum saman vináttulagið. Við höfum sungið, æft okkur í að telja, farið yfir hin ýmsu líkamsheiti, klappað nöfnin okkar í atkvæði, og dansað við góða tónlist.

Hópastarf þriðjudag

Rauði hópur: Las bókina „Í sveitinni“ við skoðuðum húsdýrin og sveitina sem iðaði af lífi. Tókum fram Numicon og lékum að þessu sinni með kubbaplötur og kubba. Skemmtileg æfing þar sem við lögðum áherslu á liti, talningu og mynsturgerð. Frjáls leikur í hlutverkakrók.

Guli hópur fór í könnunarleik og átti góðan og innihaldsríkan leik. Guli hópur fékk í fyrsta skiptið að leika með Numicon talnaformin og skemmtu sér vel við að pússla þeim á kubbaplötur. Lesin var bókin „Ég er tveggja ára“ og frjáls leikur í lokin með furðuföt og eldhúsdót.

Græni hópur skemmti sér vel í könnunarleik. Börnin fengu spjöld með fyrsta stafnum í nafninu sínu og léku með málhljóðið. Þau fengu að leika með form og tölur frá 1-10. Bína bálreiða var lesin fyrir hópinn. Frjáls leikur með kubba í lokin..

LEIKVANGUR: Boðið var upp á þrautabraut og slökun í lokin.

SMIÐJA: Verkefni þessa vikuna var tengt kúnni. Nanna sýndi þeim myndir af kúm, og hvað haldið þið börnin fengu meira að segja að „mjólka“ kú sem Nanna var búin að útbúa. Ótrúlega skemmtilegt og spennandi verkefni fyrir börnin að upplifa. 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 8

Vikan 15.- 18.febrúar 2021

Það er búið að vera í nægu að snúast hjá okkur á Læk, enda margir skemmtilegir dagar í þessari viku. Bolludagurinn með fiskibollum í hádeginu og dásemdarbollum með sultu, rjóma og súkkulaði í síðdegishressingu. Á sprengidaginn borðuðum við saltkjöt og baunir. Upp rann svo mest skemmtilegasti dagurinn á árinu ÖSKUDAGURINN.  Dagurinn byrjaði á rólegum nótum og nutum við þess að hafa það huggulegt við bókalestur og rólegan leik. Eftir morgunmat og ávaxtastund var boðið á ball inn á Læk þar sem tónlistin dunaði. Eftir gott ball lá leiðin inn á Laut og þar var horft á Hvolpasveitina með rúsínur í hönd. Eftir bíóið fengu börnin að ganga á milli deilda þar sem leikjastöðvum hafði verið komið fyrir og áttu börnin skemmtilegan leik með öllum á yngri gangi. Heimabökuð pítsa var í hádegismat og eftir góða hvíld var andlitsmálning í boði fyrir þá sem vildu. Frábær dagur í alla staði.

Einnig nutum við góðrar samveru í hópastarfi, samveru, frjálsum leik, útiveru, leikvangi og smiðju þessa vikuna.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið P p, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið T t. Blær bangsi og vináttuverkefni tengt vináttu voru á sínum stað. Einnig höfum við notið tónlistar, sungið, dansað og trallað.

Hópastarf þriðjudag

Rauði hópur byrjaði hópastarfstímann í frjálsum leik í hlutverkakrók, en í þessum sjálfsprottna leik fer mikið nám fram. Eftir því sem leikurinn þróast fara börnin að ákveða sjálf leikinn, semja reglur sjálf og ákveða hvernig leikurinn þróast. Það verður gaman að fylgjast með þeirri þróun hjá þeim. Við byrjuðum lesa bókina um Barbapabba og hans fjölskyldu. Skemmtileg bók, við skoðum myndirnar saman og spjölluðum um það sem við sáum. Börnin fengu skemmtilegt stærðfræðiverkefni í hendurnar, við æfðum okkur á hugtökunum stór, minni, minnstur. Í lokin fengu þau að æfa sig að setja mismunandi stærðir af girnilegum ísum á þar til gerð spjöld.  

Guli hópur fór í könnunarleik, þau dunduðu þau sér vel, rannsökuðu, byggðu og gerðu allskyns tilraunir með efniviðinn. Börnin æfðu sig í að pússla, léku með liti og flokkun. 

Græni hópur fór í könnunarleik líkt og guli hópur og skemmtu sér vel með efniviðinn sem gefur þeim endalausa skemmtilega og spennandi möguleika. Börnin spiluðu lottóspil, æfðu sig í að sortera liti og léku sér með tölur frá 1-10. Hópurinn fékk að heyra fleiri sögur um Bínu bálreiðu.

LEIKVANGUR: Boðið var upp skemmtilega leiki og slökun í lokin.

SMIÐJA: Börnin fengu að sulla með vatni, en vatnsleikur örvar bæði líkamlegan og andlegan þroska barnanna. Það var mikil gleði og upplifun hjá litlu Lækjarmolunum okkar sem eru að uppgötva og læra svo margt. Næstu mánuðina í smiðju ætlar Nanna að vinna með þemað „HÚSDÝRIN“.

Vettvangsferð: Við fórum í  gönguferð með allan hópinn í morgun, gengum að Salaskóla og tilbaka. Margt spennandi var að sjá á þessari stuttu leið okkar, fyrst ber að nefna fuglinn vin okkar Krumma sem sveimaði yfir okkur, við sáum stórar gröfur við Lindarkirkju og fullt fullt af bílum og fólki sem var í göngu eins og við. 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 7

Vikan 8. - 12.febrúar 2021

Þá er ein önnur vikan á Læk á enda. Við höfum átt góða viku saman og notið þess að leika og læra saman í frjálsum leik, hópastarfi, samveru, smiðju, leikvangi og útiveru. Við  höfum heldur betur notið góða veðursins í útiverunni þessa vikuna, pínu kalt en ótrúlega hressandi. Svo kom snjórinn á miðvikudaginn og kyngdi honum niður heldur hressilega, alltaf gaman að fá snjó og skemmtu börnin sér vel í góðum leik á útisvæðinu okkar. Í gær fimmtudag ákváðum við að vera inni í hlýjunni vegna roks og mikillar bleytu í garðinum okkar og áttum góðan innidag í staðinn.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið O o, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið P p. Blær bangsi kom í heimsókn og við héldum áfram að lesa upp úr bókinni „Lífið í leikskóla“. Börnin fengu litla Blæinn sinn og gáfu honum hlýju og ástúð. Þennan föstudaginn fékk hann gott líkamsnudd, við nudduðum magann, höfuðið, andlitið, hendur og fætur og í lokin sungum við „Bangsi lúrir“ og svæfðum alla bangsana. Fuglinn Krummi er okkur mikið hjartans mál þessa  dagana, við fylgjumst grannt með ferðum hans þegar hann sveimar yfir okkur í útiverunni. Þá þenjum við raddböndinn og syngjum fyrir hann „Krummi krúnkar úti“. Við erum dugleg að telja upp í 10 og börnin eru orðin ótrúlega flink að klappa nöfn og orð í samstöfur/atkvæði. Að klappa í samstöfur/atkvæði er eimitt einn þáttur í að efla hljóðkerfisvitund barnanna.

Hópastarf þriðju- og miðvikudaga:

Rauði hópur átti góðan könnunarleik og það er gaman að fylgjast með þeim gera allskyns uppgötvanir með leikefnið sem þessi leikur býður upp á. Leikurinn verður þróaðri með hverri vikunni og eru þau farin að sameina efniviðinn með vinum sínum og farin að leika meira saman. Við fórum í litabingó, æfðum okkur í grunnlitunum sem og æfðum okkur í að vera þolinmóð og bíða eftir að röðin kæmi að okkur. Við lásum bókina „Þriggja ára“ og skoðuðum myndirnar úr bókinni. Stærðfræði – börnin fengu að leika með Numicon stærðfræðikubba og æfðu sig í að pússla þeim á spjöld, einnig skoðuðum við kubbana vel og töldum m.a. götin í þeim. Frjáls leikur með einingakubba í lok hópastarfstímans. 

Guli hópur fór í könnunarleik og lék sér. Bókin „Hvernig líður þér“ var lesin og myndir skoðaðar, en við erum mjög upptekinn af tilfinningum. „Bína bálreiða“ fengu þau einnig að hlusta á en Bína er dugleg að kenna okkur hinar ýmsu félagslegar reglur. Hópurinn æfði sig í að sortera grunnlitina. Þau skoðuðu og æfðu sig á rím myndum sem hanga á veggnum okkar inná deild. Hópurinn fékk einnig innlögn í gegnum leik á tölum frá 1-10 og pússluðu skemmtileg púsl. Frjáls leikur dúkkukrók í lok hópastarfstímans.

Græni hópur átti einnig góðan könnunarleik. Hópurinn lék með litaslæður, hér var áhersla lögð á innlögn á grunnlitun í gleði og söng. Börnin æfðu sig í að sortera dýr eftir litum, þau léku með litaspjöld og æfðu sig í litabingó. Einnig voru formin tekinn fyrir og fengu börnin að leika með spjöld með grunnformunum á. Frjáls leikur í dúkkukrók í lok hópastarfs.

LEIKVANGUR: Boðið var upp þrautabraut og slökun.

SMIÐJA: Börnin útbjuggu bolluvendi fyrir bolludaginn. 

Við fórum með yngsta hópinn í vettvangsferð í morgun, tókum góðan hring í kringum leikskólann. Þegar í leikskólann var komið að nýju voru þau pínu þreytt, en við förum rólega af stað og bætum svo í smá saman.

Það er spennandi vika framundan: Bolludagur er á mánudaginn með fiskibollum í hádeginu og rjómabollum í síðdegishressingu. Boðið verður upp á saltkjöt og baunir á sprengidaginn og á öskudaginn verður náttfatadagur í leikskólanum. 

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 6

Vikan 1. - 5.febrúar 2021

Þessi flotta vika var helguð tannvernd og höfum við lært mikið um góða tannhirðu og tannheilsu. Við hlustuðum á sögur og skoðuðum myndir þessu tengdu. Þetta skemmtilega þema unnum við markvisst í hópastarfi og samveru. Börnin æfðu sig m.a. í að tannbursta tanngóm og við ræddum um mikilvægi þess að tannbursta sig alltaf. Tanngómana og tannbursta fengum við að láni frá Tannlæknastofu Elfu Guðmundsdóttur sem staðsett er á Salvegi 2. Þökkum við henni vel fyrir.

Fimmtudagsmorgun fór Guli hópur í gönguferð með vinum sínum af Lautinni út í Salalaug með listaverk sem börnin útbjuggu í tilefni af degi leikskólans. Listasýningin í Salalaug byrjar formlega í dag og mun standa fram til föstudagsins 12.febrúar. Við hvetjum ykkur eindregið til að fara og skoða fallegu listaverkin með börnunum ykkar.

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið I Y, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið O o. Blær bangsi kom í heimsókn í morgun að venju og sagði okkur sögu um „Lífið í leikskóla“ en í þessari góðu bók eru tólf litlar rímvísur sem lýsa kunnuglegum aðstæðum í lífi ungra leikskólabarna. Við skoðuðum saman myndir af börnum í ýmsum aðstæðum, en ung börn geta fundið fyrir margskonar tilfinningum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Oft  er stutt á milli gráts og gleði hjá börnunum enda eiga þau erfitt með að færa tilfinningar sínar í orð, en með hjálp tilfinningaspjalda sem við kennarar berum um hálsin hefur tilfinningaskilningur þeirra eflst og eiga þau auðveldara með að tjá sig við okkur ef eitthvað kemur upp á. Í lok samverunnar fengu þau Blæinn sinn í hendurnar og nutu tónlistar um vináttu.

Hópastarf þriðju- og miðvikudaga:

Rauði hópur æfðu sig í litunum, þau sorteruðu lituð dýr á þar til gerð litaspjöld. Við lásum bókin „Bína bálreiða fer í leikskóla“ en Bínu bækurnar byggja á langri reynslu á að styrkja boðskiptahæfni og efla málþroska  hjá ungum börnum. Tannheilsa - Ræddum um hvað er hollt og hvað er óhollt fyrir tennurnar, höfðum uppi myndir sem þau gátu skoðað að vild. Við horfðum á myndband um tannburstun og börnin æfðu sig að tannbursta tennur/tanngóm og nota tannþráð. Einnig horfðum við á þá villinga „Karíus og Baktus“ þeir voru pínu skrítnir, en  vöktu mikla kátínu hjá hópnum. Einnig fengu þau að lita óhreinindi á stórar tennur og tannburstuðu svo óhreinindin af, það fannst þeim skemmtilegt. En mest spennandi var að skoða þessa litlu bræður með stækkunargleri, þvílíka sportið sem það var.

Guli hópur fór í könnunarleik og dunduðu sér vel og lengi með flotta efniviðinn. Þau fengu að leika frjálst með litaðar slæður sem þau settu yfir sig og nutu sín í leik og gleði. Leikur með kubba, hreyfiæfingar og fleira skemmtilegt var boðið upp á. Tannheilsa - hópurinn skoðaði myndir af tönnum, tannlæknum, tannkremi og tannburstum. Þau fengu eins og rauði hópur að æfa sig í að tannbursta og nota tannþráð á tennur/tanngóm, og lita óhreinindi á tennur og tannbursta óhreinindin í burtu. 

Græni hópur átti einnig góðan könnunarleik. Þessa vikuna voru bækurnar „Lúlli kann að telja“ og „Leikskólinn minn“ lesin fyrir hópinn. Börnin fengu að leika með liti og æfðu sig í að sortera. Tannheilsa – hópurinn skoðaði myndir af tönnum, tannlæknum, tannkremi og tannburstum. Eins og hinir tveir hóparnir þá æfðu þau sig í tannburstun og skoðuðu tannþráðinn gaumgæfilega. Þau voru ótrúlega dugleg að tannbursta burt óhreinindin af stórum hvítu tönnunum, mjög skemmtilegt verkefni.

LEIKVANGUR: Boðið var upp á frjálsan leik með dýnur, bolta og fleira.

SMIÐJA: Smiðja féll niður þessa vikuna.

Dagur leikskólans: Í tilefni af degi leikskólans þann 6.febrúar var boðið upp á „opið flæði“ í morgun, nóg var í boði og fengu börnin að valsa um á milli deilda og nutu þess sem þar var  í boði.

Lækur bauð vinum sínum á yngri gangi í danspartý eftir síðdegishressingu. Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

 

 

 

Vika 5

Vikan 25.- 29.janúar 2021

Við höfum átt góðar, spennandi, skemmtilegar, uppbyggjandi og lærdómsríkar leikskólastundir þessa vikuna. Alltaf gaman og nóg um að vera hjá okkur, hópurinn sýnir mikla gleði í öllu því sem við réttum að þeim. Þau eru fróðleiksfús, forvitinn og alltaf til í tuskið.

Næsta vika verður helguð tannvernd en Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku ár hvert. Hægt er að finna upplýsingar um tannhirðu barna inni á heimasíðu Embætti landlæknis, undir heilsa og líðan/tannvernd. Við á Læk ætlum að nota vikuna í almenna fræðslu í gegnum myndir, sögur og söng.  

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið S s, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið I i og Y y. Við syngjum mikið í samverunni okkar og tökum alltaf nokkur dansspor fyrir hádegismat. Ekki má gleyma okkar sameiginlegri talningu frá 1-10 og nafnakalli þar sem við klöppum nöfnin okkar í atkvæði. Þessa vikuna sem og síðustu vikur höfum við verið upptekinn af vináttu, tölum mikið um hvað það er að vera góður vinur. Blær bangsi kom í heimsókn í morgun og tók létt spjall við börnin en þau taka þessa stund mjög alvarlega og eru ein augu og eyru þegar hann tekur til máls. Gildin sem Blær stendur fyrir fléttum við inn í allt okkar starf til að stuðla að jákvæðu og öruggu umhverfi fyrir þau að lifa og hrærast í. En leikskólaheimurinn er jú pínu stór og margt sem þarf að lærast og taka inn til að geta átt í góðum og jákvæðum samskiptum við alla sem þar eru.

Hópastarf þriðju- og miðvikudaga:

Rauði hópur fór í könnunarleik og naut  sín vel á sínum svæðum í frábærum leik. Við lékum okkur með tölutáknin 1-10 og skoðuðum talnaspjöld með jafnmörgum hlutum og talan sagði til um, hugtök eins og stór-lítill, þungur-léttur og langur- stuttur lögðum við inn í gegnum eininga kubbaleik. Börnin fengu að æfa sig í í litunum og æfðu sig í að sortera persónur og dýr. Við æfðum okkur í grunnformunum með því að spila bingó/form það fannst börnunum mjög skemmtilegt. Æfðum okkur að ríma en við höfum límt á vegg rímmyndir sem  eru sýnileg börnunum alla daga. Lásum bókina „Sjáðu“ myndaversbók með skemmtilegum orðum og litríkum myndum, hún sló heldur betur í gegn og lásum við hana yfir tvisvar. Frjáls leikur í lokin/dúkkukrókur og leikur á dýnum í hvíldarherbergi.

Guli hópur naut sín vel í könnunarleiknum, leiknum ráða þau sjálf og eru þau farin uppgötva að hægt er að leika með efniviðinn á margan máta. Börnin æfðu sig í að pússla og perla sem eru góðar æfingar til að efla fínhreyfingar. Þau fengu að leika með form og liti og spiluðu skemmtilegt litaspil. Eins var leikið með lítil dýr sem þau sorteruðu síðan saman eftir litum með kennara sínum. Þessa vikuna var bókin „Ég er tveggja ára“lesin fyrir þau. Frjáls leikur í lokin með eldhúsdót og furðuföt.

Græni hópur fór í sinn könnunarleik og átti góðan leik með þennan skemmtilega efnivið. Þau fengu að skoða og leika með „Numicon kubba“.  Börnin pússluðu og efldu fínhreyfingarnar sínar í leiðinni, skoðuðu myndir í bók um litina og lögð voru inn ný orð/málörvun. Boðið var upp á leik með tölur frá 1-10. Þau lásu bókina um Pésa og Pippu „Nýi vinurinn“ og bókina „Ég er eins árs“ Frjáls leikur í lokin þar sem hópurinn fékk að leika með slæður í öllum regnbogans litum og spennandi skynörvunarleikföng.

LEIKVANGUR: Kolla bauð þeim í skemmtilega þrautabraut og slökun.

SMIÐJA: Smiðjan féll niður þessa vikuna.

Vettvangsferð: Farið var í vettvangsferð með hálfan hópinn í morgun. Við tókum þau elstu og fórum góðan hring í okkar nærumhverfi. Börnin voru ótrúlega dugleg í gönguferðinni, sýndu engin þreytumerki og blésu varla úr nös þegar í leikskólann var komið. Næsta föstudag fer yngri hópurinn í vettvangsferð.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

Vika 4

18.- 22.janúar

Þessi vika hefur verið okkur góð á Læk eins og allar hinar á undan. Það er alltaf nóg um að vera bæði leik og starfi. Smiðja, hópastarf, málörvunarhópar, leikvangur, frjáls leikur, samvera og útivera eru fastir liðir í okkar vikustarfi með börnunum. Við höfum það gott saman og allir eru að njóta sín. 

Við í Fífusölum fögnuðum Þorra með að halda Þorrablót í hádeginu og það voru sannir Lækjarvíkingar sem voru duglegir að smakka allt sem á boðstólum var, en hárkarlinn var ekki eins spennandi. 

Samvera: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið F f, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið S S.  Blæ stund áttum við í dag, spjölluðum um hvað er að vera góður vinur og enduðum á því að gefa Blæ gott líkamsnudd. Við syngjum alla daga, dönsum og hlustum á skemmtileg tónlist.

Hópastarf þriðju- og miðvikudaga:

Guli hópur fór í könnunarleik og átti góða stund í að leika með efniviðinn, skoða og gera allskyns tilraunir með hann. Form og litir, innlögn í gegnum leikinn, við nýttum okkur dupló kubba í grunnlitunum og form sem útbúin voru sérstaklega fyrir Lækjarhópinn. Bókin „Hvernig líður þér“ var lesin og myndir skoðaðar. Frjálsi leikurinn á sinn fasta sess í hópastarfi okkar, þar sem börnin fá að leika á og njóta sín í fámennum hópi.

Rauður hópur fór í könnunarleik og naut sín frábærlega í að leika, rannsaka og gera allskyns tilraunir á þessum skemmtilega verðlausa efniviði. Þau leika enn mikið í samhliðaleik en nú er farið að örla á tenglum á milli þeirra, þau eru farin að sýna hvort öðru og leikefni meiri áhuga. Það verður spennandi að fylgjast með þróun leiksins þeirra næstu vikurnar. Hópurinn fékk að leika með Numicon stærðfræðikubba, við byrjuðum á því að skoða formin og litina á kubbunum og síðan fengu þau hvert sitt spjald og pússluðu á sinn máta kubbunum á. Einnig lékum við okkur með skemmtilegt námsefni við innlögnina á grunnlitunum og formunum. Rauði hópur las þessa vikuna tvær bækur um þau Pésa og Pippu „Nýi vinurinn“ og „Rauða blaðran“ Eins og guli hópur þá áttum við góðan frjálsan leik í hlutverkakrók þar sem var í nægu að snúast.

Græni hópur fór eins og hinir tveir hóparnir í könnunarleik og áttu góðan leik í samveru við hvort annað. Þau fengu innlögn á grunnlitunum í gengum leikinn, einnig fengu börnin að skoða litina í skemmtilegri bók. Leikið var með tölustafi frá 1-10. Hópurinn fékk perlur og spjöld í hendurnar og æfðu fínhreyfingarnar sínar. Bókin „Snertu og finndu“ var lesin fyrir hópinn báða dagana. Þetta er skemmtileg bók með litríkum myndum og frábær til að þroska skynjun barnsins.

LEIKVANGUR: Kolla bauð þeim í skemmtilega þrautabraut og slökun.

SMIÐJA: Verkefni dagsins var að búa til víkingahjálma fyrir þorrablótið okkar. 

Vettvangsferð: Við fórum í okkar fyrstu vettvangsferð í morgun. Farið var í kringum leikskólann, gönguferðin tók tíma enda margar litlar lappirnar. Lítil skref verða að stórum skrefum með tímanum.

Við áttum „gaman saman“ stund  fyrir síðdegishressingu í dag með söng, gleði og gaman. Einnig fengu börnin að sjá myndir og hluti frá gamla tímanum í tilefni Þorrans.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vika 2

11.- 15.janúar 2021

Þessi vika hefur verið mjög góð á Læk, við höfum brallað margt og mikið. Skipulagt starf byrjað og allir sælir og ánægðir með sitt. Leikurinn er allsráðandi í gegnum daginn okkar, hvort sem það er í skipulögðu starfi eða öðru starfi leikskólans. Þessa vikuna höfum við verið upptekinn í leik með dupló, playmó, bíla, dýr, eldhúsdót, furðuföt og margt fleira. Eins höfum við leikið okkur með tússliti og spjöld sem gaman er að lita á.

Aðlögun nýju vinkonu okkar hefur gengið eins og í sögu, hún er alsæl og nýtur sín vel í okkar yndislega Lækjarhópi. Nú erum við orðin tólf, þrjú börn fædd 2018 og níu börn fædd 2019. 

Samvera: Nú æfum við okkur alla daga að telja saman upp í 10 og klappa nöfnin okkar í atkvæði áður en Lubbi kemur í heimsókn og fer yfir málhljóðin með okkur. En þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið G g, æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum fyrir málhljóðið Ff. Við höfum sungið, dansað og haft gaman saman. Blær bangsi kom í heimsókn í dag eftir langa fjarveru og fékk hann innilegt knús frá börnunum og að sjálfsögðu sungum við vinarlagið okkar „Við erum góð, góð hvort við annað“

Hópastarf: Við erum byrjaðar að vinna markvisst með orðaforða og málskilning barnanna í hópastarfi sem og í öllu okkar leikskólastarfi. Við höfum notið þess að lesa og skoða myndir í bókum, spilað og lagt inn liti og form í leiðinni, leikið með skemmtilega trékubba og æft okkur í að byggja saman. Börnin fengu að handfjatla skæri og æfðu sig í að klippa. Við ætlum að vera dugleg að efla fínhreyfingar barnanna, með því að æfa okkur með skæri sem og að byrja að þjálfa þau í réttu blýantsgripi. 

Eins áttum við góðar stundir í hlutverkakrók þar sem við efldum félagsfærni okkar í leiðinni, en hlutverkaleikur er frábær námsleið til að læra að eiga í góðum samskiptum, taka tillit, deila leikföngum og sýna hvort öðru samkennd.

LEIKVANGUR: Það var mikil gleði, ærsl og hlaup í leikvangi í gær, fimmtudag þar sem Kolla bauð þeim upp á spennandi þrautabraut, börnin nutu sín heldur betur í botn.

SMIÐJA: Það var skemmtilegt að fylgjast með 2019 börnunum fara í Smiðju í fyrsta skiptið á mánudaginn. Þau urðu skyndilega svo mikið fullorðinn þegar þau örkuðu af stað á vit ævintýranna með Nönnu. Allur barnahópurinn fór í smiðju og verkefni dagsins var að mála með vatnslitum.

Við áttum afmælisprinsessu þessa vikuna og bauð hún vinum sínum í ávaxtafagnað í tilefni afmælis síns. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku vinkona.

Frábær vika að baki og við hlökkum mikið til næstu.

Njótið helgarinnar.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

Vika 1 

5. -  8.janúar 2021

Kæru foreldrar J

Þá er fyrsta vikan á nýju ári senn á enda. Þetta hefur verið flott vika, skemmtileg og höfum við haft í nægu að snúast í leik og starfi. Það má með sanni segja að gleðin var mikil þegar hópurinn sameinaðist að nýju á þriðjudaginn var eftir gott jólafrí, dásamlegt að sjá þessa litlu vini hlaupa í kringum hvort annað með glettilegt bros á vör. Við höfum verið dugleg að leika og hefur sjálfsprottni leikurinn verið allsráðandi þar sem börnin stýra leiknum á sínum forsendum, sem er hinn fullkomni leikur 😊 Við höfum sungið mikið, trallað og dansað, og að sjálfsögðu kvöddum við jólin með jólasöng og dansi. 

Útivera hefur verið með mesta móti, pínukalt en dásamlegt útiveður fyrir börnin að njóta í góðum leik. 

Í næstu viku hefst skipulagt starf að nýju og erum við full tilhlökkunar að takast á við ný og spennandi verkefni með börnunum ykkar. Lubbi kemur úr jólafríi og við getum ekki beðið eftir því að fara að læra ný málhljóð og leika með þau í okkar daglega leikskólastarfi. Blær vinur okkar kemur einnig og ætlar að halda áfram að leiðbeina okkur hvernig við eigum að passa upp á hvort annað og vera góður félagi allra. Gildi þessa verkefnis höfum við að leiðarljósi eins og alltaf en þau eru: Umhyggja, virðing, umburðarlyndi og hugrekki. Félagsfærni barnanna eflist með hverjum deginum og þau verða duglegri og duglegri með hverri vikunni að eiga í jákvæðum samskiptum við hvort annað. 

Í hópastarfi næstu mánuðina ætlum við að vinna markvisst með málörvun, við ætlum að lesa bækur með því markmiði að efla tal, hlustun, málskilning og orðaforða barnanna. Við ætlum að efla og þjálfa hljóðkerfisvitund barnanna og byrjum á að æfa okkur að klappa nöfnin okkar og hluti í atkvæði og leika okkur með rím/myndir. Stærðfræði/hugtök, form, litir, mynstur ætlum við einnig að leika okkur með og ætlum við að æfa okkur að telja saman upp í 10 og erum við þegar byrjuð. Við ætlum að vinna með Numicon stærðfræðikubba, handfjatla þá og skoða og tengja þá við form, liti og tölur. 

LEIKVANGUR: Í gær fimmtudag fengu öll Lækjarbörn að fara í smá aðlögun til Kollu í Leikvang. En framvegis fara þau nú öll í Leikvang/ hreyfingu einu sinni í viku.  Hér er markmiðið að efla alhliða þroska barnsins og líkamsvitund. En markviss hreyfiþjálfun hefur áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eflir vináttubönd“ (Heilsustefnan)

SMIÐJA: Frá og með næstu viku fara öll Lækjarbörn  í Smiðju til Nönnu og taka þátt í skemmtilegum og spennandi verkefnum í listsköpun og tilraunum. „Hér er lögð áhersla að börnin fái tækifæri til að prófa sig áfram með fjölbreyttan efnivið, geri tilraunir og þjálfi upp færni sem leiðir af sér að þau verði viss um eigin getu. Markmiðið er að viðhalda forvitni, sköpunargleði, efla sjálfstraust og ímyndunarafli barnanna“(Heilsustefna)

Fullt af nýjum áskorunum, upplifunum og ævintýrum í leik, námi og starfi framundan.(Sjá námsáætlun fyrir janúar og febrúar)

Ein lítil vinkona bætist í Lækjarhópinn okkar á mánudaginn og verður hún í aðlögun alla næstu viku. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar og hlökkum mikið til að kynnast henni.

Við áttum afmælisprinsessu í dag sem bauð vinum sínum í afmælisfagnað í tilefni dagsins síns. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku vinkona okkar.

Þökkum fyrir þessa dásamlegu viku með gullmolunum ykkar.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

14. - 18.desember 2020

Þá er þessi dásamlega vika senn á enda, hún hefur verið róleg en viðburðarrík. Við höfum einblínt á að njóta líðandi stundar í leik og starfi með börnunum og hafa það gaman saman.

Í upphafi vikunnar var jólatréð sett upp og fengu börnin að hengja jólabjölluna sína sem þau föndruðu, á tréð á þriðjudaginn. 

Litlu jólin okkar gengu eins og í sögu þar sem allir sem einn með gleði í hjarta tók þátt í söng og dansi í kringum jólatréð. Jólamaturinn og ísinn slógu í gegn og borðuðu allir með bestu lyst. Í samveru þennan sama dag fengu þau jólapakka frá jólasveininum, sem var ekkert smá spennandi að fá 😊 Eftir síðdegishressingu fengum við heimsókn frá tveimur jólasveinum sem sprelluðu og sungu með börnunum í garðinum okkar.

Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur þessa vikuna og höfum við notið þess að vera úti að leika með vinum okkar alla dagana. 

Í dag hittust við á yngri gangi til þess að kveikja á fjórða og síðasta kertinu sem ber heitið Englakertið. 

Leikvangur/Kolla 9:30-10:15 – 2018 árgangur: Þrautabraut, leikir og slökun.

Næsta vika verður stutt, ekkert skipulagt starf, bara leikur og gleði, huggulegheit, jólatónlist og útivera.

Takk fyrir frábæra og notalega viku.

Njótið helgarinnar.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara, Nanna og Gerður.

 

7-11.desember 2020

Þessi vika hefur einkennst af miklum notalegheitum og hafa dagarnir verið mjög rólegir og afslappaðir. Við höfum skipt okkur mikið niður í litla hópa þar sem leikur og föndur fyrir jólin hafa verið allsráðandi. Samveran okkar hefur einkennst af jólatónlist og syngja börnin hástöfum og dilla sér í takt við músíkina. Við njótum þess að hlusta á fallega jólatónlist og höfum hana mikið í bakgrunni hvort sem það er leikur eða föndur í gangi. Börnin hafa verið mjög upptekinn af myndum tengdum jólunum sem við settum upp um daginn, og er mikið bent og spjallað um jólasveinana sem þar eru, piparkökurnar, matinn/hangikjötið og mömmu og pabba jólasveinana. 

Ekki má gleyma leiknum sem er rauði þráðurinn í gegnum leikskóladaginn okkar, en þessa vikuna höfum við leikið með einingakubba, holyblock kubba, dýr, bíla, playmó, dupló kubba, greiðukubba,furðuföt, eldhúsdót, pússlað, spilað, leirað, teiknað, hlustað á sögur, skoðað myndabækur, leikið í hlutverkakrók frammi á gangi svo fátt eitt sé nefnt.

Við höfum náð aðeins meiri útiveru þessa vikuna og höfum heldur betur notið þess í botn að komast út í ferska loftið eftir góðan dag í leikskólanum. Völlurinn hefur verið ansi háll suma dagana og ekki þorandi að fara út með börnin.

Yngri gangur átti notalega jólasamveru í dag, við kveiktum á þriðja aðventukertinu sem heitir Hirðakertið og sungum nokkur jólalög.

Í næstu viku verður jólatréð sett upp í matsal leikskólans og fá börnin okkar að taka þátt í að skreyta tréð með fallegu jólaskrauti sem þau hafa sjálf föndrað. Miðvikudaginn 16.desember verður jólaball og jólamatur með öllu tilheyrandi. Þennan sama dag eigum við von á óvæntum gestum sem ætla að koma og heimsækja okkur í útiveru um þrjú leytið, það verður spennandi 😊

Leikvangur/Kolla 9:30-10:15 – 2018 árgangur: Þrautabraut, leikir og slökun.

Smiðja/Nanna 8:45-9:15 – 2018 árgangur: Verkefni tengt jólum.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara, Nanna og Gerður.

 

30.nóv - 4.des 2020

Kæru foreldrar 😊

Vikan hefur ljúf og góð fyrir alla, börnin hafa notið þess að vera í góðum leik með vinum sínum. Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi, við höfum málað, föndrað, skreytt, hlustað og sungið jólalög. Það er góð stemning í loftinu og við höfum það svo huggulegt saman. Inni á deildinni okkar höfum við límt myndir af jólasveinum og ýmsu öðru sem tengist jólunum og sýna þau myndunum mikinn áhuga, þær eru skoðaðar fram og tilbaka, við setjum orð á það sem þau sjá/benda á og eflum þannig í leiðinni orðaforða þeirra og málskilning.

Veðrið hefur ekki verið okkur hliðhollt þessa vikuna, bæði hefur verið nístings kalt og vindasamt þannig að útivera barnanna hefur verið lítil þessa dagana. Þess í stað höfum við átt góðar stundir í leik, þar sem við höfum boðið börnunum upp á flæði á milli leikstöðva. Sköpum góðar og rólegar stundir þar sem börnin fá að njóta á sínum forsendum í leik með kennara sínum.

Yngri gangur átti notalega jólasamveru í dag, við kveiktum á Hirðakerti  og sungum jólalög.

Þriðjudagar - Leikvangur/Kolla 9:30-10:15 – 2018 árgangur: Þrautabraut, leikir og slökun.

Fimmtudagar - Smiðja/Nanna 8:45-9:15 – 2018 árgangur: Verkefni tengt jólum.

Takk  fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

23.-27.nóvember 2020

Kæru foreldrar

Nú er uppáhaldstími margra að ganga í garð og erum við þegar byrjuð að undirbúa sitt lítið af hverju fyrir jólin. Til að mynda bökuðum við piparkökur á miðvikudaginn, sem var mikil upplifun fyrir börnin og fannst þeim mest spennandi að borða deigið, það var svo gott😊 Í síðdegishressingunni í gær fengum við svo að bragða á piparkökunum sem við bökuðum og drukkum með því heitt kakó.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið L l, stafinn hans Lubba. Við æfðum tákn hljóðsins, sungum vísuna og skoðuðum myndir í Lubba bókinni. Allir hóparnir fóru í könnunarleik sem er alltaf jafn spennandi og hefur orðið mikil þróun í leik barnanna síðustu vikurnar og hlökkum mikið til að byrja að leika þennan leik á nýju ári. Við erum mjög upptekinn af því þessa dagana að telja upp í 10 og mörg farin að ná að telja með okkur. Ekki má gleyma frjálsa leiknum sem við njótum í lok hvers hópastarfstíma og hafa börnin leikið með bíla, eldhúsdót, furðuföt, kubba og fleira. Nú erum við komin í jólafrí frá skipulögðu starfi og njótum stundanna sem framundan eru.

Við höfum ekki verið eins mikið úti eins og við hefðum viljað en notið í staðin að vera í góðum leik inni.

Yngri gangur átti notalega jólasamveru í dag, við kveiktum á fyrsta aðventukertinu sem heitir spádómskertið og sungum nokkur vel valin jólalög.

Leikvangur – 2018 árgangur: Þrautabraut, leikir og slökun.

Smiðja – 2018 árgangur: Verkefni dagsins var að lita og skreyta lítið jólatré.

Takk fyrir góða viku og megið þið eiga ánæjulega aðventu.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

16.- 20.nóvember 2020

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur gengið vel og hafa allir sem einn notið í leik og starfi. Við erum byrjuð að syngja jólasöngva, skreyta deildina og hlökkum mikið til komandi vikna með öllu því sem jóla undirbúningi fylgir. Miðvikudaginn 25. nóvember ætlum við að baka piparkökur og fylla leikskólann okkar af yndis piparköku lykt. Í síðdegishressingu, fimmtudaginn 26.nóvember bjóðum við svo börnunum upp á piparkökurnar sem þau bökuðu og heitt kakó. Því miður kæru foreldrar verður ekkert af foreldrakaffi sem hefð er fyrir vegna aðstæðna/sóttvarnartakmarkana.

Við byrjuðum mánudaginn með miklum krafti þar sem við fögnuðum afmæli leikskólans okkar. Börn og starfsfólk mættu í furðufötum/búningum og skemmtu sér konunglega við dans og söng á yngri gangi. Þennan dag átti Lubbi okkar einnig afmæli og að sjálfsögðu fékk hann afmælis söng frá börnunum. Eftir vel lukkað ball buðum við upp á flæði á milli deildanna sem börnunum fannst ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Pizzaveisla í hádegismat og eplakaka með rjóma í síðdegishressingu var á boðstólum þennan afmælisdag.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið U u. Við æfðum tákn hljóðsins, sungum vísuna og skoðuðum myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið L l. 

Mánudaginn 30.nóvember ætlum við að taka okkur jólapásu frá hópastarfi, Lubbi og Blær fara einnig í pásu.

Eigið góða helgi kæru foreldrar og börn 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 9.-13.nóvember 2020

Kæru foreldrar

Gleði og notalegheit, frjáls leikur, nám í leik og starfi, lestur, söngur/dans og útivera hefur einkennt þessa góðu viku sem senn er á enda. Nú hefur barnahópurinn og kennarar verið saman í nokkra mánuði og höfum við náð góðum tengslum. Börnin eru glöð og ánægð að koma í leikskólann og sýna mikla vellíðan og gleði í öllu starfi skólans. Við á Læk erum ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera þátttakendur í leikskólalífi litlu gullmolana ykkar og sjá þau þroskast, vaxa og dafna með hverjum deginum.

Nú styttist heldur betur í jólin og erum við þegar byrjuð að huga að jólagjöfum sem litlir fingur koma til með að vinna að. Markmiðið okkar næstu vikurnar er að njóta tímans vel sem framundan er, hafa það skemmtilegt saman, hlusta á og syngja jólalög og gera spennandi verkefni sem tengjast jólunum.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið E e. Við æfðum tákn hljóðsins, sungum vísuna og skoðuðum myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið U u. Allir hóparnir fóru í könnunarleik og alltaf er það jafn spennandi og skemmtilegt að fá að fylgjast þeim og sjá hvað leikurinn þeirra þróast hratt. Börnin hafa verið fljót að læra á efniviðinn, hvað passar saman og ekki. Fá algjörlega að uppgötva á sínum forsendum án okkar hjálpar. Þau skoða, handfjatla, smakka, fylla og tæma en þau hafa verið mjög upptekinn af því þessa dagana að fylla og tæma plastflöskur/plastfötur með keðjubútum/töppum og fleiru. Skemmtilegast er þó að hrista þær og búa til hljóð. Markmiðið með þessari aðferð er einmitt að börnin uppgötvi hlutina og möguleika þeirra með snertingu, lykt, bragði, heyrn og sjón, en í þessum leik eru öll skilningarvitin örvuð sem og fín,- og grófhreyfingar.

Áfram höldum við að leggja inn í gegnum leikinn liti, form, málhljóð, tölur frá 1-5, orð og hugtök. Við höfum lesið og skemmt okkur yfir bókalestri þar sem við höfum markvisst unnið með að efla orðaforða og málskilning barnanna.

Í lok hvers hópastarfstíma tekur frjálsi leikurinn við, og höfum við þessa vikuna leikið með einingakubba og dýr, farið í hlutverkakrók frammi á gangi, leikið með leir, bíla, furðuföt, playmó og járnbrautarlestina og fleira.

Samverustund/Blæ stundir: Við höfum sungið mikið og trallað saman, höfum einblínt á hreyfisöngva síðustu vikurnar sem er mikið uppáhald hjá börnunum. Við áttum notalega Blæ stund eins og alla aðra föstudaga, börnin fengu í hendurnar Blæinn sinn sem var að sjálfsögðu knúsaður í bak og fyrir. Blærinn og tilfinningaspjöldin okkar hafa verið okkur mikilvægt verkfæri í að vinna með félagsfærni barnanna og höfum við séð miklar framfarir í samskiptum þeirra á milli.

Við áttum afmælisprins í dag sem bauð vinum sínum í veislu í tilefni dagsins síns. Takk innilega fyrir okkur. 

Á mánudaginn 16.nóvember verður fagnaður í tilefni afmælis Fífusala og dags íslenskrar tungu. Börnin mega mæta í furðufötum/búningum, og verður ball á ganginum kl.9:15. Boðið verður upp á pizzu í hádegismat og eplaköku með rjóma í síðdegishressingu. Hlökkum mikið til 😊

Fimmtudaginn 19.nóvember verður skipulagsdagur, leikskólinn verður lokaður þennan dag.

Eigið góða helgi kæru foreldrar og börn 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 2.- 6.nóvember 2020

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur heldur betur verið full af áskorunum bæði fyrir börn, foreldra og kennara. En með góðu samstarfi og samvinnu allra hefur allt gengið vel og allir tekið þeim breytingum sem orðið hafa vegna þessara undarlegu tíma með miklu jafnaðargeði. Einnig langar okkur að hrósa þessum dásemdar gullmolum ykkar hve vel þau hafa staðið sig síðustu daga og vikur í þessu öllu saman, það að vera nánast hent inn fyrir leikskóladyr, þar sem mamma og pabbi mega alls ekki stíga inn fæti og mæta svo kennurum sínum með grímu fyrir vitin í nánast öllu starfi skólans, það er nú ansi mikið að taka inn fyrir svona litla kroppa. En þau tækla þetta frábærlega.

Eins og þið hafið fengið upplýsingar um, þá hefur verið sett pása á leikvang og smiðju þessa og næstu tvær vikurnar. Fyrirhugað er að taka þráðinn upp að nýju miðvikudaginn 18.nóvember.

Þessa dagana er okkar markmið að halda hópastarfstímunum okkar og njóta saman í leik, starfi og námi. Útivera hefur verðið meiri en gengur og gerist, en það er alltaf jafn gaman að leika með góðum vinum í litla garðinum okkar. Nú höfum við fengið fleiri vini frá yngri gangi í garðinn okkar vegna þessara hertra sóttvarnaraðgerða. 

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið H h, en það er gaman að segja frá því að við eigum einmitt tvo gullmola sem eiga stafinn H h. Við æfðum tákn hljóðsins, sungum vísuna og skoðuðum myndir í Lubba bókinni okkar góðu. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið E e. Við höfum leikið mikið í hópunum okkar, lesið bækur, leikið í hlutverkakrók frammi á gangi, farið í könnunarleik, leikið með leir, spilað, pússlað, leikið með einingakubba og viðarkubba/bíla og margt fleira.

Frjáls leikur á stóran sess í okkar starfi og þessa vikuna buðum við börnunum upp á leik með furðuföt, bíla, dupló, dýr, eldhúsdót og playmó.

Minni á að næsta vika er síðasta vikan í lestrarátakinu hans Lubba okkar 😊

Eigið góða helgi kæru foreldrar og börn 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 26.- 30.október 2020

Kæru foreldrar 😊

Við Lækjargengið höfum átt góða viku saman í leik og gleði. Við höfum haft í nægu að snúast eins og alltaf. Á mánudaginn fór 2018 hópurinn okkar í sína fyrstu vettvangsferð með 2018 hópnum á Laut. Löbbuðum við að Salaskóla, lékum okkur þar í dágóða stund og löbbuðum svo tilbaka aftur. Vettvangsferðin gekk það vel að við höfum ákveðið að fara einu sinni í mánuði héðan af. Mun ég senda póst á ykkur 2018 foreldra þegar kemur að næstu vettvangsferð.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið J j æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið H h. Einnig höfum notið frjálsa leiksins í hópastarfi, þvílík gæðastund sem það er að leika í fámennum hóp, þar sem börnin fá að njóta sín í leik og leika á sínum forsendum, uppgötva og rannsaka á sínum hraða. Það er gaman að fylgjast með leiknum þeirra, en hann þróast með hverjum deginum sem og samskipti þeirra á milli. Könnunarleikur, hlutverkaleikur, einingakubbar, bókalestur, fínhreyfingar efldar, innlögn í gegnum leikinn: litir, form, málhljóð, félagsfærni og markviss málörvun var einnig á dagskrá í hópastarfinu okkar. 

Eins var gaman að leika þess á milli með furðufötin, bangsana, duplókubbana, playmó, dýrin, bílana, eldhúsdótið og fleira.

Blær bangsi heimsótti okkur í samveru í dag og fékk hann innilegt knús frá vinum sínum. Við leggjum mikla áherslu á að efla samskiptahæfni barnanna, og æfum við okkur á hverjum degi að koma vel fram við vini okkar. Vináttuverkefnið Blær bangsi er frábært verkfæri til að vinna með jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu innan barnahópsins. Einnig nýtum við okkur tónlistina sem fylgir Blæ bangsa en hana er að finna á spotify undir heitinu Vinátta – Gott er að eiga vin, fyrir börn yngri en þriggja ára.

Listsköpun: Verkefni -  líkaminn minn – hendur og fætur barnanna. Klárum þetta skemmtilega verkefni í næstu viku. Fljótlega eftir það ætlum við að fara að koma okkur í jólagírinn og byrja á  spennandi verkefnum fyrir jólin.

Smiðja 2018 árgangur: Verkefni dagsins – leir og opin efniviður.

„Gaman saman“ var á yngri gangi í dag þar sem við sungum og trölluðum. Alltaf jafn gaman og koma saman og syngja og efla tengslin við vini okkar á yngri gangi.

Við áttum einn afmælisprins þessa vikuna, bauð hann okkur í ávaxtafagnað í tilefni afmælis síns. Þökkum við honum vel fyrir 😊

Takk fyrir frábæra viku eigið góða helgi 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 19.- 23.október 2020

Kæru foreldrar 😊

Við höfum átt góðar stundir í leik og starfi og skemmt okkur vel saman. Þessa vikuna nutum við hópastarfs, Lubba stundar, Blæ stundar, listsköpunar, samveru, leikið, lesið, sungið og hlustað á tónlist, hreyft okkur í söng og í útiveru, leikið úti hvern eftirmiðdag, borðað góðan mat og hvílt okkur vel.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið V v æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið J j. Við höfum heldur betur tekið „Lestrarátak Lubba“ með trompi og stækkar Lubbafjallið okkar með hverjum deginum. Hlökkum mikið til að fá fleiri Lubba bein í næstu viku 😊Blær bangsi heimsótti okkur í samveru, börnin fengu sinn Blæ og töluðum við um hve gott er að eiga góðan vin og að við þyrftum að passa vel og vera góð hvort við annað. Í lok stundarinnar fékk Blær gott nudd frá vinum sínum, við nudduðum magann, höfuðið, eyrun, kinnarnar, lappirnar og hendurnar. Við vinnum alla daga markvisst að því að efla félagshæfni barnanna, æfum þau í að skiptast á og deila leikföngum og eiga í jákvæðum samskiptum við hvort annað. 

Við höldum áfram að leggja inn og leika með tölur, liti og form, við notum efni sem við höfum sjálfar búið til, til hliðsjónar við innlögnina. Fjölskylduhúsin eru alltaf jafn spennandi, sem er einnig frábær vettvangur til að efla orðaforða og hugtakaskilning barnanna. Þessa vikuna byrjuðum við að vinna með Numicon stærðfræðikubba, rauði hópur reið á vaðið og fékk að leika, handfjatla og skoða stærðfræðikubbana sem eru í mörgum litum, við byrjum rólega, leyfum þeim næstu mánuðina að handfjatla og rýna í kubbana og byrjum svo markvisst að leggja inn form kubbana og tölur haustið 2021. Við nutum frjáls leiks, hlutverkaleiks og könnunarleiks að venju með hópunum okkar.

Listsköpun: Í gær fimmtudag byrjuðum við að vinna myndverk þar sem þemað er líkaminn minn – einblínum á hendur og fætur barnanna. Þetta verkefni mun vara næstu tvær vikurnar.

Smiðja 2018 árgangur: Verkefni 1 – börnin máluðu á lok, band var svo bundið við lokið, aðalverkefnið var að þræða upp á bandið pasta og fleira. Frábær æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitingu. Verkefni 2 - blað var sett í bakka, sett málning í annað hornið. Golfkúla var svo látin rúlla í málningunni fram og tilbaka í bakkanum, ótrúlega spennandi tilraun.

Leikvangur 2018 árgangur: Þrautabraut og leikir, slökun í lokin.  

Áttum skemmtilega „Gaman saman“ stund með yngri gangi í dag, sungum Lubba lögin góðu og tókum nokkur dansspor í lokin.

Mánudaginn 26.október ætlum við að halda bangsadaginn hátíðlegan, þá mega börnin koma með bangsa að heiman. Muna að merkja hann vel.

27.október er skipulagsdagur og verður leikskólinn lokaður. Dagskrá dagsins fenguð þið í pósti frá Birnu og Erlu í gær.

Takk fyrir frábæra viku og eigið góða helgi 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

 

 

Vikan 12.- 16.október 2020

Kæru foreldrar 😊

Dagarnir eru fljótir að líða þegar það er gaman og þessi vika hefur svo sannarlega flogið áfram.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Ú ú æft tákn hljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið V v og höldum áfram að leika með hljóð fyrsta stafsins okkar og tákn. Við erum miklir lestrarhestar og nýtum hvert tækifæri í hópastarfi til að lesa saman og skoða myndir. Þessa vikuna lásum við og skoðuðum bækur um litina, farartæki, mat og húsdýr. Fjölskylduhúsin eru alltaf jafn vinsæl og fara börnin reglulega að sínu húsi og kíkja eftir sinni fjölskyldu, einnig eru fjölskylduhús vinanna mjög spennandi. Blær bangsi hefur kíkt á okkur og höfum við sýnt litla Blæ ástúð og vináttu. Tilfinningar vinnum við með alla daga, æfum börnin í að skilja og setja orð á tilfinningar sínar, hér styðjumst við mikið við tilfinningaspjöld og myndir. Þemað þennan mánuðinn er „Líkami minn“, við höfum lagt markvisst inn líkamsheiti þessa vikuna, sungið söngva því tengdu og hreyft okkur mikið.

Allir hóparnir fóru í könnunarleik og er ótrúlega gaman að fylgjast með litlu vísindamönnunum okkar. Í þessum leik fá börnin að upplifa efniviðinn og leika með hann á sínum eigin forsendum án afskiptar okkar, þau skoða efniviðinn, snerta, hlusta og smakka. Þau sýna mikla einbeitingu í sinni vinnu, leika og setja saman hluti á ólíkan hátt, þau fylla og tæma, stafla hlutum og svo lengi mætti telja og er sigurtilfinningin mikil hjá þeim þegar hlutirnir koma heim og saman. Smám saman læra þau að vinna saman og finna lausnir á hinum ýmsum vandamálum sem upp koma í leiknum. Við kennararnir tökum ekki þátt í leiknum, við erum á hliðarlínunni og skráum niður sem fram fer. Ótrúlega spennandi og verður gaman að fylgjast með og sjá þróunina í könnunarleiknum þeirra næstu vikurnar.

Smiðja 2018 árgangur: Verkefni dagsins, hljóðfæragerð og sjálfsmynd. Alltaf gaman í smiðju þar sem þau fá að fást við skemmtileg og spennandi viðfangsefni.

Leikvangur 2018 árgangur: Þrautabraut  og slökun í lokin. Í þessum tímum fá þau einnig æfingu í að fara eftir fyrirmælum, fara eftir ákveðnum leikreglum og standa í röð.

„Gaman saman“ við áttum yndisstund með „BLEIKUM“ vinum okkar á yngri gangi í dag. Við sungum saman nokkur lög og skemmtun okkur konunglega.

Það var spænskur dagur á mánudaginn. Nutum við þess að leika með spænska tónlist í bakrunni.

Góð vika með leik og gleði, hreyfingu, söng, myndsköpun, útiveru, dans, bókalestri, könnunarleik, hlutverkaleik, leik með einingakubba og fleira.

Hlökkum til nýrra ævintýra með gullmolunum ykkar.

Eigið góða helgi 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 5.- 9.október 2020

Kæru foreldrar 😊

Þessa góðu viku tileinkuðum við heilsu og hreyfingu. Við höfum verið mjög dugleg að hreyfa okkur í útiveru þessa vikuna og fórum í okkar fyrstu vettvangsferð í gær fimmtudag. Við skiptum barnahópnum í tvennt og fórum með einn hóp í einu að nýja leiksvæðinu sem er við hlið leikskólans. Þar fengu börnin að hlaupa um og hoppa á ærslabelgnum góða. Þvílíka fjörið og skemmtu börn og kennarar sér  konunglega. Einnig tókum við inn í samveruna okkar skemmtilega hreyfisöngva og nutum þess að hreyfa okkur í takt við tónlistina, þessa söngva komum við til með að halda í okkar samveru næstu vikurnar. Enduðum við heilsuvikuna á frábærum hreyfidegi á yngri gangi, en á ganginum var búið að setja upp þrautabraut og hinar ýmsu stöðvar inn á deildum m.a. var boðið upp á dans, leik með fallhlíf, jafnvægisslá, leikið með hringi og boðið upp á andlitsmálningu.  Börnin fengu að hreyfa sig frjálst um svæðin og fengu að spreyta sig í leik og gleði.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Í í, æft tákn hljóðsins,sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Ú ú.  Á sama tíma höfum við lagt áherslu  á nöfn barnanna, fyrsta stafinn þeirra, málhljóð og tákn stafsins þeirra. Einnig höfum við lagt inn hugtök tengd stærðfræði, skoðuðum tölur og form, lásum bækur, fórum í könnunarleik, hlutverkaleik, pússluðum, byggðum úr einingakubbum og dupló kubbum.

Smiðja 2018 árgangur: Börnin unnu listaverk með vaxlitum og vatnslitum.

Leikvangur 2018 árgangur: Þrautabraut  og slökun í lokin. Í þessum tímum fá þau einnig æfingu í að fara eftir fyrirmælum, fara eftir ákveðnum leikreglum og standa í röð.

Við áttum dásemdar „Gaman saman“ stund með vinum okkar á Lind og Laut e.h. sungum og trölluðum.

Frábær vika með mikilli gleði, leik, hreyfingu, söng, listsköpun, vettvangsferð og notalegaheitum.

Hlökkum til nýrra ævintýra með gullmolunum ykkar í komandi viku.

Eigið góða helgi 😊

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

Langar að biðja ykkur um að staðfesta þennan póst við mig. Það virðist því miður vera þannig að upplýsingar eru ekki alltaf að komast til skila og því væri gott að fá staðfestingu frá ykkur á því að pósturinn hafi komist til skila.

Það verður skipulagsdagur þann 27.október og verður leikskólinn lokaður þann dag.

 

Vikan 28.sept.-2.október 2020

Vikurnar líða hratt og upp er runninn október :) Eins og alltaf hefur verið nóg að gera hjá okkur i leik og starfi. 

Í hópastarfi þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Dd, farið með tákn málhljóðsins, sungið vísuna og skoðað myndir í Lubba bókinni. Börnin eru ótrúlega flink með táknin sem tilheyra málhljóðunum, og eru þau mörg farin að gera táknin ómeðvitað. Alltaf skemmtilegar og notalegar stundir með honum Lubba okkar. Í næstu viku tökum fyrir málhljóðið Íí. Við áttum góðar lestrarstundir með hópunum okkar þar sem aðal markmið okkar er að efla málþroska, auka orðaforða, vekja forvitni og efla einbeitingu þeirra. Þess vikuna höfum við unnið með litina, gulan ,rauðan, grænan og bláan í gegnum kubbaleik, við erum byrjuð að æfa okkur í að telja saman og erum mjög upptekin af formum í umhverfinu okkar. Einnig leggjum við markvisst inn hin ýmsu hugtök og orð/setningar í okkar daglega starfi með börnunum. Eins og áður hefur komið fram er frjálsi leikurinn í hávegum hafður í okkar starfi, við æfum okkur í að leika saman, deila hlutum með öðrum og þróa góð samskipti.

Í næstu viku ætlum við að byrja að vinna með  "Könnunarleikinn" við ætlum að bjóða börnunum upp á leikjastund í hópastarfi með mismunandi og spennandi efnivið. Sjá nánar um "Könnunarleikinn inn á " https://sites.google.com/site/gildileiks/konnunarleikurinn

Leikvangur - árgangur 2018: Það var skemmtilegur tími hjá Kollu að venju, hún bauð upp á krefjandi þrautabraut og slökun í lokin.

Smiðja - árgangur: Börnin fengu að sulla með vatn og ýmsan spennandi efnivið.

Listsköpun - allur hópurinn. Börnin fengu að spreyta sig með wc rúllu (sem pensil) málningu og hvítt karton. Þau skemmtu sér konunglega í sköpun sinni.

Í dag áttum við skemmtilega söngstund sem við köllum GAMAN SAMAN á yngri gangi. Við sungum hástöfum Lubba vísurnar og í lokin tókum við dans við lagið "Gummy bear" á þýsku....í tilefni þess að það er þýskur dagur í dag.

Einnig höfum við notið útiveru, leikið og sprellað, dansað, sungið, spilað á hljóðfæri og átt notalegar stundir saman.

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

Vikan 21.- 25.september

Kæru foreldrar 

Þá er þessi pínu skrítna vika að lokum komin. Þrátt fyrir sóttvarnartakmarkanir og smávægilega breytinga á dagskipulagi okkar í upphafi dags, þá hefur allt starf leikskólans gengið að óskum. Við höfum haft það mjög gott saman og notið vel í leik og námi.

Hópastarf: Í hópastarfi þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Nn, farið mð tákn málhljóðsins, sungið vísuna og skoða myndir í Lubba bókinni. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Dd. 

Frjálsi leikurinn á sinn fasta sess í okkar hópastarfi, en þar fá börnin að njóta sín í sjálfsprottnum leik í fámennum hópi. Frjáls og sjálfsprottin leikur er ekki aðeins gleðigjafi fyrir barnið heldur fer mikið nám þar fram og starf. Við höfum átt gæðalestrarstundir með hópunum okkar í vikunni sem við höfum notið til hins ýtrasta. Við lesum mikið og hafa Mímí bækurnar verið í sérstöku uppáhaldi hjá okkur síðustu vikurnar sem og aðrar bækur sem efla orðaforða barnanna.

Listsköpun - allur hópurinn. Börnin fingramáluðu listaverk.

Smiðja -  árgangur 2018: Verkefni þessa vikuna var haustmynd.

Leikvangur - árgangur 2018: Þrautabraut og slökun í lokin.

Ekki má gleyma að við höfum einnig sungið og trallað mikið, leikið og spilað á hljóðfæri, vá hvað það var gaman. Við erum búin að vera með lagið "Baby shark" á heilanum í margar vikur og börnin eru sko með hreyfingarnar á hreinu.

Þessa vikuna höfum við byrjað daginn og endað daginn á útiveru bara gleði og gaman.

Þökkum ykkur kæru foreldrar fyrir samvinnuna þessa vikuna.

Eigið yndishelgi með gullmolunum ykkar og við hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

Vikan 14.- 17.september

Kæru foreldrar

Við erum búin að eiga góðar stundir saman þessa vikuna í leik, námi og notalegheitum. Það er gaman að segja frá því hve vel börnin þekkja orðið rútínur deildarinnar. Lítið dæmi: eftir hópastarf þá bjóðum við upp á frjálsan leik og notalegheit með bækur. Þegar líða fer að hádegismat þá hringjum við litlu bjöllunni okkar (sem þýðir tiltekt) þá líta þau á okkur stórum augum og vita nákvæmlega hvað bjölluhringingin þýðir, þau hendast í að ganga frá. Að tiltekt lokinni, setjast þau öll sem ein í samveruhornið og bíða átekta eftir því að við kennararnir hefjum raust okkar í söng og gleði. Þvílíkir Lækjar gullmolar, svo örugg og ánægð. 

Hópastarf: Í hópastarfi þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Bb, farið með tákn málhljóðsins og sungið vísuna góðu um Bb. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Nn. Við vinnum mikið með leikinn í hópastarfi, en að vinna með litla hópa er frábær vettvangur til að efla félagsfærni og samleik á milli barnanna, við fylgjumst náið með samskiptum þeirra og veitum leiðsögn ef þarf. Með tímanum læra þau að eiga góðan leik með vinum sínum, skiptast á leikföngum og að taka tillit til hvors annars. Blær kom í heimsókn og fengu þau að knúsa litlu góðu vininina sína, en hvert barn á sinn Blæ. Í Blæ stundunum kennum við þeim fyrstu samskiptin og leggjum grunn að því að þau séu góð hvert við annað. Einnig lásum við sögurnar "Mími fer í föt og Mímí fer að hátta" fyrir alla hópana.

Listsköpun í dag fimmtudag: Rauði hópur fékk að spreyta sig í að koma cheerios hringjum upp á plaströr. Frábær æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitingu, börnin leystu verkefnið með mikilli prýði en mest var þó spennandi að gæða sér á cheerios hringjunum í lokin. Guli og græni hópur fékk leir og ýmis áhöld til að leika með. Saman útbjuggum við skemmtilegar fígúrur og lögð var áhersla á hugtök eins og stuttur og langur, og að sjálfsögðu fengu þau einnig að smakka á cheerios hringjunum sem þau borðuðu með bestu lyst.

Smiðja 2018: Þessa vikuna unnu börnin sandmynd.

Leikvangur 2018: Þrautabraut og slökun í lokin.

Eins og alltaf höfum við notið útiverunnar eftir síðdegishressingu og hlaupið um, leikið og ærslast með vinum okkar.

Takk fyrir góða viku og eigið góða langa helgi :)

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

11.september 2020

Kæru foreldrar :)

Í hópastarfi þessa vikuna höfum við lagt inn málhljóðið Mm, skoðað myndir sem eiga Mm og sungið Mm vísuna. Börnin eru mjög hrifinn af Lubba og njóta þess að knúsa hann og kjassa. Við nýtum hvíldarherbergið okkar fyrir Lubbastundirnar en þar höfum við límt á einn vegginn myndir af Lubba í allskyns skemmtilegum aðstæðum. Börnunum finnst ótrúlega gaman að skoða og benda á myndirnar og eigum við dásamlegar samræður um það sem er að gerast á myndunum. Málhljóðið Bb verður tekið fyrir  næstu viku.

Við erum byrjaðar að leggja inn og leika með litina, gulan, rauðan, grænan og bláan. Við lékum okkur með  stóra og litla kubba í þessum litum, byggðum saman hús og bíla og lögðum inn litina í leiðinni. Þessa liti ætlum við að vinna með í allan vetur í leik og námi. Börnin fengu að heyra sögur í hópastarfi um Mími en þessar barnabækur eru frábærar málörvunarbækur sem gaman er að lesa með þeim.

Hver hópur fékk að fara í hlutverkakrókinn á yngri gangi með hópstjóra sínum. Þar lögðum við áherslu á leikinn þeirra á milli og njóta saman sem hópur.

Á fimmtudaginn fengu börnin að teikna með svörtum tússpenna fyrstu sjálfsmyndina sína, en þessi mynd fer í ferilmöppuna þeirra. 

Smiðja 2018 árgangur - verkefni vikunnar var að mála listaverk með pensli og appelsínugulri og rauðri málningu.

Leikvangur 2018 árgangur - boðið var upp á þrautabraut og slökun í lokin.

Einnig kíkti Blær bangsi í heimsókn, við sungum og trölluðum, dönsuðum, skoðuðum fullt af skemmtilegum bókum, lituðum, lékum okkur með dýrin, bílana, pússluðum og áttum góða stundir í útiveru í litla garðinum okkar.

Ansi góð og fjölbreytt vika senn á enda :)

Eigið góða helgi og hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

4.september 2020

Kæru foreldrar 

Við höfum átt góða viku saman á Læk. Skipulagt starf hófst á mánudaginn og erum við byrjaðar að innleiða það sem við settum upp fyrir september. Við förum rólega af stað því við erum enn að kynnast og aðlagast. Í hópastarfi þessa vikuna fengu börnin að kynnast honum Lubba, en hann ætlar að hjálpa okkur með málhljóðin og táknrænu hreyfingarnar í vetur. Börnin fengu að leika með Lubba og knúsuðu hann mikið. Þessa vikuna tókum við fyrir málhljóðið Aa, sýndum þeim myndir úr bókinni um Lubba og sungum vísuna um Aa. Í næstu viku tökum við fyrir málhljóðið Mm. Sjá nánari upplýsingar um námsefnið "Lubbi finnur málbein"inná heimasíðu Fífusala.

Börnin fengu líka að kynnast Blæ bangsa í fyrsta sinn, og fengu í kjölfarið sinn eigin bangsa. Blær bangsi er vináttuverkefni á vegum Barnaheilla og er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskóla. Markmið  verkefnisins er meðal annars að þróa getu barna til að sýna hvort öðru umhyggju og styðja félaga sína og verja. Litlu bangsarnir hugga og styðja og eru vinir barnanna. Við komum til með að vinna með þessi góðu gildi sem Blær stendur fyrir í starfinu okkar með börnunum í vetur.

Á fimmtudaginn var listsköpun. Börnin fengu að mála með litlum rúllupenslum á hvítt blað, þau voru ótrúlega dugleg og er fyrsta listaverk þeirra komið í hús.

Einnig höfum við verið dugleg þessa vikuna að syngja, dansa, teikna/æfa fínhreyfingar, lesa bækur, leika bæði úti og inni og bara hafa það gaman.

Takk fyrir þessa góðu viku og eigið góða helgi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

28.ágúst 2020

Ein önnur góð vika er senn á enda. Við viljum þakka ykkur kæru foreldrar fyrir frábærar vikur í aðlögunarferlinu með börnum ykkar og hlökkum til frekara samstarfs á komandi mánuðum.
Nú hafa ellefu gullmolar hafið leikskólagöngu sína á Læk og er mikil tilhlökkun hjá okkur kennurum að fá að vera þátttakendur í þeirra leikskólagöngu og vera þeim til halds og trausts.

Ágústmánuður hefur einkennst af því að kynnast og koma á góðum tengslum og verður aðalmarkmið okkar næstu mánuði að byggja upp öryggi og traust, efla félagsleg tengsl og sjálfstæði barnanna. Þriðjudaginn 1.september hefst skipulagt starf í Fífusölum. Þið fáið senda heim námsáætlun fyrir einn eða tvo mánuði í senn. Í þessari áætlun koma fram áherslur deildarinnar í starfi með börnunum ykkar. Eins er þar að finna viðburði sem eru framundan sem og aðrar upplýsingar. Dagskipulag deildarinnar og hópaskiptingu fáið þið einnig.

Í vetur ætlum við að leggja áherslu á að hafa það gaman í leik og námi. Vinátta og samskipti verða einnig ofarlega á baugi, en í samskiptum við vini sína læra börn félagslega færni á borð við samvinnu, hlusta á aðra og að deila með öðrum. Vinátta veitir hlýju og öryggi og hún byggir upp sjálfsmynd barna. Í gegnum vináttu þróa þau með sér samkennd og færni til að geta sett sig í spor annarra. Að fá að vera með í leik og eignast vini er grunnur að góðri líðan og að hafa það gott í leikskólanum og lífinu. 

 

Í september mánuði ætlum við að vinna með þemað "fjölskyldan mín" og væri fínt að fá blöðin með myndum af fjölskyldu barnsins fljótlega eftir helgi.

  • Aðlögunarviðtöl verða fljótlega og mun ég senda á ykkur upplýsingar þegar nær dregur.
  • Vala.is - minnum á að tilkynna þarf frí eða veikindi barns fyrir klukkan 9:00 í leikskólann. Ef um veikindi er að ræða þá er mikilvægt að láta fylgja með hvað sé að vegna skráningar í heilsubók barnsins. Klukkan 9:00 hefst skipulagt starf og gott að vita hvernig barnahópurinn stendur þann daginn.
  • Minnum á að merkja snuð barnanna sem og útifatnað og skófatnað.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna varðandi námsáætlunina eða annað sem tengist leik eða námi barnanna ykkar.

 

Takk fyrir góða viku og njótið helgarinnar.

Bestu kveðjur, Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

 

 

 

21.ágúst 2020

Kæru foreldrar :)

Vikan hjá okkur hefur verið einstaklega góð. Nú eru flest börnin komin á deildina, síðustu tvö mæta á þriðjudaginn 25.ágúst.

Aðlögunin á deildinni gengur mjög vel og eru þau öll níu sem komin eru ótrúlega dugleg, þau eru örugg og sýna okkur mikið traust, koma til okkar og leita í faðma okkar þegar þau vilja. Þessa vikuna hefur veðrið leikið við okkur og höfum við notið þess að vera úti bæði fyrir hádegi og eftir hádegi. Einnig höfum við átt góðan leik inni á deild, en mikið er af spennandi leikföngum sem gaman er að skoða og handfjatla.

Takk fyrir frábæra viku og eigið góða helgi :)

Bestu kveðjur frá okkur á Læk, Inga Sif, Íris, Sara og Nanna.

 

14.ágúst 2020

Kæru foreldrar

Þá er góð vika senn á enda hjá okkur á Læk. Við höfum haft í nægu að snúast, fjórir nýir vinir komu í aðlögun á þriðjudaginn og það er búið að vera mikil gleði og gaman í barnahópnum. Aðlögunin hefur gengið mjög vel og hlökkum við mikið til að eyða næstu vikum í að kynnast og tengjast. 

  • Síðasti dagurinn hennar Karenar Hrundar er í dag en hún hefur verið starfsmaður á Læk þetta sumarið. Við  þökkum henni innilega fyrir samstarfið og kveðjum við hana með söknuði.
  • Minnum á mikilvægi þess að merkja föt barnanna, skó og stígvél.
  • Á föstudögum þarf að taka með heim í lok dags, útiföt og annað sem er í hólfum barnanna ykkar.

Eigið góða helgi og við hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn.

Bestu kveðjur frá okkur á Læk, Inga Sif, Íris, Sara og Karen Hrund.

 

26.júní 2020

Kæru foreldrar
Það er óhætt að segja það að aðlögun barnanna ykkar gangi vel og frábært að sjá hvað þau eru orðin örugg í barnahópnum og dugleg að leita í faðma okkar þegar þau vilja, góð og náin tengsl myndast með hverjum deginum. Góð tengslamyndun er einn af grundvallarþáttum í lífi hvers barns til að búa það sem best undir framtíðina, þennan þátt komum við til með að leggja aðal áherslu á næstu mánuðina ásamt mörgu öðru skemmtilegu.
Sumarhátíðin var haldin í gær, mikið líf og fjör eins og þið sáuð á myndunum sem ég sendi á ykkur. Leikurinn er okkur mikilvægur en hann er aðalnámsleið barnsins, við leikum alla daga bæði inni og úti. Deildin okkar er uppfull af leikföngum sem spennandi er að leika með og handfjatla og litli garðurinn er spennandi með leikföngum og efnivið sem gaman er að vinna með.
 
Takk fyrir frábæra viku og eigið góða helgi.
Bk. Inga Sif, Íris, Sara og Karen Hrund.
 
Minnum á að það þarf að fara yfir aukafataboxið og fylla á ef vantar.

 

19.JÚNÍ 2020

Kæru foreldrar

Þá er þessi fyrsta vika okkar saman á Læk senn á enda. Aðlögunin hefur gengið vonum framar og eru börnin orðin nokkuð örugg með sig og okkur. Næstu vikurnar munum við svo halda áfram að leggja áherslu á að efla tengslin okkar á milli, kynnast, læra á hvert annað,njóta þess að vera saman, leika og hafa gaman.

Takk fyrir þessa frábæru viku og eigið dásamlega helgi. Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn.

Minnum á að gott er að bera sólarvörn á börnin áður en þau koma í leikskólann og við sjáum um að bera á þau eftir hádegi.

Bk. Inga Sif, Íris, Sara, Brynhildur og Karen Hrund

 

 29.maí 2020

Kæru foreldrar

Þá fer vetrarstarfi leikskólans að ljúka eftir frábært, lærdómsríkt og innihaldsríkt skólaár (við tölum ekkert um fordæmalausu tímana). Hópastarf og málörvunarhópa höfum við lagt til hliðar, smiðjan er komin út og fara börnin í skemmtilegar vettvangsferðir með Nönnu. Náttúran í nánasta umhverfi skólans er þar í brennidepli og leitum við m.a. af spennandi efnivið til listsköpunnar. Í næstu viku tekur svo sumarstarfið við með mikilli útiveru, leik og gleði. Það verður t.d hjóladagur hjá okkur á Læk föstudaginn 5.júní en þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann (þríhjól, hlaupahjól eð tvíhjól), mikilvægt er að taka hjálminn með. Við komum til með að fara út fyrir garðinn og hjóla á milli Salalaugar (Gerplu) og Fífusala. Ég minni á daginn þegar nær dregur.

En aðeins að vikunni sem er að líða, en hún er búin að vera mjög skemmtileg og viðburðarrík, en vikan byrjaði á sulludegi. Farið var út með brunaslöngu og sulluker og fengu börnin að leika sér með vatn og ýmis útileikföng. Börnin sulluðu og drullumölluðu og skemmtu sér konunglega, sjá myndir inn á Facebook. Við fögnuðum 4 ára afmæli einnrar blómarósarinnar okkar sem bauð vinum sínum uppá saltstangir og popp í tilefni dagsins. Við fórum í Leikvang sem hefur verið einn af hápunktum tilverunnar hjá börnunum í vetur en síðasti tíminn hjá Kollu verður á þriðjudaginn kemur. Þó hópastarf sé komið í hvíld þá höldum við enn í hópanna okkar þegar innivera er, nú er það leikurinn sem við einblínum á og höldum við því þannig þar til þau flytjast yfir á eldri gang þann 11.júní n.k.

Aðlögun á eldri gang er hafin og hafa báðir hóparnir farið í heimsóknir á sínar deildir þess vikuna. Í næstu viku fara þau oftar í heimsókn og gott væri ef þau væru komin í leikskólann ekki seinna en kl.9:00.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega hafið þá samband.
Eigið góða hvítasunnuhelgi og við sjáumst hress og kát á þriðjudaginn.

DAGBÓK 6.mars 2020

Heil og sæl kæru foreldrar. 

Vikan hjá okkur á Læk hefur gengið mjög vel og höfum við notið þess út í eitt að leika bæði inni og úti, vera í hópastarfi og læra ýmislegt skemmtilegt í gegnum leik, hlusta á sögur, syngja, dansa (erum byrjuð að læra Daða dansinn) hreyfa okkur í leikvangi, skapa í smiðju og síðast en ekki síst að njóta samvista með vinum okkur.
                                                                     Nú var það leitin af tuttugasta og öðru málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Öö. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Einnig skoðuðum við í Öö kassann og æfðum okkur að klappa hlutina sem við tókum upp úr kassanum í samstöfur. 

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Bínureglurnar yfirfarnar. Börnin sögðu fullt nafn og klöppuðu nafnið sitt í samstöfur. Unnið með liti – appelsínugulan, brúnan, bleikan og fleiri liti. Í lokin teiknuðu börnin höfuðfætlu/sig sjálf.
Rauði hópur: Bínureglurnar yfirfarnar. Byrjuðum á nýrri bók sem heitir “Felustaðirnir hans Hermanns” í þessari bók er lögð áhersla á hugtökin uppi, inni, ofan í, undir og bak við. Klöppuðum eins og venjulega fullt nafn í samstöfur/atkvæði. Unnum með numicon stærðfræðikubba og tölur frá 1-5. Börnin áttu að finna rétta numiconformið við tölustafinn og finna réttan fjölda/dýr við. Í lokin spiluðu við orðahljóðalottó, þetta spil er hægt að spila sem myndalottó og stafaspil. Spilið “Orðahljóð” þjálfar tæknilega hlið lestrar og umskráningu, sem merkir einfaldlega að breyta hljóðum í bókstafi og stöfum í hljóð.
Græni hópur: Bínureglurnar yfirfarnar. Börnin spiluðu lottó með formum. Börnin léku sér með numicon stærðfræði kubba og tölur frá 1-10. Frjáls leikur í lokin.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
                                                                     Frjáls leikur í hópastarfi og FLÆÐI á milli Lækjar og Lautar. Einblínum á frjálsan leik og eflingu góðrar samskipta.

Hópastarf föstudagur 9:45-10:45
Guli hópur: Bínu reglurnar yfirfarnar. Börnin æfðu sig að fara með fullt nafn og farið var yfir formin sem við erum að leggja inn. Unnið með sköpun – börnin fengu að mála með vatnsmálningu. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur: Bínu reglurnar yfirfarnar. Klárðuðum bókina “Felustaðirnir hans Hermanns”. Sögðum fullt nafn og hvað foreldrar okkar heita. Unnum með form, tígul, sívalning, sporöskju, þríhyrning og fl. Í lokin fengu börnin að að klippa út formin.
Græni hópur: Bínu reglurnar yfirfarnar. Þau spiluðu skemmtilegt málörvunarspil og æfðu fínhreyfingar með að spora tölustafi. Frjáls leikur í lokin.

Góða helgi og njótið vel :)
                                                                     Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur, Nanna og Lilja Rún.

 

DAGBÓK 28.febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar.

Þá er þessi skemmtilega og viðburðarríka vika á enda. Það er búið að vera í nógu að snúast hjá okkur í Fífusölum, enda margir skemmtilegir dagar í þessari viku. Á mánudaginn - bolludaginn fengum við ljúffengar kjötbollur í hádeginu og rjómabollur með súkkulaði í síðdegishressingunni.
                                                                     Á þriðjudaginn var svo sprengidagur og þá borðuðum við á okkur gat af saltkjöti og baunum. 
Síðan rann upp langþráður öskudagur J við byrjuðum daginn á að hafa það huggulegt á yngri gangi borðuðum hafragraut og nutum lífins með vinum okkar. Öskudagsball var svo í matsal, en þar var dansað og tjúttað og skemmtu börnin sér konunglega. Síðan var komið að bíói og pizzaveislu sem slógu heldur betur í gegn.

Blær bangsi og vináttuverkefnin hans voru á sínum stað, og eru börnin okkar að verða alltaf meir og meir meðvitaðri um sínar eigin tilfinningar og eiga léttara með að útskýra fyrir okkur hvernig þeim líður í amstri dagsins.

Nú var það leitin af tuttugasta og öðru málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Kk. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Einnig skoðuðum við í Kk kassann og æfðum okkur að klappa hlutina sem við tókum upp úr kassanum í samstöfur. Börnin eru orðin ótrúlega flink að klappa í samtöfur bæði stutt og löng orð og finna út hve mörg atkvæði þau eiga.
                                                                     Í leikvangi þessa vikuna var boðið uppá upphitunarleik, þrautabraut og slökun. Í smiðju fengu þau að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum, þau fengu m.a. að teikna, æfa sig í litum og formum. Flæðið á milli deildanna gengur vonum framar og erum við hæst ánægð með hvað vel gengur hjá börnunum að tengjast í leik og starfi.

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Farið yfir Bínureglurnar. Börnin æfðu sporun og blýantsgrip, þau sporuðu tölustafi frá 1-10. Í lokin spiluðu þau spil þar sem lögð var áhersla á liti, fínhreyfingar, þolinmæði og samvinnu.
Rauði hópur: Farið yfir Bínureglurnar. Kláruðum bókina  “Bína lærir hljóð og stafi”. Við klöppuðum fullt nafn í samstöfur/atkvæði. Lékum okkur frjálst með numicon stærðfræðikubba og spjöld. Unnum með tölur og kubba, fundum jafnmarga kubba og talan sagði til um. Spiluðu lottóspil með formum - áhersla á skilning á formhugtökum og litum.
Græni hópur: Farið yfir Bínureglurnar. Lásu bókina “Bína bálreiða fer í leikskóla”. Börnin æfðu sig í að klippa með skærum. Í lokin fengu þau að æfa sig í að sortera liti og leika sér frjálst með numicon stærðfræðikubbana.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
                                                                      Frjáls leikur í hópastarfi og FLÆÐI á milli Lækjar og Lautar. Einblínum á frjálsan leik og eflingu góðrar samskipta.

Hópastarf föstudagur 9:45-10:45
Guli hópur: Farið yfir Bínureglurnar. Lék sér með numicon stærðfræðikubba og spjöld. Einnig var unnið með talanskilning og lögð var áhersla á tölur frá 1-10. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur: Farið yfir Bínureglurnar. Lásum sögu um hann “Finn fíl” sem er verkefni úr málörvunarheftinu“Tölum saman” hér er unnið með heyrnaminni og einbeitingu. Æfðum okkur að spora tölustafi frá 1-10. Einnig fékk Blær bangsi dásamlegt kroppanudd frá vinum sínum og í lok tímans fengu þau að lita Blæ bangsa.
Græni hópur: Farið yfir Bínureglurnar. Unnu með tölur frá 1-10, börnin æfðu sig í að telja og finna ákveðnar tölur. Æfðu sig í að klippa, þennan daginn voru það form sem þau klipptu út meistaralega. Í lokin fengu þau að pússla og leika sér frjálst.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress á mánudaginn

Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur, Nanna og Lilja Rún.

DAGBÓK

21.febrúar 2020

Heil og sæl kæru foreldrar.
                                                                       Dásamleg vika á enda hjá okkur á Læk. Við áttum góðan og skemmtilegan dótadag og voru börnin dugleg að leyfa vinum sínum að skoða leikfangið sitt og leika með það.
                                                                       Nú var það leitin af tuttugasta og fyrsta málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Tt. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Einnig skoðuðum við í Tt kassann, þar voru margir skemmtilegir hlutir sem áttu þann staf.
                                                                       Í leikvangi þessa vikuna var boðið uppá upphitunarleik, þrautabraut og slökun. Engin smiðja var þennan fimmtudaginn. Við höfum notið veðurblíðunnar þessa vikuna, leikið mikið úti og farið í vettvangsferðir með hópana okkar.

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Fór yfir Bínureglurnar sem byggja á bókinni um Bínu bálreiðu. Lesin var sagan um “Kettina þrjá”. Börnin æfðu sporun og sporuðu tölustafi frá 1-10. Í lokin spiluðu þau spil þar sem lögð er áhersla á liti, fínhreyfingar, þolinmæði og samvinnu.
Rauði hópur: Fór yfir Bínureglurnar sem byggja á bókinni um Bínu bálreiðu. Við héldum áfram að lesa bókina “Bína lærir hljóð og stafi”. Æfðum okkur í að klippa hring, það var svolítið erfitt. Við komum til með að æfa okkur mikið í að klippa næstu vikurnar. Við klöppuðum nöfnin okkar í samstöfur/atkvæði og nú erum við byrjuð að æfa okkur að telja atkvæðin um leið og við klöppum. Púsluðum spil þar sem áhersla var lögð á að koma myndspilum í rétta tímaröð.
Græni hópur: Fór yfir Bínureglurnar sem byggja á bókinni um Bínu bálreiðu. Lásu bókina “Bína bálreiða fer í leikskóla”. Unnið var með liti og fengu börnin að sortera skemmtileg lituð dýr með klípu sem er hugsuð er til að æfa fínhreyfingar/tangargripið. Einnig var farið yfir og leikið með hugtök eins og t.d. yfir, undir, til hliðar, inní og fl. Í lokin fengu börnin að æfa sig í að spora og leika frjálst.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
                                                                       Frjáls leikur í hópastarfi og FLÆÐI á milli Lækjar og Lautar. 

Hópastarf föstudagur 9:45-10:45
Guli hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Bókin um “Kettina þrjá” var kláruð. Verkefni - form sem börnin hafa áður leikið og unnið með. Þau æfðu fínhreyfingar, lituðu og klipptu út formin. Í lokin fengu þau að spila spil og leika frjálst.
Rauði hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Klárðuðu að lesa bókina “Bína lærir hljóð og stafi”. Unnu með Numicon – stærðfræðikubba og fengu að leika frjálst með kubbana og spjöldin góðu.
Græni hópur: Fór yfir Bínu bálreiðu reglurnar. Héldu áfram að lesa bókina "Bína bálreiða fer í leikskóla". Börnin æfðu sig í að spora og vinna með rétt blýantsgrip. Frjáls leikur í lokin.

Spennandi vika framundan :) Bolludagur er á mánudaginn, með kjötbollum í hádeginu og rjómabollum í síðdegishressingu. Boðið verður upp á saltkjöt og baunir á sprengidaginn og á öskudaginn verður náttfatadagur í Fífusölum, sem við bíðum öll spennt eftir. 

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress á mánudaginn.
                                                                        Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur, Nanna og Lilja Rún.

 

DAGBÓK

14.febrúar 2020

Kæru foreldrar þá er ein önnur vikan á Læk á enda. Við áttum mjög góða viku saman og höfum notið þess að læra og leika saman, í frjálsum leik, hópastarfi, samveru og útiveru. Báðir hóparnir fóru í vettvangsferð þessa vikuna í bylmingskulda og roki. Við létum það ekkert á okkur fá enda erum við hraust með eindæmum J Hópur 1 labbaði að Salaskóla og lék sér þar dágóðan tíma á útisvæði skólans. Hópur 2 fór að leikvelli í nærumhverfinu og átti góðan leik þar með hópnum sínum. Nú var það leitin af tuttugasta málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Pp. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar.
                                                                         Í leikvangi þessa vikuna var boðið uppá þrautabraut og slökun. Við höfum verið ansi dugleg að lesa þessa vikuna eins og alltaf, bæði í samveru og í hópastarfi og eru bókatitlarnir orðnir ansi margir sem höfum við lesið saman. Í smiðju fengu þau að spreyta sig á spennandi litablöndunarverkefni. Alltaf nóg um að vera hjá Nönnu. 

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Vann verkefni þar sem áhersla var lögð á 1-10. Börnin fengu svo í lokin að lita tölustafina. Fín æfing fyrir fínhreyfingar og blýantsgrip.
Rauði hópur: Lásum nokkrar bls. úr bókinni “Bína lærir hljóð og stafi” Lékum okkur með numicon stærðfræðikubba og tölustafi frá 1-10. Æfðum talnaskilning og talningu með numicon formin til hliðsjónar. Lékum okkur að ríma og klappa skemmtileg og löng orð í samstöfur.
Græni hópur: Æfðu fínhreyfingar, börnin teiknuðu og klipptu. Í lokin fengu þau að byggja allskyns hluti úr skemmtilegum kubbum sem við fengum að láni frá eldri gangi.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
                                                                         Buðum upp á frjálsan leik í hópastarfi og FLÆÐI á milli Lækjar og Lautar.

Leikskólinn var lokaður í dag föstudaginn 14.febrúar vegna óveðurs.

Þriðjudaginn 18.febrúar verður LEIKFANGADAGUR. Þá mega börnin koma með eitt dót að heiman og leika með í leikskólanum. Muna að merkja vel J

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát í næstu viku.
                                                                         Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Rún.

 

DAGBÓK

7.febrúar 2020

Þessa vikuna áttum við flottan afmælisprins sem bauð vinum sínum í afmælisfagnað 😊 Hipp hipp hurra fyrir honum J
                                                                         Hópur 2 heimsótti bókasafn Kópavogs þar sem Gréta Björg bókasafnafræðingur tók á móti börnunum og las fyrir þau spennandi sögur.
                                                                         Hópur 1 fór í vettvangsferð og labbaði góðan hring í kringum leikskólann í rigningu og roki. Fínasta ferð sem endaði á leikvelli í nærumhverfinu áður en við héldum heim á leið í hádegismat. Nú var það leitin af nítjánda málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Oo. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Oo skoðaðir.
                                                                         Í leikvangi þessa vikuna var boðið upp á upphitunarleik, þrautabraut og slökun.
                                                                         Í smiðju kláruðu börnin að skreyta og mála bolluvendina sína.
                                                                         Kæru foreldrar yndisþakkir fyrir komuna í gestakaffið, í tilefni af degi leikskólans. En þennan dag 6.febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti en markmiðið með deginum er að vekja athygli á þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu.

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Útikennsla – hópurinn fór með kennurum sínum út fyrir leikskólann með vatnsliti, vatn og pensla. Þau fundu sér gott svæði til að skapa listaverk í snjónum, ótrúlega spennandi verkefni og skemmtileg samvera. Útikennsla gefur mikla möguleika á ýmiss konar upplifun, ásamt því að ýta undir ímyndunarafl og forvitni barnanna. Í lokin renndu þau sér á rassaþotum, sem var hápunktur ferðarinnar.
Rauði hópur: Kláruðu að lesa bókina “Hvað er það sem gerir okkur reið” við erum orðin ansi flink að spjalla og vinna með tilfinningar eins og reiði, gleði og leiða. Æfðum okkur í að spora tölustafi – áhersla lögð á rétt blýantsgrip.
                                                                         Hljóðkerfisvitund: Æfðum rím og klöppuðum fullt nafn í samstöfur/atkvæði. Frjáls leikur í lokin.
Græni hópur: Vann með málörvunarspil þar sem lögð var áhersla á læsi og leik. Markmiðið með spilinu er að efla orðaforða og málskilning barnanna. Hljóðkerfisvitund: Æfðu rím og lesin var saga úr málörvunarheftinu “Tölum saman”. Frjáls leikur í lokin.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
Guli,
 rauði og grænifrjáls leikur í öllum hópum. Í gegnum leikinn vinnum við alla daga markvisst með að efla félagsfærni barnanna okkar en góð félagsfærni auðveldar börnum að lesa í umhverfi sitt og átta sig á hvaða hegðun er æskileg í samskiptum við aðra. Félagsfærni er færni í mannlegum samskiptum og snýst um að eiga jákvæð samskipti, samvinnu í leik og geta fundið lausn á ágreiningsmálum sem koma upp hverju sinni. 

Hópastarf föstudagur 9:45-10:45
Guli hópur
Lásu bókina “Þrír litlir kettlingar”. Börnin sögðu til nafns, klöppuðu nafnið sitt og önnur skemmtileg orð í samstöfur/atkvæði.Spiluðu spil, þar sem lögð var áhersla á samvinnu á milli barnanna. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur: Börnin sögðu til nafns, fullt nafn. Lásum bókina “Bína bálreiða fer í leikskóla” skoðuðum myndirnar og spjölluðum. Æfðum okkur að ríma og klappa nafnið okkar og önnur orð í samtöfur/atkvæði. Lékum okkur með skemmtilegt pússluspil þar sem börnin þurftu að raða pússluspilunum í rétta tímaröð. Frábært samvinnuverkefni allir hjálpuðust að. Æfðum hugtökin fyrir framan, aftan, undir, við hliðina og fl. Enduðum hópastarfið á að teikna með tússlitum. Frjáls leikur í lokin.
Græni hópur: Æfðu sporun – fínhreyfingar/blýantsgrip. Léku sér með Numicon stærðfræðikubba og tölur frá 1-10. Í lokin fengu þau smíðaverkefni þar sem þau léku sér með form og liti.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress í næstu viku.
                                                                         Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Rún.

 

DAGBÓK

31.janúar 2020

Dásemdarveður hefur einkennt þessa vikuna og höfum við farið út á hverjum degi eftir síðdegishressingu. Börnin okkar hafa notið þess í botn að vera úti í góðum leik með vinum sínum. Farið var í bókasafn Kópavogs með hóp 1, Gréta Björg bókasafnafræðingur tók á móti okkur og las nokkrar vel valdar sögur fyrir hópinn. Hópur 2. fór í skemmtilega ferð út fyrir leikskólann, fundu sér góða brekku þar sem þau skemmtu sér konunglega við að renna sér á rassaþotum. Í Blæ samverustundunum unnum við með nokkur tilfinningasjöld, við tókum fyrir ákveðna umræðupunkta um tilfinningar og hinar ýmsu áskoranir sem börnin okkar þurfa stundum að kljást við í stórum barnahópi. Nú var það leitin af átjánda málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Ii. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Ii skoðaðir. Í leikvangi var boðið uppá þrautabraut og slökun. Í smiðju kláruðu börnin að skreyta og mála sjávardýrin sín. Næsta verkefni verður bolluvöndur, endalaus spennandi verkefni hjá Nönnu. Einnig höfum við leikið mikið, unnið að listaverkum í tilefni af Degi leikskólans, lesið á hverjum degi í samveru en við erum að lesa spennandi bækur (Palli var einn í heiminum og Karíus og Baktus) sem við fengum að láni frá bókasafni Kópavogs, haldið danspartý og notið þess bara að vera saman. Alltaf nóg að gera hjá okkur Lækjargenginu.

Hópastarf mánudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
 Spiluðu skemmtilegt sniglaspil. Þetta spil reynir á samvinnu barnanna og þolinmæði, einnig er komið inn á stærðfræði/talningu og liti. Hópurinn fékk að vinna frjálst með Numicon stærðfræðikubba og spjöld sem fylgja með. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur: Lásum saman bók sem heitir “Hvað er það sem gerir okkur reið” börnin voru mjög dugleg að tjá sig um þetta, en mikilvægt er að við hjálpum þeim að öðlast færni í að skilja og skilgreina eigin tilfinningar og koma orðum að þeim. Stærðfræði – Numicon og tölustafir. Að vinna með kubbana og tölustafi er frábær leið til að þau læri að sjá tengslin á milli talna og mynstursins í kubbunum. Hljóðkerfisvitund: Æfðum rím og klöppuðum fullt nafn í samstöfur/atkvæði. Frjáls leikur í lokin.
Græni hópur: Lék sér með Numicon stærðfræðikubba og spjöld. Unnu með liti og mynstur kubbana. Börnin fengu að spreyta sig á nýju spili en markmiðið með spilinu er að efla orðaforða og málskilning barnanna. Frjáls leikur í lokin.

Hópastarf fimmtudagur 9:00-9:45
Guli,
 rauði og grænihópur unnu með listsköpun, börnin teiknuðu og máluðu skemmtilegar myndir fyrir Dag leikskólans.

Hópastarf föstudagur 9:45-10:45
Guli hópur:
Spiluðu spil, æfðu þolinmæði og samvinnu. Einnig léku þau sér frjálst með Numicon stærfræðikubba og tölur frá 1-10. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur: Börnin sögðu til nafns, fullt nafn.Æfðum okkur að sortera liti, notuðum til þess klípu í sama lit og æfðum í leiðinni fínhreyfingar. Unnum með tölur frá 1-5 og fundum til fjöldann sem passaði við tölurnar. Lásum nokkrar blaðsíður úr bókinni “Ninni eignast vin” höldum áfram með hana í næstu viku. Frjáls leikur í lokin.
Græni hópur: 
Spiluðu spennandi málörvunarspil, hér var lögð áhersla á liti og hugtök eins og fyrir framan, í miðjunni, aftast og fl. Eins æfðu þau fínhreyfingar með því að þræða litla bókstafi upp á þráð. Frjáls leikur í lokin.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress í næstu viku.
                                                                         Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Rún.

 

DAGBÓK

24.janúar 2020

Þá er kominn föstudagur og góð vika á Læk senn á enda. Því miður varð ekkert úr vettfangsferðinni okkar vegna slæms veðurs. Vonumst við til að veðrið verði skárra í komandi viku, en ætlunin er að fara með hóp nr.1 í heimsókn í bókasafn Kópavogs. Í Blæ vináttustundunum þessa vikuna voru tilfinningar ofarlega á baugi. Við fengum börnin til að tjá sig um hvað það er sem gerir þau glöð, reið og leið. Sköpuðust góðar umræður í hópnum um þetta málefni. Nú var það leitin af sautjánda málbeininu í Lubbastundinni okkar, sem þessa vikuna var málhljóðið Ss. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Ss skoðaðir. Í leikvangi var boðið uppá þrautabraut, leiki og slökun. Í smiðju er verið að vinna með spennandi þema-HAFIÐ og eru börnin að skapa, skreyta og mála sín eigin sjávardýr. Þorri – Síðustu tvær vikurnar höfum við frætt börnin um hvernig lífið var á Íslandi á öldum áður/í gamla gamla daga. Við höfum sýnt þeim bæði myndir og hluti frá þessum tíma m.a. ask, strokk og leikföng. Einnig voru þau mjög áhugasöm og upptekinn af matnum sem borðaður var á þessum tíma. Það voru því spennt Lækjarbörn sem settust að borðum í dag þar sem þorramaturinn beið þeirra. Einnig áttum við góða “gaman saman” stund á yngri gangi með öllum víkingabörnum leikskólans þar sem þau sungu hástöfum skemmtileg þorralög. 

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Lilja Rún og Brynhildur.

 

DAGBÓK

17.janúar 2020

Það er búið að vera nóg að gera á Læk þessa vikuna. Við erum búin að leika og læra mikið og eiga góðar stundir með vinum okkar. Flæðið/blöndunin á milli Lækjar og Lautar gengur vonum framar og sjáum við að tengsl eru að myndast á milli barnanna. Útivera hefur verið með mesta móti síðustu daga, og höfum við notið þess að leika úti með vinum okkar. Dásamleg vika með gullmolunum ykkar.

Vettvangsferð: Á miðvikudaginn fórum við í stutta vettvangsferð. Við löbbuðum að Lindarkirkju og dáðumst að fallega bleika litnum á himninum, einnig sáum við fjóra stóra krumma sveima yfir okkur. Létum þessa stuttu ferð duga að þessu sinni enda vorum börnin orðinn ansi þreytt þegar við nálguðumst leikskólann okkar. Markmiðið okkar er að fara aðeins lengra í næstu vettvangsferð.
Blær vináttustundir: Áttum góða samveru með Blæ bangsa þessa vikuna, ræddum og rifjuðum upp þau gildi sem Blær bangsi stendur fyrir sem er: Umhyggja, virðing, umburðarlyndi og hugrekki. Minntum þau á að passa upp á hvort annað og vera góður félagi allra.
Lubbastund: Nú var það leitin af sextánda málbeininu, sem þessa vikuna var málhljóðið Ff. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Ff skoðaðir.
Leikvangur með Kollu: Þrautabraut, leikir og slökun.
Smiðja: Börnin 
kláruðu víkingahjálmana og síðan byrjuðu þau á verkefni sem tengist sjónum. Þau klipptu út lífverur sem finnast í sjónum eins og krossfiska, skjaldbökur, hákarla og fl. Síðan máluðu þau dýrið sitt og skreyta það í næstu viku.

Hópastarf:

Mánudagur:
Guli hópur – Stærðfræði – börnin unnu og léku sér með Numicon stærðfræðikubba. Lögð var áhersla á formin á kubbunum og lögð inn hin ýmsu stærðifræðihugtök. Frjáls leikur í lokin.
Rauði hópur – Tilraun á útisvæði – börnin fóru út með hanska, vatn og matarlit. Við settum matarlit í vatn og helltum í gúmmíhanska. Bundum vel fyrir, fundum okkur tré og hengdum hanskana þar upp í. Við fylgdumst með hönskunum í vikunni, þeir frusu og bráðnuðu til skiptis. Ótrúlega spennandi.
Græni hópur – Stærðfræði – börnin unnu með Numicon stærðfræðikubba. Hér var einnig lögð áhersla á formin á kubbunum og lögð inn hin ýmsu stærðfræðihugtök. Frjáls leikur í lokin.
Fimmtudagur:
Guli hópur -  Furðuföt – við lögðum áherslu á uppbyggileg samskipti, æfðum okkur í að taka tillit, skiptast á, sýna þolinmæði, umburðarlyndi og samkennd.
Rauði hópur – Legó kubbar – við lögðum áherslu á sköpun, liti, form og eflingu orðaforða og hugtaka. Einnig æfðum við samvinnu.
Græni hópur– Sporun – börnin fengu að æfa sig í að spora tölustafi og form. Þau voru einbeitt og voru dugleg að horfa til vina sinna og athuga hvernig þeim reiddi af í þessu skemmtilega verkefni. Góð æfing fyrir fínhreyfingarnar og þá sérstaklega blýantsgripið okkar.
Föstudagur:
Guli hópur
Æfðu sig í að spora form og tölustafi.
Rauði hópur  - Við lásum söguum Unni Uglu og þurftu börnin að svara spurningum úr sögunni. Í lokin lituðum við form, hring, þríhyrning og ferning.
Græni hópur -
Spiluðu litaspil og léku sér með skemmtileg form.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Lilja Rún og Brynhildur.

 

DAGBÓK

10.janúar 2020

Gleðilegt ár kæru foreldrar og takk fyrir það gamla 😊

Við erum búin að eiga frábæra viku á Læk og eru mörg spennandi og skemmtileg verkefni framundan. 

Skipulagt starf er hafið og eru allir ánægðir að vera komnir að nýju í góðu gömlu rútínuna. Veðrið hefur aldeilis verið að stríða okkur og höfum við ekki farið út eins oft og við höfðum viljað. Snjóbylur og nístingskuldi hefur einkennt þess viku. En það voru hugrakkir krakkar sem klæddu sig út í snjóbylinn á fimmtudagsmorguninn. Börnin náðu vart andanum fyrst til að byrja með og fengu stingandi snjó í andlitið eins og þau sögðu sjálf frá. Heldur betur ögrandi, skemmtileg og spennandi útivera þennan morguninn, og voru þau ansi mörg börnin sem höfðu engan áhuga á að fara inn til að borða hádegismat. 

Þessa vikuna byrjuðum við að vinna með svokallað flæði eða blöndun á milli Lækjar og Lautarbarna fædd 2016. Komum við til með að bjóða þeim í leikvang þrisvar í viku eftir hvíld og í frjálsan leik á sitthvorri deildinni einu sinni í viku. Börnunum hefur verið skipt í niður, fjórir hópar eru á Læk og tveir hópar á Laut. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu en markmiðið er að börnin tengist innbyrgðis og að þau þrói og efli góð félagsleg tengsl við hvort annað. Frábær grunnur og aðlögun fyrir komandi flutninga á eldri gang.

Vettvangsferð og ferð í bókasafnið: Engin vettvangsferð var farinn að þessu sinni vegna slæms veðurs.

Blær vináttustundir: Byrjum að nýju í næstu viku að vinna með þetta frábæra forvarnarverkefni.

Lubbastund: Við erum búin að eiga góðar stundir með Lubba. Nú var það leitin af fimmtánda málbeininu, sem þessa vikuna var málhljóðið Gg. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Gg skoðaðir. 

Leikvangur með Kollu: Leikir og slökun.

Smiðja: Víkingahjálmar útbúnir vegna komandi þorrablóts Fífusala sem verður þann 24.janúar n.k. 

Hópastarf: 

Mánudagur:

  • Guli hópur – spiluðu spil þar sem reyndi á þolinmæði og samvinnu. Frjáls leikur í lokin.
  • Rauði hópur – við unnum með hin ýmsu stærðfræðihugtök og æfðum talnaskilningin okkar. Nýttum okkur námsefnið Numicon. En við ætlum að vera dugleg að leika okkur og læra tölurnar í gegnum þesssa frábæru stærðfræðikubba næstu mánuðunina (þetta á við alla hópanna). Frjáls leikur í lokin.
  • Græni hópur – æfði fínhreyfingar, þau teiknuðu og klipptu. Í lokin spiluðu þau Lottóspil sem reyndi á einbeitingu, samvinnu og þolinmæði.

Föstudagur:

Skipulagður leikur í öllum þremur hópunum. Við lögðum áherslu á uppbyggileg samskipti, æfðum okkur í að taka tillit, skiptast á, sýna þolinmæði, umburðarlyndi og samkennd.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Brynja, Lilja Rún, Nanna og Brynhildur.

 

DAGBÓK

20.desember 2019

Þessi dásamlega vika hefur verið ansi viðburðarrík hér á Fífusölum.

Á mánudaginn fengum við heimsókn frá Lindarkirkju, þá skemmtilegu presta Guðmund Karl og Guðna. Þeir kveiktu á aðventukransinum okkar og sungu með okkur nokkur jólalög. Einnig sagði Guðmundur Karl okkur söguna frá ferð Jósefs og Maríu til Betlehems. Við enduðum þessa góðu stund á því að syngja saman lagið “Bjart er yfir Betlehem"

Á þriðjudaginn var jólaball hjá okkur þar sem við dönsuðum í kringum fallega jólatréð okkar. Að sjálfsögðu kom jólasveinninn í heimsókn sem söng og dansaði með okkur. Einnig kíkti hann inná hverja deild og gaf börnunum jólapakka. Í hádegismat fengum við hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt.

Á miðvikudaginn kom til okkar góður gestur, leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir. Hún lék fyrir okkur jólaleikritið “Jól í tösku” í boði foreldrafélagsins. Hún sagði okkur sögur af jólasveinunum og blessaðri móður þeirra, henni Grýlu. Börnin skemmtu sér konunglega og hlustuðu með athygli á það sem fram fór.

Síðustu tveir dagar hafa verið rólegir og höfum við einblínt á að njóta líðandi stundar í leik og starfi með börnunum okkar. 

Eftir hvíld í dag hittust starfsfólk og börn á yngri gangi til þess að kveikja á fjórða og síðasta aðventukertinu sem ber heitið Englakerti. 

Kæru foreldrar og börn, við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og yndislegrar samveru yfir jólahátíðina. Njótið öll sem best.

Jólakveðja Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.

 

DAGBÓK

13.desember 2019

Þessi vika hefur verið ansi róleg hjá okkur vegna mikilla veikinda Lækjarbarna. Hlaupabólan kom svo sannarlega í heimsókn sem og hiti og kvefpest. Síðustu dagar hafa verið nýttir í allskyns jólastúss og notalegheit, eins hafa börnin skreytt fallega jólatréð okkar sem stendur í matsal leikskólans. Ekki hefur verið mikil útivera þessa vikuna vegna mikilla kulda, og aftakaveðurs sem var á þriðjudaginn var. En svona getur þetta verið, allra veðra von á þessum árstíma. Á þriðjudaginn var síðasti dagurinn í leikvangi fyrir jól, og áttu börnin skemmtilega stund með Kollu þar sem boðið var upp á leiki og slökun. Sem og smiðjan hjá Nönnu en þar var verið að leggja síðustu hönd á jólagjafir til foreldra og annað sem tengist jólunum. Við hlökkum mikið til komandi viku, enda margt spennandi að gerast. Við sendum öllum þeim sem enn eru veikir batakveðjur og hlökkum til að sjá alla hressa og káta í næstu viku.

Framundan:

Mánudaginn 16. desember fáum við heimsókn frá Lindakirkju kl. 9.30

Þriðjudaginn 17. desember eru litlu jólin okkar og byrjar jólaballið á yngri gangi kl.9:15 og þá dönsum við í kringum jólatréð og aldrei að vita nema jólasveinn komi í heimsókn. Svo er jólamatur í hádeginu með ís í eftirrétt.

Miðvikudaginn 18. desember býður Foreldrafélagið upp á leiksýningu en það er Leikhús í Tösku með jólasýningu fyrir okkur kl. 10.30.

Fimmtudaginn 19. desember fara jólagjafir til foreldra heim.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg

 

DAGBÓK

6.desember 2019

Við erum búin að gera margt skemmtilegt þessa vikuna. Börnin hafa notið þess að vera í góðum leik með vinum sínum bæði inni og úti. Jólaundirbúningur er í fullum gangi, við föndrum, skreytum, hlustum á og syngjum jólalög. Það er dásamleg jólastemning í húsinu og við njótum þess að hafa það huggulegt saman.

Við höfum lesið mikið þessa vikuna og hlustað á margar skemmtilegar sögur í hvíldinni. Í samveru lásum við m.a. söguna um Rauðhettu og úlfinn, við nýttum okkur loðtöflu við sögulesturinn og það fannst börnunum ansi spennandi. Við höfum verið dugleg að æfa gróf- og fínhreyfingar í hinum ýmsum verkefnum, bæði í leikvangi, smiðju, í leik og útiveru. 

Í aðventustundinni okkar í dag kveiktum við á Betlehemskertinu á aðventukransinum okkar, og sungum nokkur jólalög með öllum börnunum í leikskólanum.

Vettvangsferð og ferð í bókasafnið: Nú hafa báðir hóparnir farið í bókasafnið og notið góðrar stundar með Grétu Björgu og öðrum börnum í leikskólum Kópavogs. Við ætlum að taka smá pásu og mun næsta heimsókn í bókasafnið verða fljótlega á nýju ári. Vettvangsferðir í okkar nánasta umhverfi munum við halda áfram með fram að jólum.

Blær vináttustundir – Við ræðum mikið um tilfinningar þessa dagana eins og alla aðra daga, ræðum um hvernig okkur líður, stundum verðum við sorgmædd, reið og glöð. Það að geta greint og tjáð tilfinningar sínar er forsenda þess að geta sett sig í spor annarra. 

Lubbastund: Nú var það leitin af fjórtanda málbeininu, sem þessa vikuna var málhljóðið Ll. Við sungum vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Ll skoðaðir. Nú ætlar Lubbi að fara í jólafrí og hvíla sig áður en hann og við hefjumst handa að nýju við að finna fleiri málbein.

Aðeins um hljóðkerfisvitund: Hljóðkerfisvitund er talin mikilvægur grunnur fyrir lestrarnám. Hljóðkerfisvitund felur í sér að geta greint mun á hljóðum í málinu og geta leikið sér með þau, t.d. að geta greint úr hvaða hljóðum orð eru búin til, geta tekið orð í sundur og sett þau saman aftur eða breytt þeim í eitthvað annað t.d. með rími. Á nýju ári ætlum við leggja  mikla áherslu á að efla hljóðkerfisvitund barnanna í okkar daglega starfi, samveru og í hópastarfi. 

Leikvangur með Kollu: Þrautabraut, leikir og slökun.

Smiðja: Jólagjafaundirbúningur

Hópastarf: Á mánudaginn var áttum við notalega hópastund. Allir þrír hóparnir útbjuggu fallegt jólatré sem þau skreyttu og límdu á litað blað. Í morgun máluðu þau og skreyttu í hópastarfi, fallega bjöllu, en jólabjöllurnar fara á jólatréð sem sett verður upp í næstu viku.

Framundan hjá okkur:

  • Jólatréið verður sett upp í næstu viku og skreytt
  • Jólaball - 17.desember n.k. verða litlu jól leikskólans haldin hátíðleg. Tímasetning kemur síðar. Það verður dansað í kringum jólatréð, jólalög sungin og jólamatur í hádeginu.
  • Jólaleikrit - 18.desember n.k. jólaleikrit í boði foreldrafélagsins. Leikhús í tösku – Grýla og jólasveinarnir.
  • Fimmtudaginn 2.janúar 2020 verður skipulagsdagur hjá okkur í Fífusölum. Leikskólinn verður lokaður þann dag.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg

 

DAGBÓK

29.nóvember 2019

Nú er uppáhaldstími margra að ganga í garð og við erum byrjuð á undirbúningi hátíðarinnar og allir að komast í jólaskap. Við bökuðum piparkökur með vinum okkar á Lautinni á mánudaginn var. Það var mikil jólastemning í húsinu, jólatónlist og ilmur frá nýbökuðum piparkökum úr eldhúsinu hennar Barböru. Áttum svo dásamlega stund með ykkur foreldrum í piparkökukaffinu sjálfu í gær, frábært hvað margir sáu sér fært að mæta. Takk kærlega fyrir komuna. Farið var í vettvangsferð í vikunni með hóp 1 sem skoðaði nánasta umhverfi leikskólans. Hópur 2 fór í heimsókn í bókasafn Kópavogs og hlustuðu á Grétu Björgu bókasafnafræðing segja þeim spennandi sögur. Öll börn leikskólans hittust á yngri gangi í dag og áttu notalega jólasamveru. Við kveiktum m.a. á fyrsta aðventukertinu sem heitir spádómskertið og sungum nokkur jólalög.

Blær vináttustundir – Höldum áfram með að læra að þekkja tilfinningar okkar eins og gleði, sorg og reiði og æfa okkur að hafa taumhald á þeim. Einnig æfum við okkur í að gleðjast með öðrum, bera virðingu og umhyggju fyrir öðrum. 

Lubbastund: Nú var það leitin af þrettánda málbeininu, sem þessa vikuna var málhljóðið Uu. Við fórum með vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Lásum örsöguna um hana Unu sem brunaði á Gullfoss og undi sér við að safna undirfallegum jurtum í krukku.  Kíktum í málbeinakassann og hlutirnir sem áttu Uu skoðaðir gaumgæfilega. 

Hljóðkerfisvitund: Við æfum okkur hvern dag að klappa orð og nöfn í atkvæði. Við héldum áfram að lesa um Bínu bálreiðu en þessar bækur vinna að því að styrkja boðskiptahæfni og málþoska ungra barna. Hvern dag vinnum við markvisst að því að auka hugtakaskilning og orðaforða barnanna okkar.

Leikvangur með Kollu: Þrautabraut, leikir og slökun.

Smiðja: Jólagjafaundirbúningur

Hópastarf: Nú ætlum við að taka okkur smá frí frá hefðbundnu hópastarfi.Nú ætlum við bara að njóta tímans sem framundan er, hlusta á jólalög, skreyta deildina okkar, skapa fallega hluti á jólatréð sem við ætlum að dansa í kringum þann 18.desember og margt margt fleira. Mjög svo spennandi tímar framundan.

Leikurinn: er aðalnámsleið barna og er hann undirliggjandi í öllu okkar starfi hvort heldur er í daglegum athöfnum, samverustundum, málörvunarstundum, skipulögðu starfi/hópastarfi, útiveru eða vettvangsferðum. 

Takk fyrir flotta viku og megið þið eiga ánægjulega aðventu.

Sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg

 

DAGBÓK

22.nóvember 2019

Í þessari viku hefur verið ýmislegt brallað. Við höfum verið dugleg að fara út að leika á hverjum degi eftir síðdegishressingu. Einnig höfum við leikið mikið inni, þar sem ýmislegt var í boði, m.a. dúkkukrókur, bílakrókur, leikið með perlur, pússlað, leirað, leikið með bíla, dýr, einingakubba og margt margt fleira. Leikur og gleði alla daga.

Blær vináttustundir – Við höfum unnið með virka hlustun, við æfum okkur í að hlusta og bera virðingu fyrir þeim sem talar hverju sinni. Við munum halda áfram að æfa okkur í þessu næstu vikurnar.

Lubbastund: Nú var það leitin af tólfta málbeininu, sem þessa vikuna var málhljóðið Ee. Við fórum með vísuna, æfðum málhljóðið og tákn vikunnar. Lásum örsöguna um Ellert og Evu sem klifu upp Esjuna ásamt honum Lubba. Einnig skoðuðum við í málbeinakassann og klöppuðum í atkvæði hvern einast hlut sem þar kom uppúr. 

Hljóðkerfisvitund: Við æfðum okkur í að ríma, klappa orð og nöfn í atkvæði. Við lásum margar bækur, stoppum við orð og hugtök sem þurfa útskýringar við, sem skapar oft góðar umræður um söguna sem verið er að lesa hverju sinni. Þessa vikuna höfum við verið upptekinn af Bínu bálreiðu bókunum. Hvern dag vinnum við markvisst að því að auka hugtakaskilning og orðaforða barnanna okkar.

Leikvangur með Kollu: Þrautabraut, leikir og slökun.

Hópastarf: Við höldum áfram að vinna að skemmtilegum verkefnum sem snúa að tölum, litum, formum og bókstöfum/málhljóðum. Eins unnum við skemmtilegt verk sem börnin teiknuðu í samvinnu og búið er að fá pláss á veggnum okkar inná Læk.

 Leikurinn: er aðalnámsleið barna og er hann undirliggjandi í öllu okkar starfi hvort heldur er í daglegum athöfnum, samverustundum, málörvunarstundum, skipulögðu starfi/hópastarfi, útiveru eða vettvangsferðum. 

Viðburðið framundan:

  • Mánudaginn 25.nóvember ætlar yngri gangur að baka piparkökur til að bjóða foreldrum sínum upp á í piparkökukaffinu sem verður á fimmtudaginn kemur.
  • Piparkökukaffi – fimmtudaginn 28.nóvember frá kl:14:00-16:00 ætla börn leikskólans að bjóða foreldrum sínum upp á nýbakaðar piparkökur og kakó. Hlökkum til að sjá sem flesta.
  • Jólaball - 17.desember n.k. Nánari upplýsingar koma síðar.
  • Jólaleikrit 18.desember - Jól í tösku  í boði foreldrafélagsins. Nánari upplýsingar koma síðar.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.

 

DAGBÓK

15.nóvember 2019

Flott vika að baki sem við enduðum með stæl, hápunkturinn var 18 ára afmælisfögnuður Fífusalar ásamt því að fagna degi íslenskrar tungu. Við fengum í heimsókn Wally trúð í boði foreldrafélagsins, hann lék fyrir okkur ævintýralegar kúnstir og vakti mikla lukku hjá börnunum. Ball furðuföt/búningar, pizza og súkkulaðikaka, hvað er hægt að biðja um meira, þvílíkur draumadagur. Síðast en ekki síst héldum við uppá afmæli Lubba sem verður 10 ára á morgun 16.nóvember.

Blær vináttustundir – áttum góða samveru í vikunni með Blæ. Við minntum börnin á mikilvægi þess að vera góður vinur og passa upp á hvort annað.

Lubbastund: Nú var það leitin af ellefta málbeininu, málhljóðið Hh. Við fórum með vísuna og tákn vikunnar. Lásum söguna um haförnin sem stóð á stóru hamrabelti og hafði nælt sér í humar. Einnig skoðuðum við í málbeinakassann sem er alltaf jafn spennandi. 

Hljóðkerfisvitund: Við æfðum okkur í að ríma, klappa orð og nöfn í atkvæði. Vorum mjög dugleg að lesa bækur í litlum hópum, áttum gott spjall um innihald bókanna og útskýrðum erfið orð.

Leikvangur með Kollu: Leikir og slökun.

Vettvangsferð: Fórum í Salaskóla og skemmtum okkur konunglega í leiktækjunum þar á bæ.

Smiðja með Nönnu: Jólaundirbúningur.

Hópastarf: Á mánudaginn buðum við börnunum upp á flæði/leik á milli Lautar/Lindar og Lækjar. Það tók þau smá tíma að koma sér í gang og finna til öryggis, en þegar það var komið áttu þau frábæran leik með nýjum vinum. Þegar fram líða stundir munum við vinna markvisst með flæði á milli Lækjar og Lautar. Einnig höfum notið þess að vinna að hinum ýmsum verkefnum sem snúa að tölum, litum, formum og málhljóðum, við klöppum hin ýmsu orð í atkvæði, við rímum og margt fleira.  

Útivera: Við höfum verið mjög dugleg að vera úti þessa vikuna. Ansi kalt hefur verið í veðri og við minnum á mikilvægi þess að börnin séu með hlý föt í fatahólfunum sínum. Eins væri fínt að hafa auka pör af vettlingum og regnvettlinga er alltaf gott að hafa.

Leikurinn: er aðalnámsleið barna og er hann undirliggjandi í öllu okkar starfi hvort heldur er í daglegum athöfnum, samverustundum, málörvun, skipulögðu starfi/hópastarfi, útiveru eða vettvangsferðum. 

Minnum á skipulagsdaginn næstkomandi fimmtudag 21.nóvember. 

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.

 

DAGBÓK

Vikan 4.- 8.nóvember 2019

Blær vináttustundir – börnin okkar verða flinkari og flinkar með hverri vikunni að tileinka sér gildi þessa frábæra forvarnarverkefnis. Það er gaman að sjá hve fljót þau eru til að hjálpa vinum sínum ef eitthvað kemur uppá. Þá nota þau óspart orðið STOPP og láta viðkomandi vita að það sé ekki í boði að meiða eða stríða.

Lubbastund: Nú var það heimsókn á Vatnajökul, og leit af tíunda málbeininu, sem var málhljóðið J j. Við fórum með vísuna og tákn vikunnar. Lásum söguna um Jódísi sem var í jeppaferðalagi uppá jöklum Íslands. Einnig skoðuðum við í málbeinakassann sem er alltaf jafn skemmtilegt að gera. Hljóðkerfisvitund: Við héldum áfram að æfa okkur í að ríma, klappa orð og nöfn í atkvæði, einnig leikum við mikið með málhljóðin og reynum að setja nokkur saman. 

Lestrarátak Lubba: við erum mjög dugleg að lesa bækur í leikskólanum, við skrifum bókarheitið á Lubbabeinið og hengjum upp í sameiningu á Lubbafjallið okkar frammi á gangi. Þetta finnst börnunum ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Hlökkum mikið til að sjá Lubbafjallið okkar stækka með hverjum deginum.

Leikvangur með Kollu: Þrautabraut, slökun og heilsubókarskráningar

Vettvangsferð: Fórum í góða vettvangsferð þar sem við skoðuðum breytinguna á náttúrinni. Árstíðin vetur gengin í garð og flest öll laufblöðin fallin af trjánum, sofnuð eins og rætt var í hópnum, þau vakna aftur í vor. Við sáum tvö krumma að leik við Salaskóla og sungum við þeim til heiðurs lagið “Krummi krunkar úti” Tókum okkur snöggan túr um Nettó, og sáum margt spennandi þar.

Smiðja með Nönnu: Jólaundirbúningur.

Hópastarf: Þessa vikuna höfum við lagt mikla áherslu á samvinnu meðal barna, við höfum unnið að ýmsum verkefnum s.s byggt dýragarð úr kubbum, spilað lottó, leikið með samstæðuspil, pússlað tvö og tvö saman, einnig höfum verið dugleg að leika saman í  hlutverkaleik og frjálsum leik. Einnig höfum við teiknað mikið og æft okkur í að klippa. Við höfum lesið bækur í litlum hópum, skoðað myndir og útskýrt erfið orð sem koma fram í bókunum. Við rímum og vinnum með samtöfur, leikum með tölur, form og liti.

Samvera: Við syngjum alla daga og förum í leiki. Síðustu vikur höfum við verið sérstaklega dugleg að æfa og syngja lagið "'Á íslensku má alltaf finna svar"

Leikurinn: er aðalnámsleið barna og er hann undirliggjandi í öllu okkar starfi hvort heldur er í daglegum athöfnum, samverustundum, málörvun, skipulögðu starfi/hópastarfi, útiveru eða vettvangsferðum. 

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.

 

 

DAGBÓK

Vikan 21.- 26.október 2019

Í þessari viku áttum við flottan afmælisprins, og í tilefni afmælis síns bauð hann okkur í fagnað með poppi og saltstöngum. Yndis þakkir fyrir okkur elsku vinur.

Blær vináttustundir: Í vikunni hlustuðum við á tónlist sem má finna á Spotfy undir heitinu Vinátta-gott er að eiga vin, sem er mjög skemmtilegt að hlusta á. Einnig unnum við með tvö samræðuspjöld með ákveðnum aðstæðum sem geta komið upp í samskiptum á milli barna. Við fengum börnin til að tjá sig og finna góða lausn saman í þessum ákveðnum aðstæðum. Hér æfum við okkur í að hlusta á hvert annað og sýna hvort öðru virðingu. Flott forvarnarverkefni gegn einelti, en markmiðið er að kenna þeim góð samskipti, virðingu og hugrekki þannig að þau geti sjálf staðið upp fyrir þeim sem lendir einelti og aðstoðað. Vinátta er mikilvæg, það vilja allir eiga vini og engin vill vera skilinn útundan.

Lubbastund: Við leituðum að áttunda málbeininu, nú var það málhljóðið Ú ú. Fórum með vísuna og tákn vikunnar. Einnig skoðuðum við í málbeinakassann sem er alltaf jafn skemmtilegt að gera. Hljóðkerfisvitund: Við æfðum okkur í að klappa í atkvæði, allskonar orð og nöfnin okkar. Við byrjuðum að æfa okkur í að ríma, svolítið skrítið sögðu börnin, en spennandi. Við höfum sungið, farið í leiki og lesið mikið. Við lásum t.d. söguna um Búkollu, og Inga Sif hefur sagt börnunum sögur af honum Emil í Kattholti.

Leikvangur: Þrautabraut og heilsubókarskráningar

Vettvangsferð: Fórum í góða gönguferð kringum Salaskóla. Stoppuðum oft á leiðinni til að skoða og rannsaka og upplifa umhverfið okkar. Sáum mikið af formum og tölum á leiðinni. 

Smiðja: Unnum skemmtilegar myndir með túss og vatnslitum. 

Hópastarf: Lékum okkur með form, liti, tölur. Æfðum okkur í að spora tölustafi og form. Æfðum okkur í að ríma og klappa orð í atkvæði. Unnum  með líkamann okkar – líkamsheiti og skynfærin. Við æfum okkur á hverjum degi í að læra að vinna saman sem hópur og gengur það ótrúlega vel. Við leggjum mikla áherslu á uppbyggjandi og jákvæð samskipti, þar sem virðing og traust er í fyrirrúmi.

Leikurinn: er aðalnámsleið barna og er hann undirliggjandi í öllu okkar starfi  hvort heldur er í daglegum athöfnum, samverustundum, málörvun, skipulögðu starfi/hópastarfi, útiveru eða vettvangsferðum. Það er svo gaman að vera saman.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia og Brynhildur.

 

DAGBÓK

Vikan 14.-18.október 2019

Góð vika að baki með gullmolunum ykkar. Við höfum verið dugleg að vinna með vináttu og jákvæð samskipti. Við vinnum hvern dag með málörvun, leggjum inn ný orð og hugtök, leikum okkur mikið, förum í hópastarf, samveru, smiðju, leikvang og margt fleira.

Málörvun - Lubbi finnur málbein. Nú var Lubbi á Ísafirði að leita eftir sjöunda málbeininu með málhljóðinu Íí – Ýý. Við skoðuðum í málbeinakassann og eru börnin alltaf mjög spennt fyrir því. Hljóðkefisvitund: Við erum búin að vera dugleg að klappa atkvæði í nöfnunum okkar. Í næstu viku ætlum við að byrja að æfa okkur að ríma, það verður spennandi.

Blær vináttuverkefnið – við spjöllum saman hvern dag um hvernig við getum orðið betri vinir, við æfum okkur að hjálpa hvert öðru og vera góð hvert við annað. Einnig æfum við okkur að hlusta og fara eftir fyrirmælum. Við vinnum með tilfinningaspjöld og fáum þau til að tjá sig.

Leikvangur: Þrautabraut og heilsubókarskráningar. 

Vettvangsferð: Fórum í góðan göngutúr um nærumhverfi skólans. Að þessu sinni fékk Lubbi að koma með okkur í ferðina. Við settumst niður við rólóvellinn við Blásali og áttum frábæra Lubbastund, lásum örsöguna í bókinni og æfðum okkur að segja Íííí. 

Smiðja: Saumuðu í verkefnið sem þau klipptu í síðustu viku.  Þeim gekk vel að sauma, þau áttu að einbeita sér að því að fara til skiptis upp og niður með nálina. Góð æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitinguna.

Hópastarf: Börnin fengu að lita verkefni tengt líkamanum. Við klöppuðum nöfnin okkar í atkvæði og æfðum okkur í litunum.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg

 

DAGBÓK

Vikan 7.-11.október 2019

Á mánudaginn áttum við vinastund með Blæ bangsa. Eins og alltaf vinnum með grunngildin sem verkefnið byggir á; umburðarlyndi, virðingu, umhuggju og hugrekki. Þennan daginn skoðuðum við mynd sem sýnir börn við vissar aðstæður. Við ræddum saman um hvað var að gerast á spjöldunum, við skoðuðum svipbrigði barnanna á þeim og hvaða tilfinningar lágu að baki. Við erum mjög upptekinn að eiga í góðum samskiptum við vini okkar, við erum að læra að sýna hvort öðru samkennd, hlusta og taka tillit. Eftir samveru fórum við út í góða veðrið. Lubbi kom í heimsókn fyrir hádegismat og leituðum við saman eftir málhljóðinu Dd, við kíktum í Dd kassann og fundum orð og nöfn sem byrja á Dd. Eftir hádegismat, hvíld og góðan leik enduðum við daginn á útiveru. 

Á þriðjudaginn fóru hóparnir í leikvang til Kollu og áttu góða hreyfistund. Eftir leikvang fór guli hópur út í góða veðrið. Rauði og græni hópur var inni og lék sér í hlutverkaleik, einnig hjálpuðu þau til við að leggja á borð og leggja dýnur á sinn stað fyrir hvíldina. Samvera fyrir hádegismat með Lubba og málhljóðið fundið að nýju. Eftir hádegismat, hvíld, leik með bíla, lestina, leir og pússl, samveru og síðdegishressingu var farið út að nýju.

Á miðvikudaginn fórum við með seinni hópinn í bókasafnið og náttúrufræðisafnið. Við skoðuðum fiska, fugla, krabba og fleira. Enduðum svo í sögustund með Grétu Björg, frábær ferð. Eftir hádegismat og hvíld var púslað, leirað og leikið með kubba. Lubbi kíkti í heimsókn fyrir síðdegishressingu, málhljóðið fundið, fórum með vísuna og lesin sagan um Lubba. Einnig forum við í skemmtilegan leik með hópnum “í grænni lautu”. Enduðum svo daginn á útiveru.

Á fimmtudaginn áttum við vinastund með Blæ bangsa, við héldum áfram að spjalla um tilfinningar og vináttu okkar á milli. Áttum góðan smiðjudag og leik inná deild. Lubbi heimsótti okkur, við fundum og æfðum málhljóðið Dd og sungum og trölluðum. Eftir hádegismat, hvíld, góðan leik og síðdegishressingu var farið út að nýju að leika. 

Smiðja - Nanna

Á fimmtudaginn gerðu þau tvö verkefni. Þau áttu að teikna karl á langt blað og síðan klæða hann í föt. Fötin voru efnisbútar sem þau límdu á og hárið var í flestum tilfellum garn, sumir voru þó með húfu. Hitt verkefnið er hluti af stærra verkefni, en í því strikuðu þau með blýanti eftir formi. Fylgdist með að þau héldu rétt á blýanti, þau voru misfær í að elta útlínur formsins sem þau strikuðu eftir. Síðan klipptu þau út formið, flest héldu rangt á skærunum og gerðum við því þetta saman til að leiðrétta haldið. Um leið og þau beittu sér rétt þá prófaði ég að sleppa takinu. Höldum áfram að æfa okkur í þessu. 

Í dag föstudag byrjuðum við daginn á að pússla, leika með bíla og skoða bækur. Eftir morgunmat og ávexti var farið út með allan Lækjarhópinn. Fyrir hádegismat áttum við góðan afmælisfagnað með einum prinsinum okkar, hann fékk kórónu og afmælissöng. Afmælisprinsinn bauð okkur uppá popp og saltstangir. Hipp hipp hurra fyrir honum. Eftir hádegismat, hvíld, frjálsan leik, samveru með Lubba og síðdegishressingu enduðum við daginn á útiveru.

Takk fyrir góða viku og við sjáumst hress og kát á mánudaginn.

Bestu kveðjur Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.

 

DAGBÓK

Kæru foreldrar

Dagarnir eru fljótir að líða þegar það er gaman og þessi vika hefur aldeilis flogið áfram.

Við höfum brallað margt skemmtilegt þessa vikuna. Inni höfum við leikið mikið, við höfum t.d. pússlað, kubbað, leirað, perlað, spilað, hlustað á sögur og skoðað bækur, við höfum leikið í hlutverkaleik, frjálsum leik og haft mikið gaman að vera saman. Einnig höfum verið úti þessa vikuna og dundað okkur í góðum leik með félögunum.

Leikvangur/þriðjudagur: Þrautabraut, heilsubókarskráning og slökun.

Vettvangsferð og bókasafnaferð/miðvikudagur: Hópur 1 tóku sér góðan göngurúnt um nánasta umhverfi skólans, enduðu á róló þar sem þau fengu að hlaupa um og leika. Hópur 2 fór í bókasafn Kópavogs, þar áttum við góða sögustund með Grétu Björg. Ekki má gleyma að við skoðuðum Náttúrugripasafnið sem er i sömu byggingu og sló sú skoðunarferð heldur betur í gegn hjá hópnum.

Smiðja fimmtudag: Börnin bjuggu til lukt úr pappamassa og laufblöðum, ótrúlega spennandi.

Hópastarf: Guli hópur æfði sig í að klippa með skærum. Rauði hópur æfði sig í tölum frá 1-5, við notuðum við kennsluna stærðfræðikubbana Numicon. Græni hópur var í byggingaleik með holukubbum sem er skemmtilegur og spennandi efniviður.

Lubbi kom í heimsókn alla vikuna og við fundum með honum málhljóðið Nn.

Blær bangsi kom í heimsókn á mánudaginn og áttum við gott spjall um vináttu.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Bestu kveðjur, Inga Sif, Íris, Sumaia, Brynhildur og Lilja Björg.